ESB-sinnar farnir á taugum ! Upphrópa andstæðinga illum nöfnum


   Að kalla systurflokk Kristilegra demókrata í Bæjaralandi
fasistaflokk og hægri öfgaflokk, fyrir að vera með efasemdir
um stækkun ESB, og  þar  með tilkomu Íslands í það, sýnir
hversu ómálefnalegur áróður ESB-sinna er orðinn. En Axel
Þór Kolbeinsson vekur athygli á þessu á viðeigandi hátt  á
bloggssíðu sinni í gær.Sjá www.axelthor.blog.is -

   Þetta eru sömu  frasarnir og  voru  uppi þegar  flokkar
sjálfstæðissinna unnu stórsigra í Evrópuþingskosningunum
í sumar. Þá voru upp sömu upphrópanirnar, og sjálfstæðis-
sinnum líkt við  hægri-öfgamenn  og  fasista. Bara af  því
þeir eru  efasemdarflokkar um skrifræðið  í Brussel, og  það
ÓGNVEKJANDI BÁKN sem hið miðstyrða- og GJÖRSPILLTA
ESB er að verða. - Enda er ólgan innan ESB stöðugt  að
aukast, og mun ESB splundrast upp ekki eftir svo langann
tíma, eins og Sovétríkin sálugu gerðu.

  Í Þyzkalandi er vaxandi óánægja með ESB, enda hefur
þýzk þjóð ALDREI verið spurð um þáttöku sína í ESB  og
upptöku evru. Andstaða langstærsta flokks Bæjaralands,
í stærsta fylki Þýzkalands, er bara eitt dæmi þess.

  En þetta er alveg dæmigert fyrir vinstrisinna á Íslandi
sem nú sitja í ríkisstjórn Íslands, sem hyggjast troða
Íslandi  inn í  ESB í boði icesave-inngöngumiðans.

   ESB-sinnar eru farnir á taugum. Þótt þeiri hafi SVÍNBEYGT
kommúnistanna í Vinstri grænum í Evrópumálum, vita þeir
að ÓGERLEGT verður að beygja ÍSLENZKA ÞJÓÐ til fylgis
við inngönu í hið fallandi og rotnandi Evrópusamband.

   Stríðið sem ESB- landssölusinnar hafa hafið ER TAPAÐ
fyrir þeim.  Þess vegna titra þeir og skjálfa á beinum.
Þá mun Evrópa frelsast á ný, þegar sjálfstæðissinnar
ná þar tökum, eins og úrslit kosninganna til Evrópuþing-
sins í sumar bera merki um. Já, það er gott og ánægjulegt
að vera í hópi sjálfstæðissinna á Íslandi, eins og meðal
bræðra vorra  í hinu þúzka fallega  Bæjaralandi!!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB sinnar láta ekki mikið fyrir sér fara í bloggheimum núna, enda þurfa þeir þess ekki. En ESB andstæðingar fara hamförum í bræði sinni. Sumir hverjir af þeim láta alla skynsemi lönd og leið. Sem dæmi nefni ég að starfsmaður í Seðlabankanum, Loftur Altice hvetur til blóðugs uppgjörs við Samfylkinguna og stuðningsmenn hennar. Ekki veit ég hvernig hann vill láta útfæra það. Má ég sem samfylkingarmaður og ESB sinni, eiga von á því að verða fyrir blóðugri árás? Er kannski samstarfsmaður hans, Ólafur Klemensson kominn með hnefana á loft?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 01:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Svavar. Hel að ALLIR ÞJÓÐSVIKARAR, LANDSÖLUMENN og LANDRÁÐAMENN skulu vara sig! Ekki sízt Samfylkingin, sem ekki getur
talist ÍSLENZKUR flokkur lengur!

Meir að segja ÉG ER KOMINN MEÐ HNEFANN Á LOFT!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.7.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þeir sem hafa viðurkennt að hafa talið sig meinta snillinga fram til 17. júní 2009 er ekki komin tími til að fara að taka rök almennra arðbærisforsenda með inn í umræðuna. Hitler gerði sér grein fyrir áróðurstækni  alþjóða elítu þjóðanna í EU. 80%  [þýsks] almennings trúir öllu sem þeir heyra [nógu oft] af hálfu uppanna 10% hafa persónulega reynslu að þeim getur skjátlast, en hin 10% gagnrýna alla hluti undantekningarlaust. Við fáum hinsvegar ekki hæfan meirihluta í lýðræðislegum kosningum með 20%. Mein Kampf.    Tilgangurinn helgar meðalið [lygarnar].

Ísland og Grænland og Færeyjar geta ekki vegna fjarlægðar geta ekki nýtt sér arðbæris grunnforsendur meginlands EU. 

Hinsvegar vantar EU [að meðaltali meðlimaríkja] hráefni og mengunarkvóta utan EU til að þeirra stórborga innbyrðis samkeppnigrunnur sameiginlegs innri markaðar gangi upp.

Íslenska Elítan [undir 60 ára] er örugglega á litin ein sú skammsýnasta og skammminnugasta í Evrópu. 

Í samningum um starfsemi EU er vísað í margar týndar eyjur í Atlandshafi.

Íslenska Elítan eftir greiðsluaðlögun verður sú fátækasta í EU og þá má búast við að sumir sakni góðu gömlu daganna þegar hægt var að plokka Íslenska lýðinn sem er ekki þjóðin?.

Júlíus Björnsson, 19.7.2009 kl. 02:34

4 identicon

Ef einhverjir eru að fara á taugum, þá eru það andstæðingar ESB. Það gæti nefnilega komið út úr aðildarviðræðunum, að það væri mjög hagstætt fyrir Íslendinga að vera í ESB.  Það er nú ekki þannig að ESB bíði eftir Íslandi, því þessi þjóð er rúin öllu trausti út á við og því nauðsynlegt að endurheimta það á ný.  Fólk sem er að leggja á sig 15-25 ára nám sér litla framtíð í því að búa hér ef hér á að vera lokað og einangrað þjóðfélag. Eitt er ljóst Guðmundur. Kratar eru ekki minni Íslendingar, en það fólk sem aðhyllist þína pólitísku þröngsýnu skoðun. Þér er frjálst að hafa þessa skoðun og berjast fyrir henni. En það er lágmark að þú sýnir öðrum umburðarlyndi gagnvart þeirra skoðunum.  Það er sameiginlegt markmið allra að íslenska þjóðin hafi það sem allra best. Þetta er spurningin um leiðir að þessu marki og því skiptum við okkur í pólitískar hreyfingar.

ET (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 10:26

5 Smámynd: Elle_

ET:

"Fólk sem er að leggja á sig 15-25 ára nám sér litla framtíð í því að búa hér ef hér á að vera lokað og einangrað þjóðfélag."

Við eru ekki einangruð þó við göngum ekki þarna inn ET.  Hvað heldur þú að EU sé stór hluti af heiminum.  Það er minna en 9%  Það er enn eftir yfir 91% af heiminum.  Og fyrir utan það var vaðið yfir lýðræðið þegar felldur var réttur fólksins til að hafa fyrsta orðið.  Já, við fólkið kusum þetta bara ekki neitt.  Kannski vildu sum okkar sækja um aðild að öðrum ríkjum eða samböndum, Bandaríkjunum, Canada, NAFTA?  Og fjöldi fólks vildi þetta bara ekki neitt.  Nei, einvalds-evru-flokkurinn skilur bara hvað einvalds-evru-flokkurinn vill.  Skítt með fólkið í landinu. 

Elle_, 19.7.2009 kl. 11:49

6 identicon

Guðmundur.

Ert þú ekki kominn út fyrir allt velsæmi? Má ég skilja þessa færslu þína þannig að ef ég mætti þér á götu, þá mætti ég eiga von á blóðugum barsmíðum af þinni hálfu?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 11:57

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Svavar.  En þegar stríðshanska hefur verið kastað í eins stórmáli og
um fullveldi og sjálfstæði Íslands og yfirráðum þjóðarinnar yfir hennar
helstu auðlindum, verða átökin MJÖG HÖRÐ og ÓVÆGIN. Vonandi ekki
blóðug.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.7.2009 kl. 12:20

8 identicon

Ég skil ekki þennan rosalega æsing í þér. Þú veist væntanlega að tilvonandi aðildarsamkomulag verður borið undir atkvæði þjóðarinnar. Er það ekki lýðræði? Þá kemur í ljós hvort þið hafið haft rétt fyrir ykkur.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 13:07

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Ha ha ha.. nákvæmlega Svavar. En Guðmundur er búin að sjá fyrir tap andstæðinga evrópusambandsins.

Það er ekki seinna vænna fyrir hann að koma sé í stríðsgírinn..

hilmar jónsson, 19.7.2009 kl. 13:13

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hilmar. Biddu með að glaðhlakka. Þjóðin mun KOLLFELLA samninginn,
komi nokurn tíma til þess að samningur verði gerður. Auk þess hefur
þegar verið gripið til ráðstafanna, þannig að til aðildar komi ekki!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.7.2009 kl. 15:23

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einmitt Dóra.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.7.2009 kl. 16:06

12 Smámynd: Elle_

Vil líka taka undir með Dóru.  Það er akkúrat það sem gerðist sl. fimmtudag.  Lýðræðið var brotið niður í þúsund mola.  Og óskiljanlegt finnst mér að nokkur maður skuli geta fagnað ofbeldi gegn lýðræðinu.  

Elle_, 19.7.2009 kl. 16:57

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér fylgir ein grunnforsenda sameiginlegum samningum meðlimaríkja EU. 1. lagabálkur 2. málsgrein fjórðu grunnforsendu. Engin aumingjahjálp. 

2.       Sameiningin virðir jafnrétti Meðlimaríkjanna gagnvart samningunum eins og þeirra þjóðareinkenni, sem eru ásköpuð þeirra grundvallar stjórnarstefnu og stjórnarskrárskipunar formgerðum, þar með talið það sem varðar sjálfstjórn staða og héraða. Hún virðir nauðsynlegar skyldur Ríkisins, einkanlega þær sem hafa fyrir markmið að tryggja því svæðislegum heilleika, að halda uppi röð og reglu og að passa upp á þjóðaröryggi. Sér í lagi, þjóðaröryggi verður eftir sem einkaábyrgð sérhvers Meðlimaríkis.

15-20 ára nám tryggir ekki vinnu í samkeppni alþjóðasamfélagsins. USA lítur í ríkara mæli til Indverja og Asíumanna. Fyrrum austantjalds þjóðir búa að gífurlegum námskröfum sinna úrvals nemenda. Hver þjóð í EU er sjáfum sér nóg um lykil menntamenn úr þeirra námssíu kerfum. Norðurlöndi eru svo lítið sér á báti í þessum efnum. Tvíhliða samningar við EU  [5 ára fresti] eru besti kosturinn í stöðunni, EU passar upp á  að tryggja sér hráefni fyrir sinn forsendugrunn samkeppni. EFTA er ekki ókeypis og við þurfum að vinna okkur út úr skuldum.   

Júlíus Björnsson, 19.7.2009 kl. 17:23

14 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem þið önnur, hér á síðu hans !

Það alvarlegasta er; að ekki minnist ég, eins einasta ESB fylgismanns, hver hvatt hafi, til handtöku fjárglæframanna, þeirra, sem þjóðfélags hruninu ollu, haustið2008.

Að minnsta kosti; skyldu þeir, ef finnast kynnu, gefa sig fram, í opinberri orðræðu - hér á vef; eða þá, annars staðar. Og; staðfesta sínar meiningar, ef vera mættu, á þann veg.

Allt of víða; má finna samhljóm þeirra - hverjir; fyrir hruninu stóðu, meðfram hinna, hverjir vilja undirgangast Brussel maktina.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband