Víkingasveitin. Hvers vegna 52 en ekki 100 ?


   Á Mbl.is í kvöld er  sagt frá 25 ára afmæli Víkingasveitar-
innar svokölluðu. Í henni eru nú aðeins 42 lögreglumenn.
Aðeins á að fjölga í henni um 10 á næsta ári. Þetta er afar
lítil fjölgun í ljósi gjöbreyttra aðstæðna í öryggis- og varnar-
málum. Í ljósi þess hefði mátt ætla að verulega yrði fjölgað
í Víkingasveitinni. Og hvað er orðið að áformum dómsmála-
ráðherra um varalið lögreglu sem kynnt var í tíð fyrrverandi
ríkisstjórnar ?

   Kannski enn eitt dæmið um ráðríki samstarfsflokksins í
ljósi síðustu atburða á stjórnmálasviðinu ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Gylfason

ja ég er sammála þér

Hlynur Gylfason, 22.10.2007 kl. 22:12

2 identicon

Við þurfum ekki séraðgerðasveit sem er fjölmennari en 50 manns. 40 er líklega alveg nóg.

Hinsvegar vantar okkur varnarlið sem er þjálfað og útbúið fyrir umfangsmeiri skipulögð átök og það ætti að vera töluvert fjölmennara en 100 manns.

Mér þætti það skynsamlegast að reyna að aðskilja borgaralegu löggæsluna og harðari varnir, hafa skipulag á vopnaðri löggæslu meira í átt við það sem tíðkast í Bretlandi en hafa séraðgerðasveit, varnarlið, landhelgisgæslu og Ratsjárstofnun saman innan annarar stofnunar.  

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hans. Var að hugsa á sömum nótum og þú, Víkingasveitin gæti
orðið vísirinn að öllu slíku sem þú talar um. Þess vegna er ég ósáttur um áherslur og framlög til þessara veigamiklu mála....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.10.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband