Staksteinar gera grín að Össuri

 

   Statsteinar Morgunblaðsins gera í dag grín að iðnaðarráðherra
og ráðherra byggðamála Össuri Skarphéðinssyni. Segja að honum
finnist  voða gaman að vera ráðherra, og vísar til þess hvernig ráð-
herra skemmti sér á bloggsíðu sinni dag og nótt. Ekki er skrítið að
Mbl. geri grín og blöskri, enda er ráðherra  búinn  að  vera á slíku
útrásarflippi um heim allan, að fá dæmi er um slíkt. Á sama tíma
blæða byggðunum út um land allt, sem er aðeins forsmekkur þess
sem koma skal er nýtt ár tekur við. Svokallaðar  mótvægisaðgerðir
Össurar virka nefnilega engan veginn, enda einn stór gálga-brand-
ari. Á sama tíma býr þjóðin við mestu verðbólgu í 17 ár, og neyðar-
ástand hefur  skapast á húsnæðismarkaði hálfu ári eftir að kratar
tóku þar við  málum. - Og svona má lengi lengi telja..

  Er að furða að Morgunblaðið gerir grín og blöskri. Kratastjórn Geirs
H Haarde  er endanlega að ganga sér til húðar í efnahags- og vel-
velferðarmálum. -   Nokkuð sem allir máttu sjá fyrir........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband