Vinstri grænir öfgafullir róttæklingar


    Hafi einhver verið í vafa um að Vinstri-grænir væru
ofgasinnaðir róttæklingar og stjórnleysingjar í bland,
ætti sá vafi að vera úr sögunni. Það er með ólíkindum
hvernig háttsettir flokksmenn VG verja uppvöðsluskrílinn
í svokölluðum Saving-Iceland í bak og fyrir. Jafnvel þótt
þessi skríll sem aðallega eru iðjulausir útlendingar, þver-
brjóta íslensk lög og reglur í bak og fyrir  viku eftir viku,
þannig að heilu lögregluhópanna þarf að sólarhringsvakta
þennan erlenda ruslaralýð dag eftir dag. - Hvenær  verður 
þessum ófögnuði vísað úr landi?

   Eftirtektarvert er að einn helsti talsmaður Vinstri-grænna
fyrir ,,Saving-Iceland" hópnum sótti í sumar í Berlín  stofn-
fund flokks fyrrverandi austur-þýzkra kommúnista.  Hann
hvetur nú þessa erlendu uppreisnarseggi til dáða við lög-
brotin og skemmdarverkin.

        Þetta er með  hreinum ólíkindum!

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú virðist vilja taka mótmælendur sömu tökum og við í Austur-Þýzkalandi forðum! Flott! Gott að heyra!

Honegger (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Honeggur, ætli það sé nokkuð óeðlilegt við að taka á þeim með sömu tökum og öðrum lögbrjótum sem ögra lögreglu, fara ekki að fyrirmælum hennar og stífla mikilvægar umferðaræðar?

Geir Ágústsson, 24.7.2007 kl. 19:19

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Sammála þér Guðmundur.VG munu bera skaða af fylgisspekt sinni við þessa mótmælendur,þeir eru sjáfum sé verstir.Ég fjalla um þessi mál á bloggsíðunni minni í dag.

Kristján Pétursson, 24.7.2007 kl. 21:43

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Tek heilshugar undir.  Hef margsinnis bent myndlistarmanninum og flokksmanni VG á þessa furðulegu staðreynd, þ.e.a.s að maður sem vill láta taka sig alvarlega í Pólitík verji glæpamenn og þykir það í lagi að brjóta lög.  Fátt hefur verið um viti bori svör frá þessum manni enda öfgarnar og sá brenglaði hugsunarháttur sem einkennir fólk af hans sauðahúsi með ólíkindum.  Ég sagði það margoft fyrir kosningar að það yrði beinlínis hættulegt að hafa VG með í Ríkisstjórn og framferði þeirra sannar það nánast daglega.  Ögmundur vill samstarf við hryðjuverkasamtök, og fjölmargir VG forkálfar lýsa yfir stuðning við samtök sem fremja glæpi á Íslandi.  Þetta er til skammar og vona ég að fylgi VG hrynji endanlega.  Þessi flokkur á ekki heima í íslenskri pólitík og er vart trúanlegur.

Örvar Þór Kristjánsson, 25.7.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband