Illugi hlýtur að segja sig úr Heimssýn !


   Eftir kúvendingu Illuga Gunnarssonar alþingismanns  í
Evrópumálum, hlýtur hann að vera samkvæmur sjálfum
sér, og segja sig úr Heimssýn, félags sjálfsstæðissinna
í Evrópumálum. En Illugi skipar vara-stjórn samtakanna.
Því  það hlýtur að liggja í hlutarins eðli að eftir að Illugur
vill nú sækja um aðild að Evrópusambandinu, fyllir hann
sjálfkrafa hóp ESB-sinna, og á því enga samleið lengur
með þeim  sem vilja frjálst og sjálfstætt Ísland utan
ESB.

  Það er  mikil  vonbrigði  að jafn ágætur maður og Illugi
Gunnarson skuli skipta svona um skoðun nánast á einni
nóttu í jafn miklu stórmáli og aðild Íslands að ESB  svo
sannarlega er. Því enginn andstæðingur ESB-aðildar
getur samþýkkt aðildarumsókn. Því sá sem gerir það
hlýtur að vilja þangað inn.  Það hljóta allir að sjá  og
skilja!

  Þá hlýtur stjórn Heimssýnar að funda um málið. Því
trúverðugleiki samtakanna má enginn efast um, nú
þegar baráttan er fyrst að hefjast fyrir alvöru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Enginn sannur ESB-aðstæðingur talar um að sækja um aðild að
ESB. Gott og vel já Illuga. Fyrst hann hefur skipt um skoðun og gerst
ESB sinni talandi fyrir ESB-aðild á hann ekki heima í hópi ESB-andstæðinga.
Svo einfallt er það!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.12.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband