Ætlar Geir líka að breyta um stefnu í icesave-málinu ?


   Hvað er eiginlega að koma yfir Geir H Haarde forsætisráðherra?
Virðist tilbúinn að bakka í hverju stórmálinu á fætur öðru bersýni-
lega til að þóknast Samfylkingunni. Í Evrópumálum er tíðinda  að
vænta hjá Geir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í janúar. Þar á að
knýja fram þá grundvallarstefnubreytingu  að sækja beri um aðild
að ESB.  Allar beinar og óbeinar meldingar frá Geir benda til þess. 
En þar með virðist hann endanlega kveikja stórbál innan flokksins.

  Annað stórmál sem Geir virðist ætla að bakka með,  er lögsóknin
á hendur Bretum vegna icesave-málsins og hryðjuverkalaganna.
Þvert á loforð þess efnis hjá Geir um að Bretar yrðu lögsóttir vegna
þessa, bendir EKKERT til að svo verði. Erum einfaldlega að falla á
tíma. Þessi kúvending Geirs virðist líka vera til þess fallin að þóknast
Samfylkingunni. Einnig það að leggja á meiriháttar skuldaklafa   á
komandi kynslóðir vegna icesave-reikninganna vegna ólögmæts
þrýstings ESB í boði Samfylkingarinnar.


  Bjarni Benediktsson formaður utanríkismálanefndar gagnrýndi á
Alþingi í gær stjórnvöld fyrir hik við að lögsækja Breta. Í sama
streng tók Sigurður Kári Kristjánsson. 

   Mjög mikilvægt er að íslenzk stjórnvöld kæri Breta nú þegar fyrir
hryðjuverkalögin og það stórkostleg efnahagslega tjón sem þau
hafa valdið Íslendingum. Og ekki bara efnahagslegu, heldur hafa
lögin stórskaddað ímynd þjóðarinnar í samfélagi þjóðanna, auk þess
sem lögin þverbrjóta EES-samninginn og stofnsáttmála NATO.

  Samfylkingin er fjaldans sama um ímynd þjóðarinnar og hennar
þjóðarhagsmuni. - En að það skuli nú vera formaður Sjálfstæðisflokk-
sins sem ætlar að taka undir þau and-þjóðlegu  viðhorf Samfylkingar-
innar og gera EKKI NEITT sem máli skiptir í þessu stóra hagsmuna-
máli er grafalvarlegur hlutur.

  Hvert stefnir eiginlega Geir í dag?  Mikil ólga er í Sjálfstæðisflokknum.
Og ekki á bætandi ef hugur Geirs stefnir á að breyta stefnu flokksins
varðandi aðildarumsókn Íslands að ESB. Því þá bendir allt til að hin
sterku þjóðlegu öfl innan flokksins gangi út.  - Og þá sem þátttakendur
í að umbreyta íslenzku flokkakerfi og þar með hinni nauðsynlegri
uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband