Líkur á þjóðlegum borgaraflokki hljóta nú að aukast


   Allt bendir til að  Sjálfstæðisflokkurinn muni klofna í Evrópumálum
á landsfundi hans í janúar n.k. Að flokksforystan hafi þegar ákveðið
að flokkurinn samþykki umsókn að Evrópusambandinu, þótt mikill
meirihluti hins almenna flokksmanns sé því andvigur skv skoðana-
könnun nýverið. Allt skal gert til að halda lífi í núverandi ríkisstjórn,
jafnvel undir hótunum samstarfsflokksins.

  Hjörtur J Guðmundsson einn þekktasti og virtasti bloggari hér á
Mbl.is og mikill sjálfstæðismaður, lýsir ástandinu innan Sjálfstæðis-
flokksins vel á heimasíðu sinni í gær. Hann segir að mikill fjöldi sjálf-
stæðismanna myndi aldrei geta stutt flokkinn samþykki hann aðildar-
umsókn að ESB. Frekar myndi sá hópur kljúfa sig úr flokknum og
stofna nýjan flokk. - Sömu raddir heyrast innan Framsóknar. Þar á
bæ bíða margir eftir flokksþingi í janúar. ESB-sinnar hafa nú yfirtekið
flokkinn og 100% líkur eru  á  að Framsókn verði formlegur Evrókrata-
flokkur eftir það flokksþing.  Bjarni Harðarson hefur gefið  í skyn að
allt gæti gerst um stofnun þjóðlegs borgaraflokks ef allt færi á versta
veg í Framsókn og Sjálfstæðisflokki í Evrópumálum eftir áramót.

  Þannig hjóta líkur á að stofnaður verður  þjóðlegur borgaraflokkur
fara vaxandi. Því það er mikill misskilningur hjá Geir H Haarde að
Vinstri grænir séu einhver valkostur í þeim efnum. Bæði er það að
VG er ekki heldur treystandi í Evrópumálum, er sósíaliskur flokkur
sem borgarasinnar myndu aldrei geta stutt, og  því  yrði  stofnun á
nýju sterku borgaralegu afli á þjóðlegum grunni mjög fýsilegur kostur
fyrir sjálfstæðissinna í Evrópumálum.  Auk þess gæti stofnun slíks
flokks orðið til mikillar hreinsunar og uppstokkunar á mið/hægri
kannti íslenzkra stjórnmál.  Nokkuð sem mikill fjöldi bogarasinnaðs
fólks kallar mikið eftir  í dag. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, líka sem aðrir skrifarar og lesendur !

Breiðfylkingu íslenzkra Evrópusambands anstæðinga; kynni ég að styðja, svo fremi, að hún yrði ekki niðurnjörvuð, í kviksyndi núverandi flokka kerfis, Guðmundur minn.

Álpizt Bjarni Harðarson til; að hverfa frá Framsóknarflokknum, veit ég,, og hefi hlerað, eftir ýmsum sunnlenzkra bænda, að þeir kysu, að Bjarni leiddi nýjan flokk þeirra, ef til kæmi, þókt svo ég; persónulega, telji Bjarna bezt geymdan, í sinni ágætu bókhlöðu, hjá Selfysskum, hér eystra.

Hjörtur J Guðmundsson; fyrrum spjallvinur minn, er mér vaxandi ráðgáta. Hver fjandinn er; að brjótast um, í kollinum á honum, veit ég ekki, en hann hefir lokað, fyrir athugasemdakerfi sitt, hvað áður stóð flestum, opið, til umræðna ýmissa. Má vera; að hann hafi verið orðinn pirraður, á froðusnakki ESB kratannna ? Má vera; Guðmundur minn.

Með baráttukveðjum; góðum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband