Hvenær verða vinstrimenn öfgamenn ?


   Nú um helgina greina fjölmiðlar frá óeiðrum í Hamborg og
Lundúnum. Mbl. segir óeirðir hafa brutist út í Hamborg í
fyrrakvöld þegar vinstri sinnaðuð ungmenni vildu mótmæla
göngu HÆGRIÖFGAMANNA í borginni. Kom fram í fréttinni
að einmitt vinstrisinnar voru með meiriháttar skrílslæti og
djöflagang. Kveiktu m.a í bílum og ruslatunnum og köstuðu
flöskum og grjóti í lögröglumenn. - Hvergi var minnst á að
hinir meintu HÆGRIÖFGAMENN hefðu verið með óspektir. Og
á RÚV í gær var sagt frá því að  til átaka hefði komið í Lund-
únum þar  sem HÆGRIÖFGAMENN hefðu komið við sögu. En 
hvergi var þar minnst á að átökin blossuðu upp utan mosku
þar sem öfgfullir múslimar áttu í hlut, og aðrir vinstrisinnar.

    Þetta vekur upp þá spurningu um það hvaða mat liggur á
baki  svona fréttaflutningi ? Hvaða pólitísk mælistika er lögð
til grunvallar í hlutlausum fréttaflutningi að kalla annan hóp-
inn öfgahóp en hinn ekki?  Hvers vegna er nær undantekn-
ingalaust talað um HÆGRIÖFGAMENN en aldrei VINSTRIÖFGA-
MENN, jafnvel þótt þeir síðarnefndu séu sekir um mestu fjölda-
morð mannkynssögurnar?  Sbr. kommúnisminn!  Og þjóðar-
morðingjarnir Stalín og Maó.

   Og til að heimfæra þetta upp á Ísland! Sá flokkur sem vill
stórskerða íslenzkt fullveldi, og kúga þjóðina undir erlent
vald og erlendan skuldaklafa henni að ósekju, og afhenda
helstu auðlind hennar til yfirþjóðlegs valds, getur hann  þá
ekki talist  til  óþjóðlegra ÖFGAFLOKKA ?  Rasista gegn eigin
þjóð!

    Hvar eru  mörkin?  Og hver ákveður þau í svona einhliða
,hlutlausum" fréttaflutningi?

    www.zumann.blog.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já mjög góð spurning, varðandi fréttamatið í þessu efni. Svo sannarlega verðug vangavelta.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.9.2009 kl. 01:05

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, auðvitað eru það vinstrimennirnir á fréttastövunum sem ákveða það, Guðmundur Jónas, bæði hér á landi og t.d. á BBC, sem sagt er fylgja Guardian eftir í pólitískum áherzlum. En hressilega skrifaður pistill hjá þér.

Jón Valur Jensson, 13.9.2009 kl. 01:21

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

HÉR er líka dæmi um vinstriþöggun!

Jón Valur Jensson, 13.9.2009 kl. 01:47

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Stimpillinn "öfgamaður" er óspart notaður af fólki á vinstri vængnum og þeim sem telja sig betri en aðra (sem eru auðvitað ekki öfgar eða hvað?). Oft er þetta fólk tilbúið að bera í bætifláka fyrir hryðjuverkastjórnir. Þeir sem berjast hér á blogginu fyrir tilvist Ísraelsríkis eru óspart kallaðir öfgamenn. Þeir sem baða sig í samsæriskenningum um 9/11 eru friðarsinnar með fallegar hugsanir.

Tökum dæmi. Utanríkisráðherra í ríki, sem nýfarið var á hausinn, m.a. vegna fáránlegra samúðaryfirlýsingar ráðherrans með öfgafullum fjárglæframönnum, notaði gamlársdag 2008 til að skrifa bréf til kollega síns í Ísrael. Íslenski ráðherrann er friðarsinni, ísraelski ráðherrann er sagður öfgamaður, samkvæmt fréttflutningi. Ísraelski ráðherrann var að bjarga landi sínu og þjóð frá árásum öfgahópa, sem lýsir yfir áætlun um að útrýma Ísrael. Íslenski ráðherrann skrifaði bréf til að skamma kollega sinn sem var að verja landa sitt. Friðarsinninn sat með hausverk og skammaði erlendar þjóðir, meðan hún gat ekkert gert til að leysa vanda þann sem öfgamenn í stjórnmálum og fjármálum höfðu skapað fyrir íslensku þjóðina. Öfgar hennar voru svo miklir að hún blæddi almannafé í áform um að komast í Öryggisráð. Hún ætlaði að stjórna friðinum í heiminum. Heima fyrir var allt í bál og brand og hún lék á hörpu þegar Róm brann.

Vinstrimenn verða seint öfgamenn, því þeir sjá ekki sjálfir hina öfgafullu hugsun sem þeir aðhyllast.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.9.2009 kl. 05:36

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þessir svokölluðu hægri öfgamenn í Þýskaland eru mest sósíalistar og í Bretlandi eimir enn angi furðulegrar þýsk/ítalskrar blöndu í formi Oswald Mosley geðsýki. En Churchill þurfti að láta fangelsa Oswald og halda honum í stofufangelsi allt stríðið. Sjá Oswald Mosley a film from Britain

Menn virðast alveg gleyma að nasistar voru fyrst og fremst sósíalistar. Í stað þess að þjóðnýta atvinnutækin þá þjóðnýttu þeir þegana og skutu svo aðalinn. Nazi-Þýskaland var eins og Austur Þýskaland varð eftir styrjöldina. Bendi hér á góða bók um þetta mál, The Meaning of Hitler, eftir Sebastian Haffner. Mjög góð óhlutdræg pólitísk greining á brjálæðingi sósíalista númer tvö, Adolf Hitler. Brjálæðingur númer eitt var svo Josef Satín og Lenin. Báðir geðsjúkir glæpamenn sem rændu völdum í Rússlandi eins og hreinir glæpamenn og drápu svo þar í kjölfarið 50-70 milljónir af sínum eigin þegnum. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2009 kl. 06:10

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svo eru til menn á Íslandi sem enn hrósar kommúnismanum og sakna ágæti hans. Þetta eru miklir friðarsinnar. Sjá

http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/944728/ 

Þvílík siðblinda. Það besta sem Sovétríkin skapaði var bifreið fyrir KGB og kommíssara, sem aðeins gat ekið á bensíni án brúnkols, sem þurfti að flytja inn frá Finnlandi.

Það er furðulegt að sjá, hvað margt greint og bráðgáfað fólk hefur verið heilaskúrað. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.9.2009 kl. 06:47

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Vilhjálmur. Það er líka ömurlegt hversu vel áróðurs- og heilaþvottavél USSR & Co náði miklum árangri í Evrópu. Núna eru 8 af hverjum 10 blaða- og fréttamönnum í Evrópu rauðir. Þetta tókst ekki svona vel í Bandaríkjunum því þar vissu menn af þessari neðanjarðarstarfssemi Comintern og KGB á sínum tíma og gripið var til gagnráðstafana. Nöfn þeirra manna sem voru ásakaðir um að vinna fyrr þessi líffæri Sovét í fjölmiðlunargeira Bandaríkjanna fundist flest í skjalakjallara KGB eftir að Heimsveldi Mannvonskunnar, USSR, féll ofaná pyntaða þegna sína.

Þessa fréttamenn og lærisveina þeirra þurfum við í Evrópu nú að hlusta á og horfa á hverjum degi ársins. Og ekki lætur RÍKIS-ÚTVARPIÐ sitt eftir liggja. The STATE RADIO & BROADCASTING. ætti ekki að vera til sem fyrirbæri nema í kommúnistalöndum. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2009 kl. 07:07

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka innleggin hér..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.9.2009 kl. 15:56

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það var kraftur í þessu frá Gunnari og Vilhjálmi.

Jón Valur Jensson, 13.9.2009 kl. 20:48

10 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Fyrsta skrefið; í mögulegri endurreisn Íslands, væri að gera ESB flokkana, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk, óskaðlega, með öllum tiltækum ráðum.

Okkar fólk; þjóðernissinna, þyrfti að vera eldsnöggt að stilla saman strengi, svo handtaka forkólfa þessarra flokka, gengi hratt og vel fyrir sig.

Síðar; mætti ræða, mögulegar endurhæfingar búðir, þeim til handa, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 00:00

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Evrópu samfesting efnahagslega aðgreindra þjóða í samræmi við fjölbreytileika.  þar 1% á 50% af öllu eru það ekki öfgar í sjálfum sér: ein allsherjar rasista sósa menningararfleiðarlega séð?

Júlíus Björnsson, 14.9.2009 kl. 22:02

12 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Fréttamiðlar og fréttamenn eru, að því er mér finnst, bara tískusneplar og þrælar, orðalagið gjarnan eftir því. Þegar talað er um öfgamenn þá vakna hjá mér grunsemdir um þar sé áróður á ferð, þ.e. að nú eigi að stýra skoðunum mínum.

Ég er reyndar bara á móti samþjöppuðu valdi og er ekki áskrifandi af vinstri eða hægri sem eru hvoru tveggja úreldar ormagryfjur sem fjöldinn allur af leiðtogum hefur dregið flokk sauða ofan í með einföldunum á hugtökum og einstrengingslegum skoðunum sem undantekningarlaust er klínt upp á fólk með áróðri og heitir allskonar nöfnum en eru allt saman alhæfingarbull sem stenst ekki raunveruleikann. Nokkur dæmi eru: Thatcherismi (e. Thatcherism),Reagan hagfræði (e. Reagonomics), Maóismi (e. Maoism), Nasismi (e. National Socialism) já og föðurlandsdýrkun (e. patriotism). Mismargir saklausir borgarar hafa þurft að deyja og/eða þjást vegna stefnanna en þær eiga það sameiginlegt að flokka fólk undir aðeins of fáa hatta, reyndar oftast bara einn eða tvo þegar við eru í raun næstum því jafn mismunandi og við erum mörg.

"Góðir" leiðtogar eru einmitt frægir fyrir að leiða menn í glötun og mér finnst að það þurfi að tryggja raunverulegt lýðræði þar sem valdi er sannarlega dreift og það án spillingar. Til þess að hinir fáu geti ekki undirokað hina mörgu.

Hvað Ísrael varðar þá dreg ég ekki í efa rétt þjóða til þess að verja sig en ég viðurkenni ekki þjóðríki sem rekin eru áfram af trúarbrögðum (e. theocracy) gildir einu hvaða trúarbrögð er um að ræða og þessar vinstri/hægri flokkanir eru bara enn ein einföldunin sem jaðrar við trúarbrögð á köflum. Í Ísrael er bannað að setja lög sem stangast á við lögmál gyðinga, sem er ekki ósvipað og í sumum ef ekki öllum ríkjum íslamstrúar, nema að stuðst er við önnur rit. Ég veit ekki hvernig páfinn stillir þessu upp í Vatíkaninu en mig grunar að þar sé það sama uppi á teningnum. Þessi ríki eru ekki ríki manna heldur guða og ég teldi heppilegra að þeim yrði bara lokað sem fyrst og byrjað upp á nýtt með raunverulegt lýðræði. Reyndar má bara loka Vatíkaninu. En þær breytingar hljóta að þurfa að koma frá þjóðunum sjálfum en ekki með kúgun annarra fylkinga og þjóða.

Já og þegar rætt er um fjöldamorð og þjóðarmorð má ekki gleyma innfæddum Ameríkönum (norður) sem var meyra og minna útrýmt í nafni framfara(græðgi) og í skjóli trúar. Ég hef heyrt að enn í dag sé sýktum teppum og sælgæti komið til einangraðra þorpa í Suður Ameríku í þeirri von að þorpsbúar deyi áður en þeir geri tilkall til landsins.

Vandamál okkar verða ef til vill leyst með frelsi einstaklingsins á kostnað frelsis stofnana, fyrirtækja og trúarfylkinga. Ég veit það ekki fyrir víst en oft virðast mér vandamál okkar felast í samþjöppun valds og framkomu þeirra sem vilja halda því.

-- Afsakið orðræpu, stundum sit ég ekki á mér og hvers kyns villur eru óviljandi.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 15.9.2009 kl. 09:20

13 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er aldrei fjallað um öfgavinstri kommunistahyskið 

Alexander Kristófer Gústafsson, 23.9.2009 kl. 23:22

14 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Alrei er kannski full öfgakennt :)

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 24.9.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband