Vinstri grænir óábyrgir í þjóðaröryggismálum


   Hugmyndarfræði Vinstri-grænna er byggð á 
sósíaliskri hugmyndarfræði sem er í eðli sínu
MJÖG ALÞJÓÐASINNUÐ. Vinstrisinnuð róttækni
sem klárlega er vel við líði í VG, og er því í eðli
sínu mjög andstæð öllum þjóðlegum gildum og
viðhorfum. Best kemur þetta  fram í afstöðu
Vinstri grænna til þjóðaröryggismála. Má jafnvel
halda því fram að þar skeri VG sig úr sambæri-
legum pólitískum  hreyfingum  erlendis  með
ALGJÖRU ÁBYRGÐARLEYSI.!  Því þeir hafna öllum
hernaðarlegum varnarbúnaði og tala niðrandi til
þeirra sem vilja  efla ýmiss  öryggiskerfi  með
eflingu stofnana því tengdu. Best kom þetta
fram við brotthvarf bandariska hersins á s.l ári.
Andstaða VG  til stofnunar svokallaðrar greining-
ardeildar var mjög sláandi.. Þeir settu sig á
móti því að Íslendingar kæmu sér upp stofnun
sem hefði eftirlit með innra sem ytra öryggi
ríkisins, og gæti haft samvinnu við sambærilegar
stofnanir í vinveittum ríkjum erlendis á jafnréttis-
grundvelli. Þá  er andstaða VG til Nato kunn.  Því
er fyllileg ástæða til að vara alvarlega við að slíkur
óábyrgur   flokkur í þjóðaröryggismálum  komist til
áhrifa í  ríkisstjórn Íslands.

     Að Ísland verði eitt ríkja heims berskjaldað  og
varnarlaust er gjörsamlega út í hött. Sú stjórn-
málahreyfing sem það boðar hlýtur að teljast mjög
and-þjóðleg  og óábyrg í þjóðaröryggismálum.
Allir þjóðlega sinnaðir kjósendur hljóta því að
hafna Vinstri-grænum í komandi kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Skrýtið! Hef allað tíð haldið að við íslenskir vinstrisinnar væru frekar gamaldags þjóðernissinnar! Enda er það í anda Maós Tse Tung! Að mig minnir sagði hann, að til þess að vera alþjóðahyggjusinni þyrfti maður að vera þjóðernissinni. Áhyggjur af BigBrother-tilburðum ríkisvaldsins eru ekki eitthvað sem vinstrimenn hafa einir. Fleiri hafa áhyggjur af þessari tilhneigingu ríkisins til fylgjast með hverri hreyfingu þegnanna! Enda full ástæða til.

Auðun Gíslason, 24.3.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vinstrisinnar geta aldrei orðið þjóðernissinnar eða þjóðlega
sinnaðir. Vinstrigrænir sem sósíalistar hafna öllu er varðar
þjóðaröryggismálum og sósíaldemókratanir í Samfylkingu vilja
stórskerða fullveldi og sjálfstæði Íslands með því að ganga í ESB.
Bendi á að ÖLL þjóðríki telja ekkert sjálfsagðrara en að reka
öfluga leyniþjónustu. Því ekki við Íslendingar líka sem fullvalda og
sjálfstæð þjóð?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.3.2007 kl. 18:22

3 identicon

Öryggismál eru alvörumál, sem ekkert nútímaþjóðfélag má vanrækja.   Það er í besta falli kjánaskapur að halda að það veiti okkur öryggi að segjast vera óháð, herlaus, friðelskandi o.s.frv. 

"Rándýrið" velur sér gjarnan auðveldustu bráðina.  Á 17. öld þegar "Tyrkjaránið" var framið, vorum við það auðveld bráð að menn gerðu sér ferð hingað alla leið frá Alsír, sem þótti líklega all mikil fyrirhöfn í þá daga, en fól samt í sér miklu minni áhætta heldur en að ráðast á þjóðir sem höfðu skipulagðar varnir til staðar.  Eins og staðan er í dag á Íslandi hvað þessi mál varðar, þyrfti ekki merkilegan flokk málaliða til að valda miklu tjóni og/eða jafnvel að steypa stjórnvöldum.

Á sama hátt og við höfum viðbragðsáætlanir gagnvart náttúruhamförum verðum við að hafa slíkar áætlanir gagnvart öðrum hugsanlegum ógnum   Og að sjálfsögðu verðum við að gera það á sem skynsamlegustu nótum.   Ég held að það sé augljóst að það verður best gert í samstarfi við vinaþjóðir okkar og þá í gegnum skipulagt samstarf eins og NATO.   Það felur bæði í sér hagkvæmni, trúverðugar og öflugri lausnir en hægt væri að ná fram öðruvísi.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 18:55

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er heilmikill sannleikur í þessu bloggi Guðmundur, en verðum við ekki að reikna með, að þeir komast aldrei í að ráða fyrir neinu í ríkisstjórn þar sem ekki færu einhverjir fyrir sem hefðu fyrir þeim og okkur hinum vit....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.3.2007 kl. 19:24

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það sem er alvarlegast í þessu er að Vinstri-grænir skulu KOMAST
UPP MEÐ ÞAÐ að fara í gegnum heila kosningabaráttu með algjörlega
AUTT SPJALD í þjóðaröryggismálum þjóðarinnar. Skila bara AUÐU í
öryggis- og varnarmálum. Þetta myndi HVERGI líðast í öðrum
fullvalda og sjálfstæðum ríkjum. Sem sýnir bara hversu ÓÞJÓÐLEGT
stjórnmálaafl er hér á ferð, og sem ALLT OF FÁIR gera sér grein fyrir.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.3.2007 kl. 19:38

6 identicon

 

Skila þeir auðu?    Segja þeir ekki að þeir vilja okkur úr NATO?   Eru þeir ekki á móti því að koma á greiningardeild til að eiga samstarf við aðrar slíkar hjá samstarfsþjóðum okkar?    Eru þeir ekki almennt á móti samningum við Bandaríkjamenn og aðrar NATO þjóðir? 

Það má kannski segja það að þetta sé að skila auðu, þ.e.a.s. að þeir hafi enga stefnu í þjóðaröryggismálum, en mér finnst þetta vera nokkuð skýr stefna um að gera ekkert í þessum málum.   Það er framlag Vg eins og í svo mörgum öðrum málum; þeir reyndar segja alltaf "eitthvað annað"!!!!

Bjarni Magnús (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 19:50

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þetta kemur samt afar míkið á óvart því stanslaust er klifað á því
hvað Vinstri-grænir hafa SKÝRA stefnu í öllum málum. Fjölmiðlar
eru afar duglegir að hamra á því. En svo kemur bara á daginn að
Vinstri-grænir skila STÓRU NÚLLI í einum stærsta málaflokki sem
allar sjálfstæðar þjóðar leggja HÖFUÐ áherslu á, sín öryggis- og
varnarmál. Að þessum vinstrisinnuðum róttæklingum skuli komast
upp með þettar ER GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT. Það er virkilega
kominn tími til að þessir afdankaðir sósíalistar  séu afhjúpaðir
sem nánast þjóðhættulegir þegar kemur að jafn mikilvægum
málum og öryggis-og varnarmálum þjóðarinnar.


Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.3.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband