Ósæmileg ummæli Póllandsforseta auðveldar ekki samkomulag


    Enn virðist ekki hafa náðst sátt á leiðtogafundi
ESB um sáttmála sem ætlað er að koma í stað
fyrirhugaðrar stjórnarská Evrópusambandsins.
Pólverjar eru m.a andvígir nýjum tillögum um
atkvæðavægi innan ESB, og óttast að stærri
ríki sambandsins hagnist á þeim  breytingum
á kostnað hinna minni. Fyrst jafn fjölmenn
þjóð og Pólverjar óttast minni árhrif, hvað
þá með smáríki eins og Ísland, væri það aðili
að ESB ?

   Hins vegar ollu ummæli Póllandsforseta í
gær titringi, er hann vísaði til þess, að íbúar
Póllands væru mun fleiri í dag ef Þjóðverjar
hefðu ekki drepið þann  fjölda Pólverja sem
þeir gerðu í seinni heimstyrjöld, og vildi að
tekið yrði tillit til þeirrar staðreyndar þegar
vægi atkvæða yrði metin miðað við  íbúafjölda
hvers aðildarríkis. - Að sjálfsögðu fellu þessi
ósæmilegu ummæli í mjög grýttan jarðveg 
flestallra leiðtoga, en sýnir hversu ólík og 
rætin viðhorfin innan ESB eru.

  Sem betur fer er Ísland ekki aðili að ESB og
verður vonandi aldrei. Með stækkun samband-
sins eykst sundrungin og ósættið sem leiða
mun til Stóra hvells í fyllingu tímans.

   Þá yrði gott af  vera utan hans !  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband