Áframhaldandi borgarstjórnarsamstarf brostið


   Ein af grunnstoðum sérhvers samstarfs er TRÚNAÐUR og
TRAUST. Alveg sérstaklega á þetta við um stjórnmálin. Allir
sem eitthvað hafa fylgst með deilunum um Orkuveitu Reykja-
víkur og útrás hennar á orkusviðinu á vettvangi borgarstjórn-
ar, sjá að þar er allt sem flokka má undir TRÚNAÐ og TRAUST
 fyrir bí. Gjörsamlega fyrir bí!

   Sjálfstæðisflokkurinn logar stafna á milli. Borgarstjórinn er
rúinn öllu trausti þar á bæ. Þegar svo er komið er vandséð
hvernig slíkum flokki er treystandi í samstarf lengur. Og 
fyrir Framsóknarflokkinn alls ekki, þegar það við bætist að
innan  Sjálfstæðisflokksins  voru ræddar hugmyndir  um að
slíta samstarfi við Framsókn og mynda nýjan meirihluta með
Vinstri-grænum  eins  og Mbl. greinir frá í dag. Slík óheilindi
gagnvart samstarfsflokknum er  eins  og köld vatnsgusa í
ljósi þess sem undan er gengið. Því grunnrótin af öllu þessu
stórklúðri er borgarstjórinn sjálfur.  sem kemur úr röðum
sjálfstæðismanna.  - Að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
reyni að hvítþvo sig sem saklausa engla samhliða ,,stuðningi"
við þennan sama borgarstjóra, er fráleitt, enda gengur ekki
upp. Þá eru hugmyndir borgarfulltrúa sjálfstæðismanna að
einkavæða REI alfarið, svo að svokölluð hugmyndafræði þeirra
gangi upp, óásættanleg fyrir samstarsflokkinn. Málið er í hnút.

   Framkoma sjálfstæðismanna gagnvart framsóknarmönnum
í vor var afar ódrengileg, þegar þeir slitu 12 ára farsælu ríkis-
stjórnarsamstarfi með  engum rökum. Þann leik eiga framsókn-
armenn ekki að láta þá komast upp með aftur. Þeir eiga að slíta
núverandi borgarstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn nú
áður en sjálfstæðismönnum þóknast, sbr. frétt í Mbl. í dag.
Enda þarf Framsókn heldur betur að taka til  í sínum eigin ranni 
eins og mál hafa skipast. Það er líka augljóst !

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Enginn rök???

ég spyr. hefðir þú viljað hafa Árna Jónssen sem oddamann og þannig gefið honum völd til ákveða örlög ríkisstjórnarinnar?

Vandamálið var að það var mikil óneining útávið innan framsóknar. að vera með 1 manns meirihluta er lítið. að gefa þannig völd að 1 þingmaður geti felt ríkisstjórnina hefði leitt til meira kjördæma pots en við höfum áður þekkt og ríkisstjórnin hefði í raun verið lömuð.

Nei það var bara ekki grundvöllur fyrir samstarfinu lengur. því miður segi ég. mér fynnst samvinna við samfó ekki spennandi kostur. 

Fannar frá Rifi, 8.10.2007 kl. 13:29

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fannar. Að sjálfsögðu átti að láta reyna á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf þótt meirihlutinn væri tæpur. Mörg dæmi um
að það hafi gengið vel. Auk þess lá fyrir að Frjálslyndir voru
tilbúnir að styrkja stjórnina. Þá hefði loks skapast skörp skil í
íslenzkum stjórnmálum til langframa. Annars vegar mið/hægri
blokk og svo sundurleit vinstri-blokk. Því miður hafði hin nýja
forysta Sjálfstæðisflokksins enga áhuga á þessu, heldur myndaði
stjórn með vinstrisinnuðum og Evrópusambandssinnuðum krötum, sem ég var afar óhress yfir.

Ef ríkisstjórnarmeirihlutinn fyrrverandi var ótæpur og óeining
innan Framsóknar í vor var þess valdandi að Sjálfstæðis-
flokkurinn sleit samstarfinu, má það ekki beita sömu rökum
nú, en undir öfugum formerkjum ?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.10.2007 kl. 14:08

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Prentvilla. ,, Ef ríkisstjórnarmeirihlutinn fyrrverandi var TÆPUR"
(ogsvframv)..............

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.10.2007 kl. 14:12

4 Smámynd: Fannar frá Rifi


Ég get nú sagt það að hér, að ég hef ekki mikla trú á að núverandi ríkistjórnar samstarf endist út kjörtímabilið. það á eftir að koma upp mikil óneining. evru og esb umræður geta orðið kveikjan að þeim þó þær (deilurnar) eiga kannski ekki eftir að snúast um esb eða evruna.

Það ber hinsvegar að hafa í huga að enn ríkir óvissa með það hvað gerist á vor og sumarmánuðum 2009. þá mun Heilög Jóhanna verða Þingforseti. einhverjar uppstokkanir og hrókeringar munu eiga sér stað í báðum flokkum. eða allavega hef ég trú á því. gæti vel verið að Formennirnir losi sig á þeim tímapunkti við óþægilega einstaklinga úr "gamla" hópnum. spurning hvort Össur verði gerður að sendiherra eða eitthvað álíka.   

Fannar frá Rifi, 8.10.2007 kl. 15:04

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Kom björn ingi þarna hvergi við sögu.  Eitthvað hefur hann talað um að selja beri REI, eða er ekki svo.  En hver myndi selja ofanaf sér á hálfvirði?  Að selja REI jafngildir því.  En það gildir sjálfsagt annað þegar verið er að "selja" vinum sínum eigur borgaranna.  Spyrjið bara Mr. Ingolfsson fyrrverandi varaformann.  Hann veit allt um það mál.  Meinleg örlög framsóknar, að leggja allt í hendurnar á nýfrjálshyggjumönnum!

Auðun Gíslason, 8.10.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband