Ingibjörg hótar Sjálfstæðisflokknum


   Hefur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkinn í hendi sér? Ekki
bara það að Samfylkingin  virðist  hafa neytt  Sjálfstæðis-
flokkinn til að hefja umræður um stefnubreytingu flokksins
í  Evrópumálum.  Nú  hótar  formaður Samfylkingarinnar
stjórnarslítum ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir ekki
aðildarumsókn að ESB á landsfundi sjálfstæðismanana
í janúar n.k.

  Svo virðist að forysta Sjálfstæðisflokksins sé að hröðu
undanhaldi í hverju stórmálinu á fætur öðru svo og ein-
stakir þingmenn hans til að geðjast samstarfsflokknum.
Þannig hafa Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson
kúvent í Evrópumálum bersýnilega til að þóknast Sam-
fylkinguni. Nú vilja þeir aðildarviðræður, sem hlýtur  að
þýða að þeir styðji inngöngu Íslands í ESB. - Því Illugi
hefur manna mest fengið að kynnast kostum og göllum
ESB með heimsóknum til Brussel og viðtölum við helstu
ráðamanna þar.  Kúvending hans kemur því mjög á
óvart að hann skuli nú opna á aðildarviðræður, svo ekki
sé meira sagt. - Því annað hvort eru menn heilir í sinni
andstöðu gagnvart ESB-aðild eða ekki.

  Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig sjálfstæðismenn
bregðast við hótun formanns Samfylkingarinnar,  sem
virðist telja sig  hafa mikið um stefnu Sjálfstæðisflokksins
að segja.  Ekki síst í stórpólitískum hitamálum og aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu.

  Nú kemur í ljós hversu sjálfstæður Sjálfstæðisflokkurinn er
þegar á hólminn kemur!
mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ISG er bara að hafa flokksmenn sýna góða, Davíð hefur eitthvað á hana svo þetta er bara innantóm hótun sanniði til

Guðrún gg (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband