Kratar vilja koma í veg fyrir olíuhreinsunarstöð


  Nú liggur það endanlega fyrir. Kratar munu allt til gera
að koma í veg fyrir að byggð verði olíuhreinsunarstöð á
Íslandi. Umhverfisráðherra sagði í kvöldfréttum sjónvarps
að slík stöð væri óraunhæður kostur, og iðnaðarráðherra
hefur hvað eftir annað talað gegn slíkri framkvæmd. Sagt
var frá því í fréttum í gær að framkvæmdir við  olíuhreins-
unarstöð á Vestfjörðum gætu hafist næsta sumar. Bæjar-
stjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt breytingar á aðal-
skipulagi, sem heimila slíka stöð í Hvestu í Arnarfirði. Vitað
er að bæjarstjórn Ísafjarðar skoðar málið einnig á jákvæð-
um nótum.

   Í viðtali við umhverfismálaráðherra var því m.a borið
við að slík starfsemi rúmist ekki innan losunarheimilda
Kyoto-samningsins. Í viðtali við Blaðið í gær sagði Ólafur
Egilsson einn af talsmönnum stöðvarinnar að ,,stóriðja
er skilgreind sem annað hvort þungaiðnaður eða orku-
frekur iðnaður. Olíuhreinsistöð er hvorugt þessa.  Kol-
tvísýringurinn í svona stöð verður til með öðrum hætti
en í álverum, þ.e við bruna í orkuframleiðslu því stöðin
framleiðir hluta af orku sinni sjálf úr jarðolíunni. Heim-
ildir til reksturs hennar snerta því ekki stóriðjukvóta
Íslands skv. Kyoto-samkomulaginu, heldur almenna
kvótann sem hefur ekki verið fullnýttur." Þá segir
Ólafur að nú séu að koma fram nýjar leiðir til að glíma
við koltvísýring. ,,Í Hollandi er t.d - þótt í litlum mæli sé
- að leiða hann beint í gróðurhús þ.s koltvísýringur örvar
vöxt blóma og ávexta. Það kæmi vel til greina að kanna
möguleika á gróðurhúsarekstri hér í nánd við stöðina og
eðlilegt að það sé skoðað." - Þá má geta þess að fram
hefur komið að olía og bensín frá þessari stöð yrði mun
hreinni en það eldsneyti sem við notum í dag og yrði því
mengunin mun minni af þeim sökum. Taka verður allt slíkt
inn í dæmið.

  Ljóst er að Samfylkingin hefur ákveðið að stöðva þetta
mál þótt meirihluti þjóðarinnar sé því hlynnt . Spurn-
ingin er hvort sjálfstæðismenn ætli að láta krata stöðva
þetta mikla þjóðþrifamál eins og svo mörg önnur. Ef
svo verður, stefnir allt í að núverandi ríkisstjórn verði
sú afturhaldssamasta á lýðveldistímanum, með viðeigandi
stöðnun og kreppu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er ábyrgðarlaust hjal. Olíuhreinsistöð í þröngan fjörð á Vestfjörðum...ég held að menn séu endanlega galnir.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.8.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: ambattur

Er að engu metin þau störf sem þessi stöð mun veita. Það er ekki langt síðan menn voru grátandi í sjónvarpinu yfir að öll störfin væri farin.

ambattur, 19.8.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég heyrði nú þetta viðtal og gat ekki heyrt að hún aftæki að olíuhreinsunarstöð yrði reyst. En hún benti á að væntingar um að bygging hennar hæfist innan árs væri ekki raunhæf. Enda þarf að gera viðamiklar rannskóknir áður og umhverfismat. Þá má benda á að það þarf að kanna hvort að stór skip geti afhafnað sig þarna. Þá benti hún einnig á að á næstu árum verður dregið úr losunarheimildum sem við höfum og því rúmast losun olíuhreinsunarstöðvar ekki innan þeirra losunarheimilda sem við höfum. Þá finnst mér hæpið hjá þér að byggja alla þína skoðun á fyrrum sendiherra sem hefur að ég held ekki mikla þekkingu á olíuhreinsunarstöðvum. Enda starfar hann fyrir rússneskt fyrirtæki. Og það að finnst mér gruggugt að þeir vilji vinna olíunna hér þegar þeir hafa meira umburðarlyndi gagnvart umhverfismengun heima hjá sér sem og ódýrara vinnuafl.

En ef ég man rétt sagði Ólafur í upphafi að það væri sáralítil útblástur frá svona stöð. Það hefur nú verið hrakið.

Þórunn sagði að hún persónulega væri frekar á móti þessu en ekki eins og þú segir: "Nú liggur það endanlega fyrir. Kratar munu allt til gera að koma í veg fyrir að byggð verði olíuhreinsunarstöð á
Íslandi."

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.8.2007 kl. 00:51

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Hættu að reyna að verja Samfylkinguna í þessu máli. Stefnan er skýr eins og hjá Vinstri-grænum. Engin olíuhreinsistöð
á Vestfjörðum. Engin stóriðja. Ekkert, bara stöðnun og kreppa.
Jú annars, sem sýnir þó tvískinningnn hjá Össuri og Co þessa dagana. Það má leita eftir olíu, og vinna hana finnist hún, en það
má alls ekki hreinsa hana. Hverskonar rugl/bull pólitík er hér á
fer?  Ragnar Reykhás yrði kjatstopp við að heyra svona kjaftæði.

Manni rennur blóðið til skyldunnar Magnús vera Vestfirðingur í
húð og hár horfandi upp á núverandi stjórnvöld taka lífsbjörgina
frá fólinu og fyrirtækjunum án þess að nokkuð komi í staðin.
Þegar svo kemur meiriháttar hugmynd sem gæti komið heilum
landsfjórðingi til bjargar þá er blásið á það og reynt með öllu
móti að koma í veg fyrir mað.  Slíkir aðilar eru pólitískir hryðjuverkamenn í mínum huga, og eiga að hverfa af hinu
pólitíska sviði hið snarasta!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.8.2007 kl. 10:56

5 identicon

Heill og sæll, Guðmundur Jónas og skrifararnir !

Jón Frímann - Jón Ingi og Magnús Helgi ! Það sannast, með hverjum deginum, sem líður; að Samfylkingin er, svo töluð sé ómenguð íslenzka RUSLARAPAKK,, sem draga vill niður allt mannlíf, á landsbyggðinni. Engar lausnir - engar raunhæfar áætlanir - ekkert,, er stefnumið þessa skrípis, sem vill láta Íslendinga taka sig alvarlega, svei attann. Samansafn stofusósíalista og pappírafroðusnakka.

Þið ættuð, að skammast ykkar, vesalmennin, horfandi upp á landsbyggðarkjarnana blæða, meir og meir, fyrir Reykjavíkur aðalinn.

Guðmundur Jónas á heiður skilinn, fyrir elju sína og dugnað, við að fletta ofan af ráðleysis rugli Reykjavíkurstjórnarinnar. Næg eru tilefnin, því miður.

Með blendnum kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 14:16

6 identicon

Hugði, Magnús Helgi, að þú, minnsta kosti; sæir í gegnum fólk, eins og Þórunni Sveinbjarnardóttur og Kristján L. Möller, hvers lags úrtölu hympigymisháttur þeirra væri, að fleirrum ónefndum, innan þessa flokksskrípis ykkar.

Vona, að þú sjáir að þér, og gangir til liðs, við hina ágætu sveit þungavigtarmannanna í Frjálslynda flokknum. Þá væri vel.

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband