Hryllingurinn í Írak.


     Hátt á annað hundrað manns mest konur og
börn voru drepin í Írak í dag fyrir utan þann mikla
fjölda sem særðust. Stefna  Bandaríkjanna hefur
GJÖRSAMLEGA mistekist í Írak. Það eina sem gæti
lagað ástandið væri  að Baldaríkjamenn færu með
allt sitt hafurtask frá Írak, því vera þeirra þar
virðist aðal orsakavaldurinn fyrir vargöldinni .

    Það voru meiriháttar mistök að bendla Íslandi
við þetta heimskulega stríð í upphafi. Því var
það virðingarvert þegar Jón Sigurðsson formaður
Framsóknarflokksins lýsti því yfir á flokksþingi
Framsóknarflokksins að aðkoma Íslands að
Íraksstríðinu hefðu verið mistök og byggð á
röngum upplýsingum. - Það sama gerði Geir H
Haarde EKKI  á flokksþingi sjálfstæðismanna.
Sjálfstæðismenn hafa aldrei viljað viðurkenna
mistökin og því hefur aldrei myndast samstaða
í ríkisstjórninni að lýsa yfir vanþóknun á þessu
hörmulega stríði.

    Hef ALDREI skilið þessa eilífu ÞJÓNKUN
sjálfstæðismanna við bandaríska utanríkisstefnu.
Jafnvel þótt hún oftar en ekki litist af skýrri
heimsvaldastefnu. Þó hefði það átt að auðvelda 
sjálfstæðismönnum við að taka upp sjálfstæða
afstöðu gagnvart bandariskri útanríkisstefnu
eftir að bandariski herinn hvarf frá Íslandi. En
svo virðist alls ekki vera. - Það er eins og sjálf-
stæðismenn gangi með þá meinloku í höfðinu að
það að hallmæla Bandaríkjunum tengist einhverri
vinstrimennsku. Þvílík FIRRA!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband