Vinstri grænir eru á móti uppbyggingu Vestfjarða!


     Þá liggur það fyrir. Vinstri-grænir móti olíu-
hreinsunarstöð á Vestfjörðum. Aðal-hugmynda-
fræðingur þeirra, Hjörleifur Guttormsson hefur
talað. Kom þetta nokkuð á óvart?
  
    Það er gjörsamlega óskiljanlegt hversu svart
afturhald þessir svokölluðu Vinstri-grænir eru.
Maður fer að  líta á þá sem efnahagslega hryðju-
verkamenn, því sama er hvað borið er niður til
að halda hjólum atvinnulífsins gangandi, þá koma
Vinstri grænir ætíð hrópandi nei nei STOPP STOPP!
Enda komið á daginn hverskonar fyrirbrigði VG
eru í raun. Afsprengi gamalla og úreltra sósíal-
ískra viðhorfa sem urðu gjaldþrota í A-Evrópu
í lok síðustu aldar. Í stað þess að rústa efnahag 
þjóða með sósíaliskri þjóðnýtingu er nú svokölluð
umhverfisvernd notuð í staðin, sem gengur út á
það að stöðva sem mest alla atvinnulega uppbygg-
ingu viðkomandi þjóðar á forsendum umhverfisvern-
dar. Kommúnisk endurlífgun hrein og klár!

   Vestfirðingar og aðrir íbúar NV-kjördæmis vita nú
hug Vinstri-grænna til atvinnulegra uppbyggingar í
kjördæminu.  Það að ekki megi einu sinni skoða og
ræða hlutina segir allt sem segja þarf. Jón Bjarnason
þingmaður Vinstri-grænna í NV-kjördæmi er nú  í vondum
málum. Æðsti-prestur Vinstri-græna afturhaldsins  hefur
talað!  Kjósendur í NV-kjördæmi tala hins vegar 12 maí n.k


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

 Veit sárt fyrir suma að heyra sannleikan um Vinstri-græna. Í þeirra augum eru þeir sem það gera ekki í lagi. Er mjög sáttur með
það Gunnar. Takk! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyrirgefðu Gunnar Þór. Þú ert víst krati en ekki Vinstri-grænn. Þá
ertu svona vinstri-sinnaður krati sem kemur út í eitt hér..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ekki vera svona reiður Guðmundur út í VG eða vinstri menn, ef ég man rétt varstu allt að því nasisti þegar við vorum að ræða stjórnmál á Bifröst á sínum tíma.  Þar sem ég vona að þú hafir náð meiri þroska í pólitíkinni en þá.  Þá  ætla ég að bjóða þig velkominn í Frjálslynda Flokkinn.

Jakob Falur Kristinsson, 21.4.2007 kl. 18:17

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jakob. Á Íslandi er ennþá málfrelsi. Og ennþá má gagnrýna öfga-
pólitík eins og Vinstri-grænir standa fyririr og hika ekki við í sínum
málflutningi að hagræða sannleikanum að vild. Hef alveg fullt leyfi að gerast reiðir út í slíka öfga-vinstrimennsku, því það er full
ástæða til. Þá vil ég upplýsa þig um að hvergi í mínum skrifum hér hef ég nefnt innflytjendamál á nafn eins og sumir hafa gert og það með ósmekklegum hætti eins og margir í Frjálslyndaflokknum.
Þvert á móti hef stutt núverandi ríkisstjórn í þeim efnum. Enda
búum við í dag við eina ströngustu innflytjendalög inna ESS-
svæðisins sbr Danmörk. Og talandi  um þroska í pólitík. Hef aldrei heyrt það þroskamerki að vera hlaupandi á milli flokka eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Vek athygli í því sambandi
á flokksbróðir þinn og þingmann frá Vestfjörðum sem þrisvar
hefur skipt um flokka, og er ábyggilega ekki hættur því enn.
Ber litla virðingu fyrir slíkum stjórnmálamönnum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.4.2007 kl. 21:38

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Maður velur sér flokk eftir því fyrir hvaða málstað hann stendur fyrir og ef þú ert að meina Kristinn H. Gunnarsson, þá var hann nánast hrakinn úr flokknum, því hjá Framsókn má enginn þingmaður fylgja sannfæringu sinni, aðeins dansa eftir forustu flokksins á hverjum tíma.  Þrátt fyrir að menn sverji eið um að fylgja sanfæringu sinni þegar þeir fara fyrst inná Alþingi.  Ég skil ekki hvernig þú Guðmundur sem harður þjóðernissinni og nánast nasisti getur verið hlynntur stjórlausu flæði erlends fólks hingað til lands.

Jakob Falur Kristinsson, 22.4.2007 kl. 09:15

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jakob minn. Er frjálslyndur þjóðhyggjumaður eins og Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins og hafna því öllum öfgum. Varðandi innflytjendamálin erum við bundin ESS-samningum um frjálst flæði vinnandi fólks. Eins og Jón Sigurðsson hefur réttilega bent á höfum við hingað til þurft á þessu erlenda vinnuafli að halda í þeirri efnahagslegri uppsveiflu sem við höfum verið í, enda atvinnuleysi nánast ekkert. Ef það hefði ekki komið
til væri hér óðaverðbólga. Flest af þessu fólki mun hverfa til síns
heima þegar atvinna minnkar. En hinir sem verða eftir verða að
njóta SÖMU réttinda á vinnumarkaði og aðrir Íslendingar og sam-
lagast okkar samfélagi. Um þetta er þjóðarsátt fyrir utan fáa
rasista. Varðandi Kristinn hlýtur að segja allt um hann að hafa
farið milli þriggja  flokka á sínum stjórnmálaferli. Pólitík byggist
jú á sannfæringu, en menn verða líka að geta samið um að ná settu marki með samningum við aðra. Um það snýst pólitíkin.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.4.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband