Hvað eru lögregluyfirvöld að hugsa ?


    Þetta fer nú að verða brandari. Lögreglan eltist við skottið
á sömu lögbrotaliðinu ,,Saving Iceland" dag eftir dag og viku
eftir viku, tekur af því skýrslur, sleppir því svo, þannig að
lögbrotin og skemmdarverkin sem þessi erlendi ruslaralíður
ástundar, geti af því er virðist haldið endalaust áfram.
Með sama áframhaldi fer að verða áhöld um hver ástundar
mestu fiflalætin, lögreglan eða þessi skríll  í svokölluðu
,,Saving-Iceland" liði.

    Skv.Mbl.is voru 8 handteknir á vegum ,,Saving-Iceland"
við Hellisheiðarvirkjun í morgun. 15-20 á vegum þessa
anarkistaliðs voru svo á Selfossi, þar sem einn hafði
klifrað upp í krana. Væntanlega verða framkvæmdar enn
einar skýrslutökunar.

   Hvað eru lögregluyfirvöld að hugsa eiginlega? Eru ekki
allir jafnir fyrir lögunum á Íslandi lengur? Hvers vegna
er ekki þessum erlendu uppvöðsluhópum og lagabrjótum
þá ekki annað hvort settir undir lás og slá, eða vísað hrein-
lega úr landi?  Svona fiflalæti ganga ekki lengur.! Þau
senda kolröng skilaboð út í þjóðfélagið og grafa undan
virðingu fyrir lögum og reglum í landinu. Einmitt það sem
anarkistarnir í þessum stjórleysingjasamtökum eru að
fiska eftir og vinna að.............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Það er til nokkuð sem kallast síbrotagæsla. Ógæfumenn sem eru sífellt að stela einhverju smáræði eru settir í slíkt varðhald svo að almenningur og lögregla geti verið í friði fyrir þeim. Hvers vegna ekki síbrotagæslu fyrir þessa skemmdarverkamenn sem halda sífellt áfram á sömu afbrotabrautinni? Og svo kalla fjölmiðlar þetta mótmælendur! Öllu má nú nafn gefa. Hvenær sem frétt birtist af skemmdarverkum eða dólgslátum þessa hóps, þá er svo hnýtt við fréttina einhverjum óviðkomandi upplýsingum varðandi einhver fyrirtæki og starfsemi þeirra.

Hlynur Þór Magnússon, 26.7.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband