Greining Glitnis. Enn eitt greiningarruglið


    Greining Glitnis um  að áhrifa af yfirlýsingu þess efnis að Ísland
stefni að ESB-aðild og upptöku evru yrði jákvæð og viðtæk á mörk-
uðum hér á landi er út í hött - Svona greining  Glitnis er  bara ein
af þúsundum greininga og spádóma sem hafa komið frá Glitnir og
öðrum bönkum um hinar og þessar væntingar varðandi markaðinn
sem reyndist bara skýjaborgir og loftbólur þegar upp var staðið.
Ef eitthvað hafi 100 % klikkað á umliðnum árum voru það greiningar-
deildir bankanna. Greiningardeildir sem voru í raun ekkert annað en
auglýsingastofur fyrir bankanna. - Og hvers vegna ætti þá frekar
að vera ástæða til að trúa greiningu Glitnis í dag?  Engin! Því í
ljósi reynslunar ríkir í dag FULLKOMIÐ VANTRAUST almennings á
Íslandi á þessar svokölluðu greiningardeildir bankanna. FULLKOM-
LEGA !

   Innan ESB eru  gríðarleg efnahagsleg vandamál og fara vaxandi.
Ungverjaland eitt aðildarríkja ESB hefur nú leitað til Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins og fleiri ESB ríki eru sögð á leiðinni. Evran hefur fallið
á þriðja tug prósenta gagnvart dollar síðustu 2 mánuði, og for-
sætisráðherra Ítalínu kvartar undan evrunni. Enda er nú komið á
daginn að eitt  vaxtastig  og  eitt gengi fyrir jafn gjörólík hagkerfi
og eru á evrusvæðinu gengur alls ekki upp. Allra síst í kreppuástandi
eins og nú.

   Að það  sé einhver gæðastimpill  á efnahagshorfur á  Íslandi að
Ísland sé á leið inn í ESB og ætli að taka upp evru er þvílíkt bull að
ekki fá orðum lýst. - En hvenær má maður annars búast við að bullið
og þessi eilífi þvættingur greiningardeilda bankanna linni?  Í ljósi
reynslunar verður manni flökurt á að hlusta á allar þessar endurtekn-
ingar á bullinu,  eins og Greiningu Glitnis í dag um ESB og evru. Ekki
síst þegar greiningarnar eru farnar að byggjast á pólitísku mati, eins
og í þessu tilfelli Glitnis.
mbl.is Yfirlýsing um aðildarumsókn myndi hafa víðtæk áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Á meðan allir markaðir í Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna loga stafnana á milli þá er það eina sem heyrist frá Glitni Greiningu pólitískur áróður. Þetta er alveg ótrúlegt. Hvaða annar banki í heiminum myndi birta svona áróður?

Svíar eru ekki í EMU og voru ekki í ECU og bankakreppan árið 1992 var alls ótengd neinu sem hafði með ESB að gera. Finnland fór heldur ekki í ECU því aðgangur að ECU var frystur árið 1995. Þar fyrir utan þá var ALLT ERM í steik á þessum árum og mörg ár á eftir. Bæði Ítalía, Bretland, Noregur, Finnland og Svíþjóð liðu hart undir ERM. Hvorki Bretland, Noregur og Svíþjóð er enn með í ERM.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Fyrir yfirtöku bankanna minntist greining Glitnis ekkert á ESB.  Það er rétt hjá Guðmundi að þá var greiningardeilding auglýsingastofa eigenda sem vildu ekki ESB.  Þeir vildu hringla með gjaldeyrinn og græða á því, og níðast á íslenskum lántakendum.

Nú er bankinn í ríkiseigu.  Þá er greiningardeilding annaðhvort að bergmála pólitíska skoðun ríkisstjórnarinnar, eða þá að faglegar röksemdir ráða.  Ef þetta er pólitískur áróður þá er vert að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn, sem er jú í forystu (ennþá) leyfir að Glitnir mæli með tafarlausri yfirlýsingu um inngöngu í ESB?

Guðmundur Karlsson, 29.10.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bendi þér á nafni að bankamálaráðherra er ESB-sinni og kemur úr Sam-
fylkingunni.  Tel hér um GRÓFA pólitiska misnotun að ræða!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nefndi þær sem auglýsingastofur í píslinum Gunnar...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband