Anarkisti í drottningaviðtali í Kastljósi


     Sem kunnungt er hafa regnhlífasamtök anarkista og
vinstrisinnaðra róttæklinga, Saving Iceland, haldið hér
uppi allskyns skrílslátum og skemmdarverkum að undan-
förnu. Athyglissýkin hefur verið með eindæmum, og ekki
verið hikað við að þverbrjóta lög og reglur til að höndla
athyglina, ekki síst fjölmiðla. Því hafa fjölmiðlar verið
gagnryndir réttilega fyrir  að gera þessu liði allt of hátt
undir höfði með umfjöllun sinni um þetta fámenna en
mjög svo háværa og uppvöðslusama lið.

   Því kom það mjög á óvart að sjálft Ríkissjónvarpið skyldi
helga aðal vitalstíma Kastljósins í gærkvöldi í það að hafa
einskonar drottningaviðtal við einn af forsprökkum þessara
stjórnleysingja á Íslandi. Þar var reynt að hafa við hann
eitthvað vitrænt viðtal, sem auðvitað snerist upp í meiriháttar
andhverfu sína og fiflahátt. - Miklu fremur hefðu Kastljós-
stjórnendur átt að kalla til einhverja úr hópi þekktra Vinstri-
grænna sem lýst hafa yfir mikilli samúð og skilningi við
þessa vinstrisinnuðu róttæklinga og stjórnleysingja.
Samhengi orðanna hefðu trúlega betur komist þar til skila,
sem þó er alls ekki víst.
  
    Fiflahátturinn í gærkvöldi verður vonandi ekki endurtekinn !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband