Aldrei talað um vinstriöfgamenn.


   Mbl.is greinir frá óeirðum í Hamborg í gærkvöldi, þegar
VINSTRISINNUÐ UGMENNI vildu mótmæla göngu HÆGRI-
ÖFGAMANNA  í borgunni. Hvaða mat liggur að baki þegar
annar pólitiskur hópur er kallaður öfgahópur, en hinn
ekki? Hvaða pólitísk mælistíka er lögð þar til grundvallar?
Hvers vegna er nær undantekningarlaust talað um hægri-
öfgamenn en ekki vinstriöfgamenn? Eru kommúnistar,
Maóistar, Stalínistar, og vinstrisinnaðir róttæklingar ekki
öfgamenn ? Hvað hafa  mörg tugmilljóna manna verið
drepnir í nafni kommúnista og vinstrisinnaðra róttæklinga?

   Svona fréttaflutningur er undanlegur. Hef áður gert
athugasemd við svona fréttaflutning, en þá breytti Mbl.
fréttinni. - Kannski það geri það núna aftur?

   www.zumann.blog.is
mbl.is Óeirðir í Hamborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laxinn

Já þetta er frekar asnaleg frétt. Ég myndi segja að í þessu tilfelli væru þeir vinstrisinnuðu "meiri öfgamenn" þar sem þeir kveiktu í bílum og réðust á lögreglumenn. Ég skil ekki hví ætíð er verið að hlífa þessu liði og reyna að láta líta út eins og þeirra barsmíðar og skemmdarverk séu einhverjum öðrum að kenna. Þrátt fyrir að hafa litla samúð með nýnasistum þá hef ég alls ekki meiri samúð með kommúnistum eða hettuklæddum anarkistum sem kveikja í fyrirtækjum og berja lögreglumenn.

Laxinn, 12.9.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Í þessu tilfelli eru það vinstrisinnar sem fara með ofbeldi gegn lögreglu og
ættu að kallast ÖFGAMENN! Takk laxinn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2009 kl. 14:35

3 identicon

Skrýtið   með  þessa  hægri  öfgamenn.  Venjulega  eru  það  salla  rólegir  náungar  en  vinstri/(oftast  með  ívafi af múslímum)   gera  allt  vitlaust.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:20

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hægri og vinstri eru hugtök sem er úr sér gengin skilgreiningarlega og ljósi almennt hrakandi greindar á grunnforsemdum mjög hlutlæg.  

EU í grunni sinna stjóraskipunarlaga er samband allra Evrópubúa sem byggja á menningar arfleiðinn frá Róm. Eða sáttmáli allra sem setja EU ofar öll í samfestin lénsþjóðarríkja Meðlima-Ríkja. Eða einangrað alþjóðarasistasamfélag með tilliti til meginlands Evrópu uppruna. Rússum er þó útskúfað sem gömlu lénsríki þeirra boðin velkomin undir miðstýringu Þjóðverja og Frakka sem allir vita hver grunnmenningar forsendur yfirstéttarinnar eða fyrirfólksins eru.

Ráðmenn Íslands eru almennt eins og hafi ekkert annað að gera en fá útrás fyrir þörf skoðana tjáningu hjá sér líkum í Brussel. Minna er um að þeir hafi áhuga á að rækta sinn eigin heima markað. Telja ungu fólki trú um að EU regluskorðunar kerfið sé ástæða þess að lífskjör almennings á Íslandi fyrir upptöku þess voru einna best í samanburði. Þegar sem jöfnust tækifæraskipting til að efnast og heiðarleiki var leiðarljósið.

Júlíus Björnsson, 12.9.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband