ESB-umræðan innan Sjálfstæðisflokksins komin á fullt


  Ekki verður  annað sagt en að umræðan um aðild Íslands að
Evrópusambandsins sé komin á fullt skrið innan Sjálfstæðis-
flokksins. Guðfinna S. Bjarnadóttir  þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins lýsti því yfir á fundi Viðskiptaráðs í gær að ekki væri
lengur spurning hvort Ísland myndi ganga í ESB heldur hven-
ær. Þannig hefur Guðfinna tekið skýra afstöðu til þessa stóra
máls.  Athygli vakti að Guðfinna  þótti  sérstök  ástæða til að
koma þessari skoðun sinni á framfæri eftir að Björgvin G. Sig-
urðsson viðskiptaráðherra  hafði ítrekað þá skoðun sína  og
Samfylkingarinnar á fundinum  að Ísland ætti að ganga í ESB
og taka upp evru. Guðfinna tók undir hvert orð viðskiptaráð-
herra skv. því sem fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

  Það er því ljóst að ESB-sinnar innan Sjálfstæðisflokksins eru
nú að blása til stórsóknar um að flokkurinn breyti afstöðu
sinni til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Enda var til
ríkisstjórnarsamstarfs við Samfylkingarinnar  stofnað  með
miklum þrystingi frá þeim öflum innan flokksins sem vilja að
Ísland gerist aðili að ESB. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
hefur látið þau orð falla að komi til átaka innan flokksins um
Evrópumál muni það kljúfa flokkinn. -

  Innanflokksátökin í Sjálfstæðisflokknum virðast því ekki ein-
skorðast við borgarmálefnin. - Flokkurinn virðist sigla hratt í
allsherjar hugmyndafræðileg  pólitísk átök, líka á landsvísu.
Sem segir eitt. - Flokksforystan er veik, eftir að hafa gert
meiriháttar  misstök við ríkisstjórnarmyndunina í vor.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Já, að semja við Samfylkinguna um ríkisstjórnarsamstarf var alveg svakalegur afleikur hjá forystu Sjálfstæðisflokksins. Félagar í Sjálfstæðisflokknum eiga að krefjast svara við því hverjir ákváðu þetta. Það var boðið upp á annan möguleika sem hefði verið miklu skynsamlegri og heilbrigðari í alla staði.

Magnús Þór Hafsteinsson, 23.10.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það voru mikil mistök Magnús hjá flokksforystu Sjálfstæðisflokksins
að láta ekki einu sinni reyna á það að ræða við Frjálslynda til að
styrkja fyrrverandi ríkisstjórn. Hefði verið mjög áhugavert ef það
hefði fengist rætt og skoðað...........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.10.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég spái því að Guðfinna Bjarnadóttir verði ekki lengi á þingi og þessi rödd hennar muni því ekki hljóma lengi innan þingflokksins. Hún er á fullu í ráðgjafastörfum, m.a. í utanríkisráðuneytinu og hefur að sögn lýst áhuga á forstjórastöðum.

Gestur Guðjónsson, 23.10.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband