Þýzk stórfjárfesting á Íslandi


   Fyrir okkur sem viljum stóraukin samskiptin  við Þýzkaland á
sem flestum sviðum, gleðjumst yfir hinni miklu fjárfestingu sem
þýzka stórfyrirtækið Bauhaus stendur nú fyrir á Íslandi. En sem
kunnugt er mun Bauhaus vera ein stærsta verslunarkeðja á
byggingasviði í Evrópu. En Bauhaus byggir nú 22.000 m2 hús
við Úlfarsfell, og áætlar að opna þar í lok des. Yfir 120.000 vöru-
tegundir verða þar á boðstólnum. En verslunarkeðjan vinnur undir
hugmyndarfræðinni ALLT UNDIR SAMA ÞAKI. Starfsmannafjöldi
verður 150-180 manns.

   Sem fyrr sagði er það afar gleðilegt að alvöru þýzk fjárfesting
skuli nú eiga sér stað á Íslandi. - Hér á bloggsíðu hefur marg-
sinnis verið hvatt til stóraukinna samskipta hina miklu vinaþjóða
Íslendinga og Þjóðverja, á sem flestum sviðum. Allt frá menningu-
og viðskipta að mikilvægri samvinnu á sviði öryggis- og varnarmála.

  Tilkoma Bauhaus er vonandi merki um  að slík náin tengsl séu
nú  ört vaxandi  báðum þjóðum til heilla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; sem fyrr, Guðmundur Jónas !

Þarna; fer þú villur vegar, Guðmundur minn. Þjóðverjar; eru bezt geymdir, í hæfilegri fjarlægð, sökum ofríkis og frekju þeirrar, hver fylgt hefir þeim, gegnum aldirnar, gagnvart öðrum þjóðum.

Miklu viðkunnanlegri eru; og hafa verið, samskiptin við Englendinga, enda tókst þeim, sem betur fer, að halda aftur, af þýzku rummungunum, hverjir óðu hér uppi, á 15. og 16. öldum, hvað mest, Guðmundur minn, og Danir, þessar helvítis rolur, létu,, þrátt fyrir yfirráð sín, eins og mélrófur, við stóra bróður, í suðri.

Dapurlegt er; fagni menn þessarri nýjustu innrás Þjóðverja, í íslenzkt þjóðlíf, því; ........ betra er, að halda þeim, hæfilega utan dyrastafs, en innan Guðmundur minn, og eiga viðskipti við þá, úr hæfilegri fjarlægð.

Svo mælir; einn afkomenda eins þeirra þýzku,, Henriks nokkurs Gerkens, (1525 - 1582) hver kom hingað, á 16. öld, einn forfeðra minna, í föðurættir. Ég ku vera; 11. maður frá honum. Að minnsta kosti, sæki ég húmorinn ekki, í þýzku ættirnar, Guðmundur minn. Ætli hann sé ekki kominn, frá Bretlandseyjum, til okkar allflestra, hér á Fróni.   

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 01:30

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hér erum við Óskar minn gjörsamlega 100% ósammála.

Þjóðverjar eru stórbrotin menningarþjóð og hafa ætíð sýnt íslenzkri þjóð
einstakan velvilja, og ekki síst menningarlegan áhuga um aldir.

Eigum svo aldrei að byggja upp fordóma gagnvart neinni þjóð þegar er um
að ræða heiðarleg og sjálfsögð viðskipti á jafnréttisgrunni, öllum til hags.

Menningarlega tengjumst við Þjóðverjum náið eins og frændþjóðum okkar
á Norðurlöndum.  Því eigum við ávalt að fagna auknum samskiptum
við okkar helstu vina-og frændþjóðir á öllum sviðum samskipta.

Þess vegna meiga samskipti Íslendinga og Þjóðvera aukast til mikilla
muna í framtíðinni.

Og af því þú nefnir Englendinga þá hefur engin þjóð beitt okkur hervaldi
en þeir. Bæði hafa þeir hernumið Ísland og beitt okkur hervaldi í a.m.k
3 þorskastríðum.

Þjóðverjar hafa eingöngu sýnt okkur virðingu og góðvild gegnum aldir.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.8.2008 kl. 09:19

3 identicon

Heill og sæll; sem fyrr, Guðmundur minn !

Auðvitað; kann okkur að greina á, um margt, þótt allvíða séum við sammála, mikil ósköp.

Þetta finnst mér nú samt. Sé Þjóðverjum réttur litli fingur, þá hrifsa þeir alla hendina, því miður.

Ítreka samt; gildi þýzkrar menningar, á flestum, ef ekki öllum sviðum, gegnum tíðina. Ótvíræður þáttur, í Evrópskri menningu, almennt.

Jú; rétt er það. Þorskastríðin voru Englendingum/Bretum, lítt til sæmdar, en samt vegur svo ótalmargt annað upp, þá vankanta, svo sannarlega, Guðmundur minn.

Með beztu kveðjum, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 13:57

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þarna sérð þú Guðmundur það þarf ekki stóriðju eða virkjun til að skaffa störf. Þarna er meira en helmingur af starfmannafjölda álbræðslu án þess að við leggjum út milljarða í fjárfestingar og göngum á náttúruna. Ég fagna komu Bauhaus. Þeir hafa lofað virkri samkeppni hér á landi í sölu byggingarvara og mikill lækkun á verðum frá því sem nú er. Múrbúðin er svo lítil að hún hefur ekki haft næg áhrif.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.8.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Magnús. Trúlega verður alls ekki um þessa fjölgun á störfum að ræða.
Miklu fremur tilfærslur, því með aukinni samkeppni  verða trúlega aðrir að
gefa eftir og fækka fólki.

Hér er um þjónustu að ræða og innflutning Magnús. Ekki framleiðslu og
útflutning og sköpun gjaldeyris eins og t.d í stóryðjunni. Stóraukning á
samkeppni verður hér að ræða sem er af hinu góða fyrir okkur neitendur.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.8.2008 kl. 20:32

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Stóriðjan eins og þú veist flytur inn allt sitt hráefni. Fær hér orku til að vinna það og flytur út aftur þannig að hér verður ekkert eftir nema greiðslan fyrir orku og laun + skattar fyrir 400 manns per álbræðslu. Þannig að það er nú ekki mikið. Margir hafa áætlað að það sé kannski um 5 milljarðar í Reyðarfirði. Og næstu 20 ár eða meira er Landsvirkjun að greiða niður lán vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þannig að ég sé nú ekki muninn. Það er náttúrulega eins með álbræðslur að það er tilflutningur á störfum þar sem hér er nær ekkert atvinnuleysi. Eða innflutningur á starfsmönnum

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.8.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Auðvitað flytur stóriðja inn aðföng til að vinna úr og breyta í
verðmætan útflutning með okkar orku. Fiskiskip flytja inn olíu til að veiða
fisk og selja út. Þannig búum við til dýrmætan virðisauka sem situr eftir
í landinu og sköpum gjaldeyristekjur, ÖLLUM til góða, því margfeldis-
áhrifin eru svo mörg og margvísleg. Nú er komið í ljós að Kárahnjúkavirkjun
mun greiðast niður á mun skemmri tíma en áætlað var sökum hækkandi álverðs.

Þannig þetta er ekki spurning !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.8.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Guðmundur og takk fyrir góðan pistil

Já þetta er hið besta mál. Bauhaus er víst í eigu Svisslendinga svo kanski frekar ætti að senda þeim fingurkoss fyrir að hafa haft augun opin fyrir mörkuðum smáríkja. Svisslendingar hafa afar fjölbreytt atvinnulíf. 400 sjálfstæða banka, og aðeins smá brot af þeim starfa erlendis (peningarnir streyma í staðinn til Sviss), stóriðju og allslags nákvæmnisiðnað af öllu tagi: Logicech, hátækni-úrsmíðar sem enginn getur keppt við, matvæli og stóran herafla sem gengur fyrir súkkulaði á þrautarstundum (neyðarskammtar svissneska hersins). Þeir hafa aðeins einusinni þurft að bíða ósigur í þeim innrásum sem hafa verið reyndar inn í Sviss, en það var þegar Napóleon tókst að vaða inn í Sviss.

Ég er sammála þér um Þjóðverja, mikil menningarþjóð og hafa alltaf sýnt íslenskri menningu mikinn áhuga. En þeir hafa bara ekki sama skatta- og peningavit og Svisslendingar, eru ekki einusinni hálfdrættingar hér á við Sviss :) - fliss

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband