ÞJÓÐLEGUR FRELSISFLOKKUR ER SVARIÐ !


   Sú hörmulega staðreynd að Ísland hefur hafið vegferð inn í
ESB með aðildarumsókn, skrifast á þau borgaralegu öfl,  á
mið/hægri  kanti  íslenzkra  stjórnmála, sem áttu að standa
vaktina, en gerðu það ekki, heldur sváfu  þyrnirósasvefni. 
Kristallaðist þetta mjög vel í atkvæðagreiðslunni um aðild
Íslands að ESB. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
klofnuðu, og flokksforysta beggja flokka fór í sitt hvora áttina.
Enda hefur ESB-óværan fengið að grassera innan beggja flokka,
um langt skeið, einkum Framsóknarflokksins. - Mestu mistök
gerði svo Sjálfstæðisflokkurinn þegar hann hleypti hinni öfga-
sinnaðri ESB-Samfylkingu inn í landsstjórnina, með þeirri
skelfilegri afleiðingu, að nú hefur Ísland sótt um aðild að ESB,
með aðstoð hérlendra kommúnista.

   Ljóst er að til að forða því storkostlega slýsi, að Ísland lendi
innan  ESB , þarf  að  koma  til verulegt  STERKT  OG  ÖFLUGT
ÞJÓÐLEGT  STJÓRNMÁLAAFL.  Enda  mun  ESB-umsóknin  nú
sjálfkrafa kalla á það ÞJÓÐFRELSISAFL, því tímamótin eru slík.
Sjálfstæðisbaráttan hefst nú nefnilega AF FULLUM KRAFTI Á NÝ.
Báráttan fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands og yfirráðum þess
yfir helstu auðlindum, er í reynd komin á byrjunarrét, eftir að
sótt hefur verið um aðild að ESB. Eðli málsins samkvæmt, og
í ljósi þess hversu hin borgaralegu öfl brugðust á hinni þjóð-
legu vakt, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hlýtur veruleg
uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum nú að eiga sér stað.

   RÓTTÆKUR ÞJÓÐLEGUR FRELSISFLOKKUR HLÝTUR ÞVÍ  NÚ
AÐ HASLA SÉR VÖLL. TÍMI HANNS ER KOMINN! ÞAÐ BLASIR
VIÐ! SJÁLSTÆÐI ÍSLANDS KALLAR Á SLÍKAN FLOKK, til að úthýsa
and-þjóðlegum og þjóðhættulegum öflum úr íslenzkum stjórn-
málum. Láta sverfa til stáls við landsölulýðinn, ÞVÍ MEÐ ILLU
SKAL ÚT REKA!!!!!!!!!!!!

   Hér er enn og aftur skorað á alla þjóðholla Íslendinga að
íhuga þetta mál. Vísir af slíku stjórnmálaafli gæti orðið Sam-
tök fullveldissinna. En til þess þurfa miklu fleiri að koma að
þeim samtökum. En einhvers staðar þarf að byrja!

   Já. Minn ÞJÓÐLEGI FRELSISFLOKKUR!  HVENÆR KEMUR ÞÚ?

   Í S L A N D  K A L L A R !!!!!!!!   OG  K A L L A R!!!!!!!!!
mbl.is Bjarni: Óheppilegt að ekki ríkir einhugur í forystunni
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Mikill"  kallar á hjálp !

Guðmundur !

Hvernig væri bara að koma með okkur hinum til evrópu og fá okkur alvöru gjaldmiðil ?

Eina sem hefur kætt mig vegna ESB mála er útreið sjálfstæðisflokksins !

JR (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þú munt lifa áfram...eftir og fyrir ESBatkvæðagreiðslu!...amen!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.7.2009 kl. 01:15

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já í Guðs bænum fluttu sem ALLRA FYRST til ESB-,,sæluríkis þíns" JR og
notaðu þar þína evru. EN LÁTTU MIG OG AÐRA Í S L E N D I N G A Í FRIÐI
Á ÍSLANDINU GÓÐA.  JÁ BARA BURT MEÐ ÞIG JR OG ALLT ÞITT LANDSÖLULYÐ! BURT BURT BURT!!!! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.7.2009 kl. 01:17

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og sama þig þig Benkovic!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.7.2009 kl. 01:19

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ruddi ertu og ómenni Guðmundur Jónas Kristjánsson?...trúi varla að þú hafir skrifað þetta?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.7.2009 kl. 01:41

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Húrra fyrir ESB.........hlakka til að stefna í rétta átt loksins með landinu mínu.  Pistilhöfundur mætti temja sér kurteisi og ég kæri mig ekki um að verið sé að henda skít í bloggvinkonu mína hana Önnu fyrir að skrifa hér athugasemd sem ekki gefur tilefni til annars en að henni sé svarað kurteislega.

Sumir þyrftu nú að fara að taka gleðipillur, þ.e. þeir sem eru á móti ESB

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.7.2009 kl. 02:00

7 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Orðhenglar; sem nafnleysinginn JR, eiga að fá makleg málagjöld, síns þvaðurs, svo sannarlega.

En; Guðmundur Jónas. Ég verð; fyrir okkar fornu vináttu sakir, að fara þess á leit við þig, að þú biðjir Önnu Benkovic fyrirgefningar, á þeim orðum, hverjum þú beindir til hennar, í hita leikjarins.

Anna Benkovic; er vissulega andstæð sjónarmiðum okkar, í þjóðfrelsis málunum, en,.... ég hygg, að leitun sé að eins hófstilltri og sanngjarnari og mætri manneskju, hér á vef, í rökræðu allri.

Auk þess; hefir Anna Benkovic, líkt flestum okkar hinna, þurft að bera tjón sitt; mikið í kjölfar Bankahrunsins, og hefir því réttmætar ástæður til sinnar gagnrýni, ekki síður, okkur hinum, á kringumstæðum öllum.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri og áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 02:01

8 identicon

Óskar Helgi !

Segðu mér eitt,  hvað áttu merkilegra en að vera flokksbundin sjálfstæðismaður ?

Ég sjálfur hef átt 20 ár sjós og önnur 37 ár í landi við gera þessu landi allt það besta !

Einhver ,,óhljóð" í garð fólks er þeira veikasta vopn !

JR (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 03:18

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

JR ...ég þekki Óskar Helga og hann hefur ekki sið að svara nafnlausum, eins og þer! "JR" ég er þer samþykk... en við getum ekki rætt "kurteisislega" saman án nafns og þess vegna var svar Guðmundar Jónasar til mín svo "út úr kú" og samræmist ekki því sem við flest h0fum tamið okkur á blogginu um að vera ósammála, en kurteis!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.7.2009 kl. 03:27

10 identicon

Anna.

Það er til fólk sem telur sig sjálfstæðismenn en þetta fólk lifir á okkur hinum !

Veit ekki um þennan Óskar !

Finnst þér það hafa skipt þig máli hvort þú hefur ,,nafn" eða ekki í samskiptum við fólk ?

Ertu eitthvað betur sett ?

Það er ég ekki varðandi pólitík !!!

JR (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 04:08

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er sammála og tel að allar raddir skipti miklu máli!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.7.2009 kl. 04:12

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Anna Benekovice. Hafið þér sárnað eitthvað ummæli mín skal ég fúslega
biðjast afsökunar á því. Málið er að þessi JR nafnleysingi og bleyða hefur
hér ÓTALSINNUM komið hér inn með ómerkilegan áróður og hef ég jafnharðann lokað á hann og eytt. Hlýtur að hafa ótal tölvur yfir að ráða.
Hann er blindur ESB sinni, og líður augljóslega illa hér í frelsinu, og því sagði ég honum að flytjast til þessa sæluríkis, sem hann tilbiður svo mjög  og láta okkur hér sem viljum hér búa í frjálsu og fullvalda ríki, vera í friði.
Sé raunar ekkert athugavert við það.

Þetta átti ekki við þig þó svo í hita leiksins megi í það lesa, og endurtek
afsökunarbeiðni mína og ómerki þau ummæli.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.7.2009 kl. 10:36

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo Anna eitt í viðbót. Þótt ég sé heitur ESB-andstæðingur, þjóðfrelsisinni,
fullveldissinni og sjálfstæðissinni, GETUR ÞÚ HVERGI á minni allri bloggsíðu
frá upphafi fundið kynþátta- og þjóðernishyggju. BER VIRÐINGU FYRIR
ÖLLUM KYNÞÁTTUM OG ÞJÓÐERNIM og lít á þau ÖLL Á JAFNRÉTTISGRUND-
VELLI. Er í mínu hjarta ÞJÓÐFRELSISSINNI FYRIR ALLAR ÞJÓÐIR HEIMS!
Og ÞVÍ SÍÐUR skiptir það mig máli hvað fólk heitir eða hvaða nafn það ber.
JR er hins vegar NAFNLEYSINGI sem þorir ekki að koma hér fram undir FULLU nafni sem pirrar mig MJÖG!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.7.2009 kl. 10:44

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já Guðmundur, mér sárnaði.  Oft er ég bara kölluð "Benkovic" í þjóðarumræðu og afgreidd þannig sem "óþjóðleg!.  Það sárnar mér!

Þakka þér afsökunarbeðni og rökstuðning.  Mér þykir þú maður að meiru, en allir geta misst sig í svo viðkvæmri umræðu og það hefur einnig komið fyrir mig. Takk...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.7.2009 kl. 14:23

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gott Anna. Þá erum við sátt við hvort annað. Og ALLAR góðar óskir til
þín.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.7.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband