Umsóknarsinni hlýtur að vera sambandssinni !


   Sá  sem vill umsókn Íslands að Evrópusambandinu hlýtur
þá að kallast Evrópusambandssinni. Því enginn sækir eftir
því að gerast aðili að því sem viðkomandi er á móti. Og þá
allra síst fyrir fjölskyldumeðlimi sína og því síður þjóð sína.
Liggur það ekki nokkurn veginn í hlutarins eðli?

  Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Illuga Gunnarssyni þing-
manni Sjálfstæðisflokksins að gallar Evrópusambandsins
séu yfirsterkari en kostirnir. Samt vill þessi þingmaður um-
sókn Íslands að ESB. Hefur haft tækifæri umfram flesta Ís-
lendinga að kynna sér ESB með mörgum fundarhöldum og
ferðalögum til Brussel. Niðurstaðan? Gallarnir yfirsterkari
en kostirnir. En samt vill Illugi sækja um aðild að ESB. Og
ekki bara það. Er tilbúinn að ganga þvert á stefnu Sjálf-
stæðisflokksins komist flokkurinn að þeirri niðurstöðu  á
landsfundi í janúar að hafna beri umsókn að ESB. Samt
skal sótt um ESB-aðild.

  Hef ætið haft miklar mætur á þingmanninum Illuga Gunn-
arssyni. En þarna er Illugi svo gjörsamlega kominn í mót-
sögn við sjálfan sig, eins og svo margir aðrir í þessu máli,
sbr. vara-formaður flokksins.

  Enginn vill sækja um hlut sem viðkomandi er á móti. Enginn
vill sælja um hlut til að vera hluti af þeim hlut sem viðkomandi
metur að gallar hans  séu yfirsterkari en kostirnir. Viðkomandi
hlýtur þá að berjast á móti slíkri aðild og aðildarumsókn   að
síkum hlut, eins og ESB í þessu tilfelli -  

   Liggur það ekki í hlutarins eðli?

   Að bera fyrir sig lýðræðisást í þessu sambandi er út í hött.
Því lýðræðið einmitt ætlast til að maður berjist á  móti því sem
maður er á móti. Standi við sína sannfæringu.  Og allra síst að
bera fyrir sig aðildarumsókn til að vita hvað er í boði, þegar ALLT
sem máli skiptir liggur á borðinu. Því það yrði Ísland sem gengi
í Evrópusambandið, en ekki öfugt!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband