Athyglisverð skoðanakönnum um varalið lögreglu.


     Skv.skoðanakönnum sem Capacent Gallup
vann fyrir RÚV og Mbl. eru 50.9% sem tóku
afstöðu hlynnt því að komið verði á fót varaliði
lögreglu sem lið í vörnum landsins, en 40.1%
eru því andvíg. 

    Fylgið meðal stjórnmálaflokka er athyglisvert.
Mest er fylgið hjá Sjálfstæðisflokki 65.2%  og hjá
Framsóknarflokki 62.8%. Samfylkingin virðist
hins vegar klofin eins og í svo mörgum öðrum
málum. Samt vekur athygli að 45.5% kjósenda
Samfylkingarinnar segist hlynnt varaliðinu þrátt
fyrir að Össur þingflokksformaður hefði skotið
hugmyndina á  kaf strax þegar hún var kynnt.


    Hins vegar er andstaðan mest meðal kjósenda
Vinstri-grænna eða 58%. Það kemur hins vegar alls
ekki á óvart því sá flokkur hefur ætíð skilað auðu í
öryggis-og varnarmálum Íslands.  Það er í samræmi
við hans vinstri-róttækni og óþjóðlegra viðhorfa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband