Leita, og finna olíu sem ALLS EKKI MÁ HREINSA ??


   Hvað er þetta annað er meiriháttar tvískinnungur eins og ALLT
sem frá þessari Samfylkingu kemur! Á RÚV í gær var Össur Skarp-
héðinsson iðnaðarráðherra með stórfenglegar yfirlýsingar á miklum
möguleikum á að olía muni finnast á Drekasvæðinu fyrir norðan land.
Allar líkur séu á að á næsta ári verði hafin leit á Drekasvæðinu. Um
100 leyfi verða boðin út að sögn ráðherra.

  Sem sagt. Hó hó og hæ hæ gaman gaman í olíuleit hjá Össuri og
Samfylkingunni. Á sama tíma sér Össur og flokkssystir hans í um-
hverfisráðuneytinu ELDRAUTT þegar minnst er á  olíuhreinsistöð.
Það má sem sagt leita að olíu, finna hana, og dæla henni upp á yfir-
borð jarðar, en það má bara  ALLS ekki hreinsa hana á Íslandi, bara
einhversstaðar annars staðar í heiminum. Vegna þess að það er svo
ofboðslega  mengandi að hreinsa hana að mati umhverfisráðherra. 
Hvers konar kjaftavaðall er þetta eiginlega? Mengast ekkert og skap-
ast engin hætta við olíuleit og uppdælingu hennar upp á yfirborðið og
að koma henni í hreinsun í órafjarlægð? Mengast bara ekki allt miklu
miklu  meira við það að flytja hana  út og suður til hreinsunar, og svo
aftur til íslands, svo m.a  iðnaðar-og umhverfisráðherra geti notið
hennar fyrir sig og sína? 

  RUGLIÐ ER ALGJÖRT!

  Hér er ekki verið að taka afstöðu um staðarval þeirrar olíuhreinsi-
stöðvar sem rætt hefur verið um að undanförnu. Viðkomandi fyrir-
tæki og  sveitarfélag á að ráða því sjálft að uppfylltu þartilgerðum
kröfum og reglum, hvort upprisi olíuhreinsistöð, alveg eins og með
álverin.

    Hins vegar er tvískinnungur Samfylkingarinnar í máli þessu  með
hreinum ólíkindum. Sem er enn ein rík ástæða fyrir því að henni sé
hreinlega hent út úr ríkisstjórninni! 

   Og það þegar í stað! 

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já alveg hreint stórfurðulegt að menn skuli geta komist upp með þetta.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.8.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er svo margt sem kratar komast upp með Guðrún

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.8.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband