Staksteinar kvarta undan framtaksleysi krata


   Með innkomu sósíaldemókrata inn í ríkisstjórn Íslands var
vitað að hinu mikla framfara-og gróskuskeði sem verið hefur
í íslenzku samfélaga s.l áratug myndi senn ljúka. Ekki voru
liðnar margar vikur frá því að hin nýja ríkisstjórn tók við,  að
hún samþykkti mjög umdeildan niðurskurð í þorskafla lands-
manna. Þessi mikli umdeildi niðurskurður mun bitna þungt á 
fjölda fólks og fyrirtækjum, ekki síst vegna þess að þær mót-
vægisaðgerðir  sem  samþykktar voru  í kjölfar  þeirra voru í
skötulíki. Snerta þá aðila sem mest verða fyrir áföllunum nær
ekkert, enda byggðar í grunnin á sósíaliskri hugmyndarfræði
um óígrundanðan fjáraustur úr ríkissjóði, eitthvað sem kratar
kunna svo vel að meta.

   En samfara sósíaliskri mengun hugarfarsins innan hinnar
nýju ríkisstjórnar með tilkomu krata var vitað að þeim fylgdi
doði og framtaksleysi á sem flestum sviðum öðrum en þeim,
að stofna til allskyns eyðslu af opinberu fé, án þess að skapa
virðisauka á móti. Í dag kvarta t.d Staksteinar Morgunblaðisins
yfir framtaksleysi viðskiptaráðherra varðandi lækkun matvara
við lækkun virðisaukaskatts í vetur. En sem kunnugt er vakti
ASÍ athygli á því að verðlækkanir vegna lækkunar virðisauka-
skatts hefðu ekki skilað sér til almennings. Viðbrögð viðskipta-
ráðherra virðist vera þau að fela Neytendastofu að vinna fram-
kvæmdaáætlun um rafrænar verðkannanir fyrir 1 júni 2008.

   Staksteinum blöskrar framtaksleysið og segja. ,,Fyrri ríkis-
stjórn lagði þunga áherzlu á að lækkun virðisaukaskatts á
matvæli skilaði sér til neytenda. Verðkönnun ASÍ benti til að
þau áform hefðu ekki tekizt. Viðskiptaráðherra kvaðst mundu
kynna sér málið. Það getur ekki verið að niðurstaðan sé
"framkvæmdaáætlun um rafrænar kannanir", sem sjálfsagt er
góðra gjalda verð en á ekki að koma til framkvæmda fyrr en
upp úr miðju ári 2008. - ER ÞETTA FRAMKVÆMDASEMI SAM-
FYLKINGAR?".

   Þetta er laukrétt ábending Staksteina. Framtaksleysi  krata
í ríkisstjórninni er nær algjört, auk þess sem þeir standa gegn
hverju  framfaramálinu á fætur öðru, sbr. hugmyndin um
byggingu olíuhreinsunarstöðvar á Íslandi.

   Það voru mikil mistök hjá Sjáfstæðisflokknum í vor að mynda
ríkisstjórn með sósíaldemókrötum, í stað þess að halda áfram
í fyrrverandi ríkisstjórn þar sem frjálslynd, framfarasinnuð og
borgaraleg sjónarmið og viðhorf réðu ríkjum. Aðkoma Frjáls-
lyndra að þeirri ríkisstjórn hefði verið sjálfsögð til að styrkja
hana enn frekar. Þá hefði loks orðið til tvær megin fylkingar
í íslenskum stjórnmálum. Sú borgaralega, og  sú til vinstri.
Því gullna tækifæri glutruðu sjálfstæðismenn, og sitja nú
uppi með framtakslitla vinstrimenn í ríkisstjórn, sem hugsa
um það eitt að þenja út ríkisbáknið án þess að virðisauki
komi á móti..............



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband