Álið bjargvætturinn í efnahagslægðinni !


   Nú þegar hvert óveðursskýið hrannast upp í efnahagsmálum,
nú síðast loðnuveiðibann, geta menn rétt ímyndað sér hvernig
ástandið væri, ef ekki hefði komið til hinnar miklu uppbyggingar
í áliðnaði á undanförnum árum undir forystu  fyrrverandi ríkis-
stjórnar. (Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) .Og nú er svo
komið að útflutningstekjur á áli gæti orðið meiri en af sjávarút-
vegi á þessu ári. Þetta er ómetanlegt fyrir þjóðarbúið allt, þegar
að kreppir eins og allt bendir til. Því er nauðsynlegt  að  við
höldum áfram að nýta þær orkulindir sem við höfum yfir að ráða,
svo framanlega sem við ætlum að halda hér uppi ásættanlegu
velferðarþjóðfélagi. Framleiðsla sem eykur þjóðar-og ekki síst
gjaldeyristekjur er þar frumforsenda þess. Það er ekki flóknara
en það...

   Brýnt er  því  að  menn  standi  vörð  um   svokallða  ,,íslenzka
ákvæðið" sem við féngum í Kyoto-samkomulaginu 1995-1997 varð-
andi nýtingu endurnýjanlegrar orku. En svo virðist sem Samfylking-
in ætli að koma í veg fyrir það eins og svo með mörg önnur þjóð-
þrifamál.  Það má ALLS EKKI GERAST, og allra síst eins og efnahags-
horfur eru í dag og í ljósi mikils aflasamdráttar. Ríkisstjórnin er að
komast í eindaga með ákvarðanatöku í málinu.  Hinar nauðsynlegu
álversframkvæmdir við Húsavik og Helguvík gætu fallið eða staðið
með því að íslenzka ákvæðið haldi.

  Menn geta svo hugsað hver staða okkar væri í dag ef stefna t.d
Vinstri-grænna hefði ráðið för í nýtingu orkuauðlindanna á síðustu
árum. Þá væri hér virkileg hætta á alvarlegu kreppuástandi. Sem
betur fer hafa Vinstri grænir verið áhrifalausir í landsstjórninni og
hafa því ekki getað komið í veg fyrir þá mikilvægu uppbyggingu
sem orðið hefur í ísleznsku atvinnulífi. Því miður hefur Samfylkingin
nú komist til óheillavænlegra áhrifa í íslenzkum stjórnmálum og er
nú orðin helsti dragbíturinn í allri atvinnulegri uppbyggingu.

   Íslenzka þjóðin þarf nú á að halda kröftugri borgaralegri ríkisstjórn
sem hikar ekki við að ráðast í þau verkefni sem viðhalda stöðugum
hagvexti og hagsæld, ÍSLENZKRI  ÞJÓÐ til heilla!!!!!! 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Guðmundur.

Skortur á áli á álmörkuðum má ætla að heimsmarkaðsverð á áli fari hækkandi á miðju árinu (2008) fram til 2009 og hækka enn meir á næstu árum.Viðsnúningur í utanríkisviðskiptum verður einungis í Íslenska álgeiranum en hvergi annarsstaðar eins og málin hafa þróast, þar sem álútflutningur eykst en innflutningur dregst saman og í takt við minnkandi útgjöld,  gera má ráð fyrir samdrætti í fjarfestingu atvinnuvegana á þessu ári þar sem stóriðjuframkvæmdu er mestu lokið. Útflutningsverðmæti  áls mun í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafurða á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Kaupþings. Vitna ég   í Kaupþing á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja.Kaupþing segir einnig að samkvæmt útreikningunum megi búast við að útflutningsverðmæti áls aukist úr rúmum 80 milljörðum króna í um 135 milljarða á þessu ári og verði komið í um 140 milljarða á árinu 2009.Niðurskurður á þorskkvóta um þriðjung kemur hins vegar niður á útflutningnum og er reiknað með að kostnaður niðurskurðarins verði á bilinu 15 -20 milljarðar á ári.  Og þá er loðnu veiðin ekki með talin.Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 23.2.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já mjög gott að draga þessar upplýsingar fram Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2008 kl. 02:28

3 identicon

Glæsilegur pistill hjá þér Guðmundur.  Svo sannarlega tími til kominn að menn snúi af þeirri leið að halda að áliðnaðurinn sé eitthvert svarthol sem þurfi að varast.

Ævar (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mjög góður pistill.

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála síðasta ræðumanni.  Og annað ég er ekki viss um að við værum í þessari stöðu ef við byggjum ekki við arfavitlaust kvótakerfi sem hefur innbyggt að eyða sjálfu sér innan frá, með brottkasti og allskonar eyðileggingu.  Þar hafa farið milljarðar í súginn, sem aldrei fóru inn í hagkerfi okkar. 

Það þarf að endurskoða kerfið og fara meira út í vistvænar veiðar og veiðarfæri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband