Samfylkingin er helsti dragbíturinn á efnahagslífið.


   Það er hárrátt sem kom fram hjá Jóni Gunnarssyni þingmanni
Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu og Stöð 2 í gær þegar hann
lýsti m.a óánægju sinni með þróunina í orkumálum. Jón segir
bara nokkur ár síðan að íslenzkir ráðamenn hafi leitað logandi
ljósi um heimsbyggðina að fyrirtækjum sem tilbúin væru að skoða
Ísland sem valkost fyrir starfsemi sína. Nú sé hins vegar verið að
senda þau skilaboð að best sé að koma ekki nálægt Íslandi því
hér sé svo miki óvissa og óeining þegar kemur að framtíðarsýn
í orku-og virkjunarmálum, og á þá fyrst og fremst við Samfylking-
una.

  Það er alveg ljóst að Samfylkingin er orðin helsti dragbíturinn á
íslenzkt efnahagslíf í dag. Því eins og Sigurjón Árnason banka-
stjóri sagði við RÚV í gær eiga Íslendingar að nýta sér hátt orku-
verð  í heiminum í dag og selja útlendingum orku. Þetta sé væn-
legasti kosturinn til að sporna við enn meiri samdrætti í efna-
hagslífinu. Breyta vörn í sókn !

  Samfylkingin fer með  iðnaðar-og orkumál í dag. Þar dregur Sam-
fylkingin lappirnar ásamt því að beita umhverfisráðiuneytinu  til að
koma í veg fyrir fjölmargar framkvæmdir sem nú myndu reynst  þjóð-
inni mjög þýðingarmiklar.  Má þar nefna álver í Helguvík og við Húsa-
vík og byggingu olíuhreinsunarstöðvar, auk fjölmargra annara fram-
kvæmda, sem engin vandkvæði er að útvega orku til ef áhugi og vilji
stjórnvalda er fyrir hendi.

  Vegna stefnusleysis Samfylkingarinnar í orkumálum, og hreinnar
andstöðu hennar gegn mörgum þeim stórframkvæmdum sem kostur
er á, og sem myndi koma í veg fyrir alvarlega krepputíma sem fram-
undan eru að öllu óbreyttu, verður Samfylkingin að yfirgefa ríkis-
stjórnina. Þjóðin hefur ekki efni á slíkum afturhaldsflokki í ríkisstjórn,
sem auk þess hefur fyrir löngu misst alla trú á ÍSLENZKRI TILVERU.
Því á Sjálfstæðisflokkurinn að slíta stjórnarsamstarfinu við Samfylk-
inguna og hefja pólitískt samstarf við öll þjóðleg borgarasinnuð öfl
landi og þjóð til heilla. Nýting endurnýjanlegrar orku á sem flestum
sviðum yrði þar aðal áherslan.

   Þjóðin hafnar öllu vinstrisinnuðu afturhaldi. Þjóðin krefst þess að
öll þjóðleg og borgarasinnuð öfl komi nú að stjórn landsins, myndi
pólitíska blokk bæða á ríkisstjórnar- og sveitarstjórnarstígi, OG ÞAÐ
TIL FRAMBÚÐAR !!!!!!!!!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Hin tækifærissinnuðu pólítísku öfl sem kenna sig við jafnaðarmennsku þoka lítlu í þróun fram á veg, því miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.6.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband