Tómlæti um olíuhreinsunarstöð


   Þórólfur Halldórsson sýslumaður á Patreksfirði
skrifar grein í Mbl í dag  og kvartar undan tómlæti
stjórnmálamanna og fjölmiðla um hugmyndina um
byggingu olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum.
Þórólfur sér afar mörg sóknarfæri felast í hugmynd-
inni um olíuhreinsunarstöð fyrir Vestfirðinga.  Hann
segir. ,, Ég hef kynnt mér málið eftir föngum og
komist að þeirri niðurstöðu að jákvæðar hliðar þess
fyrir vestfirskt samfélag yfirgnæðir þær neikvæðu."

  Þórólfur telur upp fjölmarga jákvæða þætti máli
sínu til stuðnings. En spyr svo í lokin. ,,Hvers vegna
hafa fjölmiðlar á Íslandi að heita þagað þunnu hljóði
um þetta?

   Vert er að taka undir sjónarmiðs Þórólfar, ekki síst
varðandi stjórnmálamennina, þegar fyrir liggur mikill
niðurskurður á þorskkvóta sem harðast mun koma
niður á þeim sem síst skyldi, Vestfirðingum........

   Innstreymi fjáfestingana í vestfirskt samfélag upp
á 210 milljarða króna segir allt sem segja þarf um
meiriháttar þýðingu slíkrar starfsemi fyrir uppbyggingu
Vestfjarða.  -  Hvers vegna er þá ekki hafist handa ?
Eftir hverju eru menn að bíða?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband