Farið að hvessa á stjórnarheimilinu


   Heldur betur  er farið að  hvessa  á  stjórnarheimilinu.
Skrif  Össurar  Skarphéðinssonar, iðnaaðarráðherra, um
Gísla Martein Baldursson  eru með  hreinum eindæmum.
Það er eins og  ráðherrar Samfylkingarinnar  átti sig ekki
á gjörbreyttri persónulegri stöðu sinni við það að setjast
í stól  ráðherra í  ríkisstjórn Íslands. Þannig  er munnsöfn-
uður Össurar sem ráðherra  um Gísla Martein alls ekki við
hæfi. Á sama hátt var það Björgvini G Sigurðssyni alls ekki
við hæfi þegar hann sótti flokksþing breska Verkamanna-
flokksins í sumar, þá sem ráðherra í ríkisstjórn Íslandi. Auk
þess sem það hefur alls ekki verið við hæfi þegar sami ráð-
herra þráfaldlega talar niður mynt þjóðarinnar, og það sem
viðskiptaráðherra.   - Það er eins og að ráðherrar Samfylk-
ingarinnar geri í því að verðfella embætti ráðherra á Íslandi.
Kannski einn liður í Evrópusambandsferli þeirra.

  Myndun núverandi ríkisstjórnar þar sem óstjórntækir sósíal-
demókratískir Evrópusambandssinnar voru leiddir til vegs og
virðingar í íslenzkum stjórnmálum, voru herfileg mistök. Sjálf-
stæðismenn eru loks farnir að súpa seyðið af því.  Og verði
þeim það að góðu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Já, þetta á eftir að verða Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt.

Magnús Þór Hafsteinsson, 21.2.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Biddu við, hversvegna mátti Björgvin G. ekki fara á Verkamannaflokksþingið?  Þetta hafa frammámenn flokkanna stundað lengi.

Meiri tískubólan þetta orðskrípi  "Stjórntækur/óstjórntækur".  Nýfarið að heyrast!

Meira fjaðrafokið útaf þessu bulli í Össuri.  Annars sýnist mér nú Össur hafa reddað pólitískri framtíð Gísla.  Núna hafa allir(?) samúð með Gísla, því þó Össur taki óþarflega til orða, þá var nú ekki í Gísli efstur á vinsældalistanum á hinum ýmsu stöðum.  En hvað er betra fyrir stjórnmálamann í óvissu ástandi og ólgu en einmitt góður pakki af samúð?  Á eftir að gagnast Gísla vel, ef hann heldur stillingu sinni.

Auðun Gíslason, 22.2.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Auðun. Alveg dæmigert hugsanarháttur alþjóðasinnaðs krata.
RÁÐHERRA er enginn venjulegur stjórnmálamaður. Hann er einn
hluti íslenzkst stjórnskiplags og framkvæmdavalds íslenzka lýðveldi-
sins. Sem slíkur fer hann ekki að skipta sér af INNANRÍKISMÁLUM annara ríkja. Þannig myndi koma bresks ráðherra á flokksþings einshvers stjórnmálaflokks á Íslandi verða litin sem afskipti af íslenzkum innanríkismálum. Svona grundvallaratriði skilja ekki
alþjóðasinnaðir kratar. Fullveldi, sjálfstæði og landamæri ríkja er
þeim eins framandi og karlinn í tunglinu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.2.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband