Einar Oddur kvaddur


   Síðdegis fór fram í Hallgrímskirkju minningar- og
kveðjuathöfn um vin minn Einar Odd Kristjánsson.
Mannfjöldinn var gífurlegur og athöfnin mjög virðu-
leg. Mátti sjá þar m.a  helstu ráðamenn þjóðarinnar,
s.s forsetan, ráðherra og þingmenn. Ekki fór því milli
mála, að hér var verið að kveðja stórbrotinn og merkan
mann, sem skilið hefur eftir sig mörg merk spor í sögu
þjóðarinnar.
.

   Ég var þess gæfu aðnjótandi að fá að starfa  á skrifstofu
Hjálms hf á Flateyri hjá Einari Oddi yfir 20 ár. Það væri að
bera í bakkafullan lækinn að fara hér að  skanna lífshlaup 
Einars. Miklu fremur að fókusa á alla þá mannkosti sem 
hann hafði að bera. Því Einar Oddur var ávalt heilsteypur, 
hreinskilinn og tilfinningaríkur, og kom ætíð til dyranna eins 
og hann var klæddur. Húmoristi sem gat svo sannarlega séð 
spaugilegar hliðar á lífinu og tilverunni hverju sinni, jafnframt 
þvi að skynja alvöru lífsins þegar við átti.  En umfram allt var
Einar Oddur maður friðar og sátta, sem m.a kristallaðist í þjóð-
arsáttinni svokölluðu, sem hann var arkitektinn að,  og þeim
stöðugleika og framförum sem þjóðin hefur notið síðan. Já, Einar
Oddur var þjóð sinni og samferðamönnum álvalt dyggur og
ráðagóður, og þess vegna er hann svo sárt  saknað af mörgum
í dag....

   Um leið og ég votta Sigrúnu Gerðu, Brynhildi, Kristjáni Torfa,
Teiti Birni og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð,
vil ég þakka Einari Oddi fyrir öll okkar góðu og gömlu kynni,
og allt það sem hann mér gaf.

   Guð blessi minningu Einars Odds Kristjánssonar, þess
góða og merka manns !

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband