Hvað segja Vinstri grænir um olíuleit fyrir Norðurlandi?



    Í fréttum í kvöld kom fram að all góðar líkur
væri á að olía finnist fyrir Norðurlandi, og því
sé ekkert að vanbúnaði að undirbúa leit í
náinni framtíð. Þá vaknar sú spurning hvort
Vinstri-grænir muni ekki mótmæla öllu slíku?

  Þar sem Vinstri-grænir eru svo rosalega
lýðræðissinnaðir og með svo rosalega miklar
ákveðnar skoðanir í öllum málum hljóta þeir
að upplýsa kjósendur um sína rosalegu 
ákveðnu stefnu til slíks stórmáls nú fyrir
kosningar.

  Vinstri grænir!  Já, hver er þá ykkar afstaða í
þessu STÓR-máli?

   Kjósendur bíða svars!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ef það kæmi í ljós að olía myndi finnast fyrir Norðurlandi yrðu þínir flokksbræður flótir til að finna einhvern flokksgæðing til að færa honum eða þeim slík auðævi á silfurfati.  Sbr. bankanna og fiskinn í sjónum.

Jakob Falur Kristinsson, 24.4.2007 kl. 06:26

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Kristófer. Veit að þú ert kominn í vörn fyrir öfgunum í Vinstri-
grænum. Því miðað við öfganar þar væri það algjört stílbrot og tabú að styðja olíuvinnslu fyrir Norðurlandi, jafnvel þótt hún skilaði
þúsundum milljarða í ríkiskassan. - Og hvað Kárahnjúkana varðar
sem Vinstri-Grænir bera FULLA ábyrgð á gegnum R-listann og Landsvirkjun þá taka Austfirðingar alls ekki undir þín rök, því í
stað meiriháttar grósku og uppbyggingu hefði þar verið eymd og
fólksflótti ef Vinstri-grænir hefðu ráðið för.

  Svo þetta hjá þér Jakob. Orðin svo gömul klísja  og ekki svara-
verð.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.4.2007 kl. 09:06

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón. Auðvitað fylgir stórframkvæmdum eins og fyrir austan röskun
á náttúru. En hér  eins og oft voru stærri hagsmunir teknir fram
yfir minni og um það náðist þverpólitísk sátt. Því þið Vinstri-græn í
R-listanum sem hafði úrslitaáhrif í stjórn Landsvirkjunar samþykktu
Kárahnjúkavirkjun. Ef VG hefði virkilega viljað koma í veg fyrir hana
þá hefði VG einfaldlega átt að hóta stjórnarslitum innan R-listans.
Þannig þarna eins og oft leikið þið tveim skjöldum.

Svo varðandi einkavæðingu bankanna sem VG var á móti. Hvernig
væri ástandið í dag ef VG hefði ráðið.? Ríkissjóður  hefði orðið
af HUNDRUÐUM MILLJÖRÐUM og TUGUM MILLJARÐA árlega af
sköttum þessara banka, og útráðsin hefði ALDREI orðið þil sem
hefur skilað sér meiriháttar í okkar þjóðarbú.

   Veit þú reynir að verja VG varðandi olíuvinnsluna. VG er á móti
olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Hún er margfallt minna dæmi en
olíuvinnsla. Þannig hinir vinstrisinnuðu róttæklingar og öfga-
vinstrimenn munu klárlega hamast gegn olíuleit og vinnslu komi
það til. Vil hins vegar undandkilja þig Jón, því þú virðist allt of
skynsamur og þar af leiðandi í vitlausum flokki.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.4.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband