Leitum til Norðmanna um myntsamstarf strax !


   Nú þegar krónan er í frjálsu falli og peningamálastefna orðin
gjörsamlega gjaldþrota, á Geir H Haarde forsætisráðherra að
fljúga strax í dag til Noregs og kanna myntsamstarf við Norð-
menn. Í millitíðinni á þegar í stað að taka krónuna út af mark-
aði. Að hafa minnstu mynt í heimi liggjandi fyrir hunda- og spá-
kaupsmanna fótum, í þeim ólgusjó sem nú ríður yfir á alþjóðleg-
um peningamörkuðum, er út í Hróa hött.  Tíminn er naumur,
því fólk og fyrirtæki er að brenna út í 70% gengishruni  frá
áramótum, með tilheyrandi verðbólgubáli og vaxtaokri.

  Í þessu millibilsástandi yrði gengið LEIÐRÉTT með stjórnvalds-
ákvörðunum. Þökk sé Guði að hafa sjálfstæða mynt. Gengis-
vísitala á bilinu 150-160 yrði fest meðan myntsamstarfið við
Norðmenn yrði kannað. Það þyddi strax meiriháttar kjarabót
fyrir þjóðina. -  Frændir vorir Norðmenn myndu strax taka vel
á móti Haarde, og sýna Íslendingum velvilja og skilning í ljósi
þess upplausnarástands og fjármálakreppu sem nú gengur
yfir hinn alþjóðlega peningamarkað, og enginn sér fyrir endan
á. Myntsamstarf við Norðmenn hefði ótal kosti umfram það að
taka upp erlenda mynt sem við hefðum EKKERT með að segja.
Þá myndi hægt að koma á slíku samstarfi innan nokkra mánaða,
væri póitískur vilji fyrir hendi, í stað margra ára við  að taka upp
erlenda mynt, sem auk þess myndi ALDREI þjóna okkar hags-
munum.

   Eigum í framtíðinni mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta
með Norðmönnum. Í öryggis-og varnarmálum, auðlindasam-
vinnu og náttúruvernd þeim tengd svo fáeitt sé nefnt. Mynt-
samstarf yrði því bara laukrétt framhald af slíku. Þá standa
báðar þjóðirnar sjálfstæðar utan Evrópusambandsins.

   Þannig. Geir H Haarde upp í Óslóavélina strax í dag, og krón-
una út af markaði umsvífalaust!  

   Ja. Góða ferð Hr. Haarde!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já þökk sé Guði að við erum með sjálfstæða mynt.

Hitt er annað að Kári í Vatnsmýrinni er búinn að sanna að við erum engir frændur norðmanna, dana, svía eða slíkra. Það eru reyndar  menn eins og Haarde og fáeinir aðrir. Vinsamlega haltu okkur hinum utan við frændsemi sem ekki er fyrir hendi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.10.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Sæll Guðmundur. Þetta er skynsamleg grein, vel rökstudd og umfram allt einföld í framkvæmd.Við þurfum aðgerðir strax,hver dagur ér dýr.

Kristján Pétursson, 2.10.2008 kl. 01:00

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér skilst að við getum ekki fest gengi krónunar þar sem að verð hennar ræðst á markaði. Ef við mundum festa gengið þá litu aðrir svo á að við værum með gjaldmiðil sem væri verðlaus að hluta og mundu ekki samþykkja hann í viðskiptum. Ef að við færum til Noregs og bæðum um myndsamstarf þá væri það í raun bón til Noregs um að þeir legðu okkur til svona kannski 1000 til 1500milljarða í gjaldeyrisvarasjóð. Er ekki viss um að þeir mundu sætta sig við það.

Held að lausnin nú í dag sé að við almenningur, fyrirtæki og fleiri förum á undan í því að hætta að nota krónurnar. Hún er hvort eð er ekki gjaldgeng lengur í mörgum bönkum. Þeir tilkynntu í dag að þeir væru hættir að skipta í krónum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.10.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Ef krónan er tekin af markaði þá  ræðst gengi hennar ekki lengur
á markaði. Þá geta stjórnvöld ráðið hennar gengi. Er hér að tala um þetta
sem bráðabirgðalausn í ljósi upplausnar á alþjóðlegum peningamarkaði
og frjálst fall krónunar, sem er að fara með  allt til andskotans. Bráðabuirgðalausn meðan fundin er ný leið í peningamálum, t.d að láta
reyna á myntsamstarf við Norðmenn, t.d með tengingu krónunnar við þá
norsku, þó með ákveðnum sveiganleika. Bendi á að kinverska myntin er
ekki á markaði.

Við lifum nú á mjög óvenjulegum tímum þar sem algild markaðslögmál eru
ekki virt, sbr Bandaríkjunum, þar sem opinber afskipti af  peningamörkuðum
hafa aldrei verið eins mikil og nú. Því verðum við að vera stjórnlyndir líka
til að bjarga OKKAR málum. Gengisfall hátt í 70% frá áramótum GENGUR
EKKI. - Við slíku þarf að bregðast með afgerandi hætti. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.10.2008 kl. 09:56

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo Magnús. Hugmyndin að fyrirtæki og almenningur fara að nota evru í
stað krónu myndi enn meir grafa undan henni og efnahag okkar því við
tökum ekki  upp evru sem þjóð nema með samþykki ESB og inngöngu í
það, sem tekur fjölmörg ár. Þannig þú ert hér í raun að leggja til alls-
herjar upplausnar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.10.2008 kl. 10:09

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæru vinir, athugið vinsamlegast -


Ef olíuverð fellur niður í 50 dollara á næstunni og helst þar í 1-2 ár verður ennþá verra að vera tengdur norsku króunni en öllu öðru því alltaf þegar þetta gerist þá þurfa Norðmenn að fara í vinnufötin og verja norsku króuna með kjafti og klóm, og þar á meðal með mjög mjög háum stýrivöxtum. Síðast þegar þetta gerðist, 1997 eða 1998, þá var forsætisráðherra Noregs lagður inn á geðdeild með taugáfall.

Það er engin flýtileið til - allar þjóðir þurfa að taka ábyrgð á sínum efnahagsmálum. Það þýðir ekki að kalla á mömmu sína núna. Gengisbinding væri það versta sem Ísland gæti gert núna og hún tekur einnig mörg ár að koma á og þar fyrir utan þá myndi enginn vilja taka á sig svona bindingu nema að fá alger yfirráð yfir öllum peningamálum Íslendinga, fá afhenta lyklana að öllu. Þetta yrði eins og að verða nýlenda aftur. Örvænting er ekki stefna. Þessi myntmál glepja aðeins fyrir þjóðinni. Núna þarf að staðsetja sig í raunveruleikanum og hætta galdraleikjum og taka fast á málum

bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2008 kl. 08:14

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Gunnar. Veit allt um þetta. Er hér að tala um BRÁÐABIRÐALAUSN eins
og ástandið er í peningamálum. Veit ekki til þess að þegar við höfðum krónuna EKKI FLJÓTANDI á mörkuðum hérna fyrr á árum að neinn erlendur
aðili hafi krafist ,,alger yfirráð öllum peningamálum Íslendinga, fá afhenta
lyklana að öllu. ". Þetta var á þeim tímum sem gengið var oft of hátt miðað
við framleiðslukostnað útflutningsgreinanna, og því var það stundum fellt
með stjórnvaldsákvörðunum. -   Nú er gengið orðið ALLT OF
LÁGT miðað við ALLA framleiðslu í landinu, sem þýðir bullandi verðbólgu og
okurvextir, sem ENGINN atvinnurekstur getur staðist lengur, auk þess
sem okurvextir og verðbólgubál er að drepa allt venjulegt fólk, ekki
síst þar sem nær öll lán eru verðtryggð. Er hér að tala um að í ljósi
mjög svo SÉRSTAKRA aðstæðna á peningamörkuðum heimsins í dag
þar sem meira að segja algild markaðslögmál eru fót um troðin með
meiriháttar inngrímpum ríkisvalds um heim allan, ekki síst í Bandaríkjunum,
vöggu markaðslögmálanna, þá hljótum við með þessa litlu og veiku
mynt okkar og lítið hagkerfi að þurfa að grípa til ýmissa stjórnlyndis-
aðgerða, þó ekki væri nema til að komast í gegnum brimskaflinn.
T.d bindingu krónunar við ákveðna myntkörfu TÍMABUNDIÐ með upphafs-
gengisvísitölu 150-160. Alla vega meðan markaðurinn komist í sæmilegt
jafnvægi aftur á heimsvísu, sem tekur langan tíma eftir öll þessi ósköp.
Erum við ekki með sjálfstæða mynt? Ráðum við ekki yfir henni lengur?
Ráðum við því ekki hvernig peningamálastefnu við rekum? Og ef svo er,
á þá ekki peningastefnn að miðast við hvað sé best fyrir íslenzku þjóð-
ina hverju sinni?  Jú Gunnar, viðurkenni að hafa stjórnlynd viðhorf, á
þjóðlegum forsendum sem ég kalla svo. Hún er kannski óraunhæf, en
meðan annað er ekki sýnt manni sem VIRÐIST VIRKA, þá held ég mið
mína trú. Og endurtek, og þar erum við 100%. Að kasta krónunni frá
sér og taka upp erlenda mynt sem ALDREI mun taka mið af íslenzkum
aðstæðum, yrði það alvitlaususta sem við gerðm. Færum úr öskunni í
eldinn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.10.2008 kl. 10:25

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jú Gunnar, viðurkenni að hafa stjórnlynd viðhorf, á

þjóðlegum forsendum sem ég kalla svo.

Þá erum við allavega einn og tveir :)

Myntkarfan er auðvitað umhugsunarverð og sennilega eini raunverulegi valkosturinn, ég ætla ekki að leggja dóm á þann möguleika. Bara að evran brasi ekki alveg saman undan henni á næstunni. Ástandið hér í ESB getur nefnilega orðið svo skuggalegt ef ekkert verður að gert að aðeins fáir gera sér það ljóst. Það kom fram bænaskjal frá þekktustu hagfræðingum í Evrópu um aðgerðir hér í gær. En ég hugsa ekki að það verði neitt samhæft átak sett í gang. Þeir spá 1930 hér ef ekkert verður aðhafst.

Kveðjur

"Open Letter to European Leaders on Europe’s Banking Crisis"

Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2008 kl. 10:52

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Gunnar. En ástæðuna sem ég nefndi Norðmenn umfram aðra er sú að
þetta er frændþjóð okkar OG STENDUR UTAN ESB, og hefur til skamms tíma
talin sterk þjóð með allan sinn olíuauð. En auðvitað er ekkert tryggt undir
sólinni, og enginn mun hjálpa okkur nema við sjálfir þegar harðnar  á reynir.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.10.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband