Þorsteinn Pálsson eindreginn ESB-sinni


    Svo virðist að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins
og fyrrverandi forsætis- og sjávarútvegsráðherra sé kominn
í hóp eindregnustu ESB-sinna. Þetta kom fram í ræðu hans
á Iðnþingi í dag. Evrópusamband er draumalandið og evran
draumagjaldmiðillinn að dómi Þorsteins. Svona afdráttarlaus
skilaboð vekja athygli, og spurning hvort Þorsteinn hyggist
gerast sérstakur  málsvari þess hóps innan Sjálfstæðisflokk-
sins sem vill að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu
og taki upp evru.

   Yfirlýsing Þorsteins kemur örfáum dögum eftir að Björn
Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra lýsti því yfir er hann
opinberaði Evrópuskýrsluna að það að taka ESB-aðild á
dagsskrá myndi kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.

  Spurning hvort til tíðinda sé að draga innan Sjálfstæðis-
flokksins í Evrópumálum í kjölfar landsfundar nú á næstunni.
Munu ESB-sinnar innan flokksins með Þorstein Pálsson í
broddi fylkingar láta þar sverfa til stáls?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Guðmundur Jónas !

Mikið djöfull er þetta góður pistill, hjá þér.

Reyndar........ Guðmundur, ber þess að geta; að allmargir Trjóuhestar finnast einnig innan Framsóknarflokksins. Gleymum ekki arfi Halldórs Ásgrímssonar og hans nánustu fylgjenda. Einhverjir afkáralegustu, og mestu aftaníossar Evrópusambandsins, Samfylkingarfólk, ásamt nokkrum iðnrekendum og gróðahyggjumönnum fylktu liði, með þeim Halldóri og hinni óborganlegu Valgerði Sverrisdóttur, hver einna duglegust er að tóna, með þeim Ágústi Ólafi Ágústssyni og Össuri Skarphéðinssyni, þá þeir hefja upp söng bláfánans með gulu stjörnunum, með reglulegu millibili.

Kæmi mér ekki á óvart; Guðmundur, að Þorsteinn Pálsson vilji hefna ófaranna, í Valhöll; vorið 1991,, t.d. með þessum hætti.

Vil þakka þér, enn og aftur; einurð og hugprýði við vörzlu íslenzks sjálfstæðis, og festu ganvart hinu skelfilega Brussel- sovéti.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Tek undir orð þín af öllu hjarta.

Þorsteinn Pálsson sýnir lélegan karakter ef hann ætlar að hefna sín vegna þess hann hafði ekki fylgi í Sjálfstæðisflokknum. En eins og kemur fram í athugasemd þá er ekki um annað að gera en að verjast þessum mönnum ("hinni skelfilegu Brusselsveit")sem vilja fórna sjálfstæði okkar fyrir græðgi og eignin hagsmuni. Kveðja

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 17.3.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband