Hvert stefnir Framsókn?


   Nú þegar ný forysta er tekin við í Framsóknar-
flokknum er eðlilegt að spyrja hvert stefnir Fram-
sókn ? Og hvernig flokk mun Framsóknarflokkurinn
skilgreina sig í framtíðinni ?

  Mikilvægt er að flokkur marki sér sérstöðu hverju
sinni. Hafi ákveðna ímynd og skýra hugmyndafræði
sem höfði til stórs hóps kjósenda. Ekki síst á þetta
við um flokk eins og Framsóknarflokkinn sem vill skil-
greina sig sem miðjuflokkinn í íslenzkum stjórnmálum.

  Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknar-
flokksins skilgreindi miðjupóliíkina þannig, að ,,Miðjan
í íslenzkum stjórnmálum er ekki misjafnlega heppileg
blanda, rugl eða hræringur annara hugmynda eða
stefnumiða. Miðjan er sjálfstæður hugmyndafræðilegur
póll sem á sér sínar stjórnmálasögulegu og hugmynda-
sögulegu rætur, og það er arfleifð evrópskrar þjóðhyggju
eða þjóðræknisstefnu undirokaðra smáþjóða álfunnar."

  Og  Jón Sigurðsson kom einnig inn á mjög merkan hug-
myndafræðilegan hlut sem hann kallaði þjóðhyggju, sem
væri í raun af sama toga og þjóðleg félagshyggja sem
Framsóknarmenn hafa jafnan notað um meginstefnu
sína og grunnviðhorf. -  Jón Sigurðsson sagði að ,,Þjóð-
hyggja er ekki þjóðrembingur stórþjóðanna í Evrópu sem
fyllti 20 öldina hryllingi, heldur hugsjónir um ÞJÓÐFRELSI,
SJÁLFSVITUND og þjóðarmetnað smáþjóðanna sem risu
úr öskustó í Evrópu og náðu sjálfstæði og endurreisn,
sumar með miklum fórnum."

   Og er það ekki einmitt þarna á HINNI ÞJÓÐLEGRI MIÐJU
sem Framsóknarflokkurinn á að fóta sig og afmarka sig í
íslenzkum stjórnmálum í framtíðinni? Mikil þörf verðu fyrir
slíkan  flokk á tímum mikillar opnunar, hraðra breytinga,
stóraukinna viðskiptaumsvifa og alþjóðavæðingar.  Því
Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið íslenzkur flokkur,
sem vaxið hefur upp úr íslenzku þjóðlífi í rúm 90 ár, og
á að standa þar traustum fótum. Hann hefur ætíð miðað
stefnu sína við íslenzka menningu, íslenzkar aðstæður og
sérstöðu.  Þessa sérstöðu og ímynd á flokkurinn að viðhalda
og marka sér sterk sóknarfæri í íslenzkum stjórnmálum á
grundvelli þeirra.

    Fróðlegt verður því að fylgjast með hvert Framsóknarflokkur-
inn stefni á næstunni. Eitt er þó víst. Flokkur með óskilgreint
miðjumoð í farteskinu kemst ekki langt. Farangurinn verður að
innihalda sterk og skýr skilaboð til þjóðarinnar og sjálfstæði
hennar....
    



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar flokkurinn okkar óskar eftir því að kjósandi afsali til sín valdaumboði sínu þarf flokkurinn að vera skýr í augum kjósandans eða hvaða spurning skyldi vera efst í huga kjósandans þegar hann kýs yfir sig nýja valdhafa?  "Á hverju gæti ég átt von á í framtíðinni, kjósi ég þennan flokk?"  Eina leið kjósandans til að svara þessari spurningu er að líta til þess hvert flokkurinn stefnir og stefnuna sér hann á því hvaðan flokkurinn er að koma.

Almenningur flokkar stjórnmál til vinstri og hægri í andstæðar fylkingar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.  Framsóknarflokkurinn gefur sig út fyrir að geta unnið til vinstri og hægri, geti unnið með þeim sem hefur valdið á hverjum tíma.  Það virkar eins og flokkurinn sé til sölu, einhverntíman voru slíkir verktakar kallaðir málaliðar af lítilli virðingu.  Er Framsóknarflokkurinn pólitískur málaliði í íslenskum stjórnmálum?  Nei auðvitað ekki en getur verið að við birtumst almenningi sem slíkt stjórnmálaafl?

Trúverðuleiki er dýrmætasta eign flokksins.  Trúverðuleiki er fljótur að fara en lengi að myndast og andstæðingar okkar hafa ráðist miskunarlaust á trúverðuleika okkar og tekist ágætlega að skemma hann.  Við höfum einnig verið okkur sjálfum verst í deilum sem hafa rist okkur upp og andstæðingar okkar rifið í innyfli flokksin og skemmt sér yfir sársaukagrettum okkar og kvölum sem rata brenglaðar inn í fjölmiðla sem gagnrýnislaust selja fréttir rétt eins og hvert annað snakk dagsins.  Ég hef reyndar áhyggjur yfir vaxandi þörf fjölmiðla til að eiga síðasta orðið í málum í stað þess að vera farvegur og faglegt aðhald með sjórnsýslunni.  Það er eitthvað sem almenningur, stjórnmálin í landinu og fjölmiðlarnir þurfa að taka á.

Besta vörn okkar er hugmyndafræðin sem flokkurinn byggir á og við þurfum að  vinna í hugmyndafræði flokksins.  Það er í hugmyndafræði flokksins sem eðli hans geymist.  Í hugmyndafræði flokksins sér almenningur sér á hverju hann getur átt von í framtíðinni ef hann kýs flokkinn.  Jón Sigurðsson kom með góð útspil í þessari umræðu og við eigum að nýta okkur það.  Við eigum líka að nýta okkur aðra strauma og stefnur margra ágætra flokksmeðlima sem lagt hafa orði í framsóknarbelginn.  Þetta er eitt lykilatriða sem mun búa til Nýja Framsókn, en eftir henni var kallað með niðurstöðu kosninganna.  Almenningur vill að við drögum okkur til hlés, vinnum heimavinnuna og komum aftur sterk til leiks.  Þetta eru erfiðir tímar en mig segir svo hugur að þeir erfiðleikar séu blessun í dulargerfi.  Fer það þó eftir því hvernig til mun takast hjá okkur sjálfum.

Ég gæti haldið lengi áfram enda búin að velta þessari stöðu okkar mikið fyrir mér og hef á henni ákveðna skoðun og skýringu.  Hins vegar áskil ég mér rétt til að hafa rangt fyrir mér.  Það eigum við öll að gera sem komum að þessari umræðu en við eigum að taka til máls, það er lykilatriði.  Ég fagna allri umræðu og brýni núverandi forystu um að koma að Nýrri Framsókn flokksins hlustandi.

Kveðja,

Geir Hólmarsson, formaður Framsóknarfélags Akureyrar

Geir Hólmarsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband