Skrípaleikur við Ráðhúsið í boði Samfylkingar !


   Foringi ungs samfylkingarfólks hótar mótmælum utan við Ráðhúsið
á morgun þegar nýr meirihluti borgarstjórnar tekur við völdum. En
sem kunnugt er stóð þessir sömu aðilar ásamt vinstrisinnuðum rót-
tæklingum fyrir meiriháttar skrílslátum í jan. s.l er núverandi meiri-
hluti tók við völdum. Þá með hrópum og köllum og beinni valdníðslu,
svo fresta varð  fundi borgarstjórnar hvað eftir annað. Með þessum
ólöglegum mótmælum voru fjöldi landslaga brotin.

  Enn og aftur. Að hvaða stjórnmálaflokki er Samfylkingin að verða?
Eru vinstrisinnaðir róttæklingar sem svífast einskis í hroka  og vald-
niðslu gegn borgaralegu lýðræði að yfirtaka Samfylkinguna? Eru´
ákveðnar vinstrisinnaðar sellur róttæklinga að komast til áhrifa í Sam-
fylkingunni gegn ríkjandi stjórnskipulagi? - Og þá kannski með vitund
og vilja flokksforystu Samfylkingarinnar! Jafnvel að undirlægi hennar
og Dags B. Eggertssonar? Ef sú frétt í kvöld reynist satt að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og ráðherra í ríkis-
stjórn Íslands, hyggst mæta í morgunkaffi með mótmælendum, til að
hita skrípaleikinn upp, fara margar spurningar að vakna um Sam-
fylkinguna.

  Á morgun fæst úr því skorið hvers konar flokkur Samfylkingin er. Fari
skrípaleikurinn  úr böndunum eins og í janúar s.l , eftir að formaður
Samfylkingarinnar og forystumaður hennar í borgarstjórn Reykjavíkur
hafa hitað hann upp í morgunsárið,  hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn fara
alvarlega að skoða það að endurmeta samstarf sitt við Samfylkinguna
í ríkisstjórn. Slíkan rauðliða uppvakning!

  Allt annað væru svik við hin borgaralegu gildi á Íslandi!
mbl.is Sleppa pöllunum en mótmæla fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jack. Öll fundarsköp og lög börgarstjórnar og brot gegn því að löglega
kjörin borgarstjórn gat ekki komið málum sínum fram vegna skrílsláta.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.8.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jack. Í síðuðum lýðræðilegum ríkjum fara menn áð lögum og reglum. Það gerðu vinstrisinnaðir róttæklingar og stjórnleysingjar ekki í jan s.l.
Enda voru sér og sínum til háborinnar skammar. Spurningin er. Endurtekur
valdníðsla þeirra og skrípaleikurinn sig aftur á morgun? 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.8.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú ætti miklu frekar heima þar Eyjólfur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.8.2008 kl. 00:29

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta heitir Ungir jafnaðarmenn en ekki "Ungt Samfylkingarfólk" eins og þú vilt kalla það. Félag ungra jafnaðarmanna og Samfylkingin er ekki sama fyrirbærið. Mótmælin í janúar voru vissulega fullmikið af því góða en ég vill minna á að þau fóru "friðsamlega" fram að því marki að engin handalögmál brutust út, fólkið yfirgaf svæðið rólega og enginn var handtekinn. Það þykir nokkuð siðað og vel sloppið í mörgu lýðræðisríkinu.

...en gerðu endilega úlfalda úr mýflugu.

Páll Geir Bjarnason, 21.8.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er ekki beint hægt að segja að þú sért umburðulyndur. Held að fólk megi tjá sig. Og ég vildi að fólk gerði meira af því. Finnst að fólk sé einmitt að hvarta yfir því að að við látum bara allt yfir okkur ganga og gerum aldrei neitt.

Síðan eitt. Fundasköp og þessháttar eru ekki landslög. Menn hefður svo auðveldlega frestað fundi í janúar og haldið hann síðan fyrir tómum sal! 

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.8.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband