Ţjóđfáninn svívirtur á ţjóđhátíđardaginn


   Ţađ er međ ólíkindum hvađ sumir eru tilbúnir
til ađ ganga langt í ađ vanvirđa ţađ sem hverri
ţjóđ er heilagast, sjálfan ţjóđfánann. Í gćr
á sjálfum ţjóđhátíđardegi Íslendinga  var
íslenzki ţjóđfáninn svívirtur á mjög gróflegan
hátt. Fimm mótmćlendur voru handteknir eftir
ađ hafa hengt utan á Ţjóđleikúsiđ fána sem
líktist ţeim íslenzka. Framan á hann hafđi
veriđ gert  íslenzkt skjaldarmerki međ nöfnum
Alcoa, Alcan og Norđuráls.

   Ţađ er krafa ţjóđarinnar ađ á svona málum
verđi tekiđ mjög hart og ţeir sem voru ţarna
stađnir ađ verki verđi refsađ eins ţungt og lög
framast leyfa.

   Skilabođin verđa ađ vera alveg skýr gagnvart
svona svívirđingu !!!

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband