Lúmsk tillaga um ESB


   Þingmenn Samfylkingarinnar þau Ágúst Ólafur Ágústsson
og Katrín Júlíusdóttir hafa lagt fram þingsályktunartillögu á
Alþingi, þar sem lagt er til að skipuð verði nefnd til að kanna
hvort  aðild  Íslands  að  Evrópska  efnahagssvæðinu (EES)
brjóti gegn stjórnarskrá Íslands. Hér er um þaulhugsaða
en jafnframt afar  lúmska  tillögu  að  ræða. Fyrir nokkrum
dögum boðaði Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra og formað-
ur Samfylkingarinnar breytingu á sjálfri stjórnarskránni. Taldi
hana m.a koma í veg fyrir aðild Íslands að sjálfu Evrópusam-
bandinu, sem er eitt helsta keppikefli krata um þessar mundir.

    Tillaga tvímenningana er afar lúmsk eins og fyrr sagði. Reyna
á fyrst að fara bakdyramegin við breytingar á stjórnarskránni
svo hún verði ESB-hæf. Því ljóst  er  að  komi ekki  til verulegar
breytingar á stjórnarskránni varðandi fullveldisréttinn og önnur
atriði er lúta af yfirþjóðlegu valdi, er ESB-aðild óhugsandi. Þetta
vita kratar, og ætla því að luma breytingunum inn á forsendum
EES-samningsins. Telja sig fá betri hljómgrunn með þeim hætti.

   Það er því afar mikilvægt að ALLIR ÞINGMENN sem andvígir eru
aðild Íslands að ESB í dag standi vaktina og komi í veg fyrir hið
lúmskulega ráðabrugg kratana. Ekki síst í ljósi þeirrar yfirlýsingar
utanríkisráðherra um að slíkar stjórnarskrárbreytingar séu afar
nauðsynlegar nú varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.

  Tekið  verður því  mjög vel eftir hvernig hver og einn þingmaður
bregst við þessu lævíslega ráðabruggi Samfylkingarinnar í því að
koma Íslandi inn í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband