Félagsmálaráðherra lækkar í raun almannatryggingar


   Það má með sanni segja að sú ,,hækkun" almannatrygginga
um 4% sem félagsmálaráðherra kynnti í dag sé í raun LÆKKUN
miðað við ÓÐAVERÐBÓLGUNA sem nú geysar og sem félagsmála-
ráðherra ber fulla ábyrgð á!  Það má því einnig með sanni segja
að síðan Jóhanna Sigurðardóttir settist í stól félagsmálaráð-
herra  hafa kjör hinna verst settu í þjóðfélaginu STÓRVERSNAÐ.
Við þetta bætist allsherjar upplausnarástand á íbúðamarkaði,
þar sem hinir verst settu standa verst að vígi.

   Hver hefði trúað á slíkt ástand fyrir 10 mánuðum miðað við
allar þær hástemmdu yfirlýsingar  sem Samfylkingin  gaf fyrir
síðustu kosningar um stórbættan hag fyrir hina verst settu ?

  Auðvitað ber félagsmálaráðherra ekki einn ábyrgð á ástandinu.

  Það gerir hin ráðvillta og duglausa ríkisstjórn  sem nú situr,
en sem félagsmálaráðherra ber þó fulla ábyrgð á!

 


mbl.is Lífeyrir almannatrygginga hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst nú ekki rétt hjá þér að hjóla í Jóhönnu sem  hefur verið með þennan málflokk í 3 mánuði. Áður var það Heilbrigðis og tryggingarmálaráðuneyti og Guðlaugur var með þetta. En svona til að gleðja þig þá tók ég eftirfarandi af tr.is sem sýnir að Jóhanna er sko að vinna:

Frá og með 1. apríl munu tekjur maka ekki lengur hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega. Frítekjumark verður sett á fjármagnstekjur og atvinnutekjur og vasapeningar hækka. Þetta er meðal þess sem frumvarp um breytingar á almannatryggingalögum sem samþykkt var á Alþingi í gær, kveður á um.

Markmið með nýjum lögum er að bæta hag aldraðra og öryrkja, ekki síst með því að draga úr of- og vangreiðslum lífeyris. Frumvarpið er byggt á niðurstöðum verkefnisstjórnar félags- og tryggingamálaráðherra og yfirlýsingu ríkisstjórnar.

Athygli er vakin á að þessar lagabreytingar hafa ekki áhrif til hækkunar hjá öllum lífeyrisþegum.

Breytingarnar fela m.a. í sér:

1. apríl 2008

  • Skerðing bóta vegna tekna maka verður afnumin.
  • 90.000 kr. frítekjumark á fjármagnstekjur á ári gildir frá 1. janúar 2007. Leiðrétting vegna ársins 2007 verður gerð við endurreikning þess árs.  Þann 1. apríl kemur til greiðslu leiðrétting vegna 2008 til þeirra er þessi breyting varðar.
  • Skerðingarhlutfall vegna tekjutenginga ellilífeyris lækkar úr 30% í 25%.
  • Vasapeningar hækka í 38.225 kr. á mánuði og frítekjumark verður afnumið.

1. júlí 2008

  •   Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega 67-70 ára hækkar í 100.000 kr. á mánuði.        
  • Aldurstengd örorkuuppbót hækkar.
  • Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna örorkulífeyrisþega verður 25.000 kr. á mánuði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þetta er allt gott og blessað Magnús minn. En miðað við það hrika-
lega ástand sem hefur verið að skapast í okkar efnahagsmálum og
sem fyrirsjáanlegt er að muni gerast á næstu misserum og mánuðum mun eiga sér GRÍÐARLEG kjaraskerðing sem munu lenda á þeim verst settu. Því þessi handónýta ríkisstjórn gerir ekki nokkurn skapaðan hlut, nema þá að eyða tíma og fjármunum í
eindæmis vitleysu, sbr. Barados í þessum skrifuðum orðum með
tilvísan  á heimsíðu utanríkisráðuneytisins.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það gerir það líka hjá launafólki. Og þar sem ég vinn t.d. með öryrkjum þá get ég frætt þig á því að með þessum bótum sem hér eru nefndar eru öryrkjar á miðjum aldri komnir með hærri bætur í heild en lægstu laun sem verið var að semja um á almenna markaðnum.

Auk þess sem að þeir geta haft umfram tekjur án þess að greiðslur frá TR skerðist. Þannig að þessar bætur sem koma nú er ekki svo litlar.

Þú veist sjálfsagt betur en ég að almenni markaðurinn gerir kröfur á ríkið að það sýni aðhald þannig að mér finnst Jóhanna vera að gera eins vel og nokkur gæti í þessari stöðu sem nú er.

Og skv. því sem ég best veit þá er reiknað með í þetta öryggisráðsframboð um 66 milljónum á þessu ári. Það er talið að það sé búið að kosta um 250 milljónum í þetta. Og í dag var ég að velta því fyrir mér að það jafngildir kostnaði sem maður heyrði af hjá einum stórlaxinum hér sem keypti sér hús reif það og byggði nýtt. Það var reiknað með að það kosti um 250 milljónir alls. Og ef við kæmumst í öryggisráðið og gætum eitthvað gott látið af okkur leiða þá er þetta nú ekki svakaleg upphæð.  Öðru eins er nú bruðlað eins og t.d. allir þessi aðstoðarmenn þingmanna sem verið er að ráða núna. Eins ber þess að geta að framboð okkar eru að undirlagi annarra Norðurlandaþjóða sem við verðum fulltrúar fyrir ef við komumst þangað inn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Vil vera sanngjarn og met allt jákvætt sem gert er til bóta
fyrir þá verst settu. En stóramálið er efnahagsástandið í dag og
horfur. Ef hér er að skapast  óðaverðbólga sem allt bendir til eru
þær úrbætur sem þú upptelur til einskyns ef verðbólgan étur þær upp og gott betur. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna ríkisstjórnin
tekur ekki króununa af gjaldeyrismarkaði og bindi hana við ákveðna
myntkörfu eða aðra mynt í þeim ólgusjó sem peninga-og gjaldeyris-
mál heimsins eru í dag. Það myndi strax hemja verðbólgu og lækka
vexti alla hressilega.  Þetta getum við gert strax í dag.  Að taka upp evru og ganga í ESB tæki hins vegar fjölmörg ár ef þjóðin vill það.
Við  verum að fást við vandamál dagsins í dag!

Það hefur verið sagt að allt þetta brambolt kringum öryggisráðiði
kosti a.m.k l milljarð þegar ALLT ER TALIÐ Í RAUN. Mörg ráðu-
neyti en utanríkisráðuneytið kemur að þessu máli og þá ekki
síst forsetaembættið. Er 100% viss að sá kostnaður sem þar
tengist öryggisráðuneytinu er ekki bókaður sem slíkur. Við vitum
Magnús hverning fjölmargar fjárhagsáætlanir hafa gjörsamlega
farið úr böndunum. Fjárhagsáætlunin um öryggisráðið mun örugg-
lega gera það, og það all hressilega. Láttu sjá.! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband