Framsókn á uppleið. Ríkisstjórnin heldur velli



   Skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins er fylgi  
Framsóknar á uppleið og ríkisstjórnin heldur velli.
Framsókn er komin  í 10.4% sem yrði þó óvið-
unandi niðurstaða ef flokkurinn ætti að halda
áfram í ríkisstjórn. Athyglisverðast er þó það
að Samfylkingin dalar og er með 20.3% þrátt
fyrir flokksþing um síðustu helgi. Það hljóta að
vera mikil vonbrigði á þeim bæ. Frjálslyndir
mælast með 3.2% og komast ekki á þing.
Sama má segja um Íslandshreyfingu. Sjálf-
stæðisflokkur mælist með 41.2% og Vinstri-
grænir 19.7% eða nánast jafn mikið og Sam-
fylkingin.

   Ljóst er að meirihluti kjósenda vill núverandi
ríkisstjórn áfram. Til þess þarf Framsóknarflokk-
urinn meiri stuðning en fram kemur í skoðana-
könnun Fréttablaðsins.  - Vonandi tekst honum
að ná því fylgi fram að kosningum! Því mikið er
í húfi að ríkisstjórnin haldi velli þannig að áfram
verði framþróun og velsæld á Íslandi.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Framsókn yrði svo veik ef stjórnin héldi velli að hún yrði nánast áhrifalaus fengi í mesta lagi 1 til 2 ráðherra og um leið væri hún að setja snöruna um háls sér svo íhaldið gæti endanlega gengið frá flokknum.  Ég er hræddur um Guðmundur að þú hafir ekki nýlega farið um Vestfirði.  Þar er engin framþóun eða hagsæld.  Allt að hrynja sem hrunið getur.  Það er oft nefnt að Flateyri og Suðureyri hafi náð sér vel á strik, en það er opinbert leyndarmál að þessir staðir skera sig úr hvað varðar að landa afla framhjá vigt.  Og heiðarlegt fólk eins og við í Frjálslynda Flokknum tökum ekki þátt í slíku ef tilvera sjávarþorpanna á að byggjast á því að brjóta lög verða aðrir en við að sjá um slíkt t.d. Framsókn.

Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband