Icesave VERÐUR AÐ FELLA ! Bregst stjórnarandstaðan aftur?


    Svo virðist að hluti stjórnarandstöðunar sé að bakka í
icesave-málinu.  Birgitta  Jónsdóttir  þingflokksformaður
Borgarahreyfingarinnar,  og  Pétur  Blöndal  þingmaður
Sjálfsstæðisflokksins, gefa  grænt  ljós  á  icesave  með
hálf  þokukenndum  fyrirvörum.  - Enn  og aftur er   að
sannast hversu brýn þörf er orðin fyrir íslenzka þjóð að
að eiga SINN MÁLSVARA á Alþingi Íslendinga. ÁKVEÐIÐ
ÞJÓÐLEGT STJÓRNMÁLAAFL er gætir ÍSLENZKRA HAGS-
MUNA í HVÍVETNA!!!!

  Icesave-samningurinn svokallaði er gjörsamlega óásætt-
anlegur, frá öllum hliðum litið, og ber því að fella.  Enda
hugarfóstur Samfylkingarinnar til að Ísland komist í ESB
HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR! - Því yrði sorlegt ef hluti stjórnar-
andstöðunar ætlar að bregðast á ögurstundu í máli þessu.
Eins og gerðist við atkvæðagreiðsluna um aðild Íslands að
ESB. - Þá brugðust ALLIR flokkar stjórnarandstöðunar.
Meir að segja sjálfur vara-formaður Sjálfstæðisflokksins SAT
HJÁ í þessu örlagaríka máli.

   Samtaök fullveldissinna virðast EINU stjórnmálasamtökin
á Íslandi sem eru heil í þessum tveim stærstu pólitísku hita-
málum lýðveldisins. Hafna alfarið ESB-aðild og icesave. Sam-
tök, sem nú undirbúa  sig og skipuleggja sem ÖFLUGT
ÞJÓÐLEGT stjórnmálaafl, er bjóða mun fram um land allt
í næstu kosningum. Sem félagi í flokki Fullveldissinna hvet
ég alla þjóðfrelsissinna að ganga í samtökin og taka þátt
í mótun hans og uppbyggingu.  - Ræfilshátturinn og hinn
and-þjóðlegi þankagangur á Alþingi Íslendinga í dag sýnir
og sannar svo ekki verður um villst að þar er orðin  þörf á
STERKUM og ÁKVEÐNUM ÁBYRGUM  þjóðfrelsisflokki á ÞJÓÐ-
LEGUM GRUNNI!

    www.zumann.blog.is

    www.fullvalda.is

mbl.is Styðja Icesave með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu hvað er alltaf verið að tengja allt við samfylkingunna? Minni þig á að Fjármálaráðherra er með þetta mál það er Steingrímur J. Fjármálanefnd Alþingis er með þetta mál Þar er formaður Árni Þ. Og fyrir samninganefndinni fór Svavar Gestsson allir þessir menn eru í Vg. Og allir eru að vinna eins góða vinnu og hægt er við þessar erfiðu aðstæður.

Held að þeir geri sér betur grein fyrir alvöru málsins. Þeir vita að við er að fást mjög þunna línu milli þess að við lendum í enn alvarlegri vandamálum og þess að ná sáttum við Breta og Hollendingar og um leið að gera þennan samning eða fyrirvarar þannig að við komumst út úr þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.8.2009 kl. 01:00

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Samfylkingin ber HÖFUÐÁBYRGÐ á nánast þjóðargjaldþroti
Íslendinga eins og ég hef MARGLÝST hér á minni bloggsíðu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.8.2009 kl. 01:18

3 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - líka sem og; aðrir, hér á síðu !

Svo; háttar til, í mínum ranni, Guðmundur minn, að þolinmæði liðinna 10 mánaða, af minni hálfu - sem fjölmargra annarra, er löngu þorrin, og mega stjórnmálamenn; íslenzkir, búast við, að flokkar vígreifra manna og kvenna, komi senn til, að tala BEINT við þennan mannskap - hver; hengilmænu hátt einberan, sýnir - sem drabbara skap, í steinnökkvanum gamla, við Austurvöll Reykvízkra.

Hefi fyrir satt; að einir örfárra, geti Fakírar og Gúrúar, austur á Indlandi, lifað á loftinu - svo vikum skiptir, án þess að nærast, nokkrum mat, né drykkarfanga.

Magnús Helgi; sí-krati, gæti kannski upplýst okkur hin, hvort þau Jóhanna kerling; og Steingrímur Þistilfirðingur, hyggist fá helga menn, austan þaðan, frá Indlandi, til þess að kenna okkur, hér á Norðurhjara, þá merkilegu list, að feta í fótspor þeirra; Fakíra og Gúrúa, þar eystra ?

Og; til fyrirbyggingar misskilnings. Þá, eru ofanskráð orð, fram sett, með fullri virðingu, fyrir Indverjum, og háttum þeirra, almennt.  

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 01:24

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Viðhorf VG og Samfylkingarinnar hafa verið að færast saman nú síðustu daga og það virðist liggja í loftinu að ICESAVE verði samþykktir að þeirra hálfu þá á eftir að sjá hvað aðrir þingmenn gera, staðan virðist vara að þróast svona.

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 6.8.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband