Stórsigur Svissneska þjóðarflokksins


   Svo virðist að Svissneski þjóðarflokkurinn hafi unnið
stórsigur í þingkosningunum í Svíss í dag. Fær hátt í
30% atkvæða. Flokkurinn lagði áherslu á svissnesk
gildi, andstöðu við aðild Sviss að Evrópusambandinu
og almenna andstöðu  gegn  svokallaðri alþjóðavæð-
ingu. Svo virðist að slíkar áherslur séu víða í  sókn um
þessar mundir, og fá flokkar sem að slíkum viðhorfum
standa aukið fylgi og áhrif. Má þar nefna Danska þjóð-
arflokkinn, Norska framfaraflokkinn, og sambærilega
flokka í Frakklandi, Belgiu, Austurríki og víðar.

   Athyglisverð umfjöllun er í MBL í dag um Dr. Liah
Greefeld við Boiston háskóla sem heldur því fram að
áhrifa Vesturlanda fari þverrandi,  og að þjóðhyggjan
sé grunnur nútímahugsunar. Að þjóðhyggjan sé í
raun orðið mikið hreyfiafl og verði undirstaða sam-
félagsgerðar okkar, og í raun móti hún hverja okkar
hugsun í dag og í framtíðinni.

   Því hefur ofar en ekki verðið haldið fram að margir
öfgafullir alþjóðasinnar hafi fyrir löngu farið fram úr
sjáfum sér, og hafa þegar stuðlað að alvarlegum
vandamálum og fyrirsjáanlegum hættulegum átökum.
Að steypa allt í sama mót gangi aldrei upp í heimi
margbreytileikans. Margbreytileikinn er staðreynd,
hefur og er og verður ætíð fyrir hendi. Að neita að
horfast í augu við það séu hinu raunerulegu hættu-
legu fordómar.

   Allar þjóðir, kynþættir og menningarheimar tilheyra
einu heimstré og eru greinar þess. Allar þessar ólíku
greinar eiga að fá að lifa og blómstra. Eiga ALLAR 
jöfn tækifæri til lífsins. - Þannig hafi skaparinn hugsað
það, og því skapað þennan undursamlega margbreyti-
leika. Til VARÐVEISLU. Þ.á.m hina íslenzku grein.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband