Dauðaþögn sjálfstæðismanna


   Athygli vekur hin yfirþyrmandi dauðaþögn sjálfstæðismanna
um þá staðreynd, að viss öfl innan Samfylkingarinnar hafa
nú er virðist komið í veg fyrir byggingu olíuhreinsistöðvar á
Vestfjörðum. Eftir fund umhverfisráðherra  s.l föstudag með
talsmönnum byggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum er
alveg ljóst, að ráðherra ásamt iðnaðarráðherra munu allt til
gera til að koma í veg fyrir byggingu stöðvarinnar. Hver er
afstaða sjálfstæðismanna?  Hvað segir t.d  Sturla Böðvarsson
fyrsti þingmaður kjördæmisins eða Einar Kr. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra, sem segist hlyntur því að málið sé skoðað?
Hvað eru fjölmiðlanir í þessu stórpólitíska máli? Hvers vegna
leita þeir ekki svara hjá þessum aðilum um hver afstaða þeirra
sé og viðhorf til þessa stóra máls? - Er málið kannski orðið það
eldfimt, að það þoli ekki að um það sé fjallað á æðri stöðum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónas, heldur þú virkilega að Sjálfstæðismenn hafi minnsta áhuga á að koma þessari olíuhreinsunarstöð upp á Vestfjörðum?

Get ekki ímyndað mér það, enda hygg ég að Vestfirðinga vanti flest annað en svona fyrirbæri.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll nafni. Já, hef fulla ástæðu til að halda það, og bendi á bæjarstjórann á Ísafirði og sjálfstæðismennina alla í Vesturbyggð og jákvæða afstöðu sjávarútvegsráðherra. Þannig, megin þorri sjálfstæðismanna er hlyntur þessu jákvæða ,,fyrirbæri", en það
virðst ákveðinn afturhaldshópur innar Samfylkingarinnar sem ætlar
að drepa þetta mál eins og svo FJÖLMÖRG önnur sem horfa til
heilla fyrir landi og þjóð............


Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.8.2007 kl. 16:43

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Baldur. Framsóknarmenn hafa nú hvergi komið að þessu máli, heldur margir framsýnir menn, þó aðallega úr Sjálfstæðisflokknum að ég held. Þess vegna kalla ég hér eftir viðbrögðum þeirra við því að öfgakennd og skammsýn sjónarmið innan Samfylkingarinnar ráði því hvort úr þessu stórmáli verði eða ekki.
Skammsýni þín eða þekkingarskortur veldur því að þú haldur að
þessi stórframkvæmd einskorðist bara við Vesturbyggð. Hún mun
hafa geysileg jákvæð áhrif um alla Vestfirði, m.a yrði strax farið í
að bora jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dyrafjarðar þannig að allt
norðursvæði Vestfjarða nýti þessara stórframkvæmda að fullu.
Olíuhreinsistöð fellur EKKI undir Kyotosamninginn sem stóriðja,
auk þess sem tilskipun Evrópusambandsins styrkir tilvíst svona
iðnaðar miklu fremur en hitt í framtíðinni. Olíuhreinsistoð fyrir
vestan gæti fullkomlega þjónað olíuvinnslu fyrir norðan, ekki
síður en olíuvinnslu miklu norðar  sem hún gerir í byrjun, þannig
það er ekki rétt hjá þér heldur. Engu álveri þarf að loka, heldur
geta meir að segja fleiri verið byggð, þrátt fyrir þessa olíuhreinsistöð. Þannig að allt eru þetta ranghugmyndir Baldur
eins og hjá flestum sem eru andstæðingar þessara hugmynda
um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum..............

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.8.2007 kl. 21:11

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Baldur. Til að endurtaka mig ekki varðandi Kyoto þá vil ég benda
á blogg mitt 23 ágúst RÁÐHERRAR ÞAGA YFIR MERKUM UPPLÝSINGUM. Þar vísa ég til athyglisverðar greinar úr Viðskiptablaðinu sama dag, en þar kemur það merkilega fram, að annað hvort veit ráðherra ekki betur eða hann ásamt iðnaðarráðherra séu að reyna að blekkja sem mest í þessu máli. Alla vega ætla þau að túlka öll lög og reglur það þröngt að úr þessu máli verði EKKERT.

Varðandi Arnarfjörð þá vill svo til að ég er Vestfirðingur og hef
oft keyrt um hann. Miklar úrbætur hafa verið þar unnar í vega-
málum en verði af jarðgöngum mun samhliða þeim allar vegaframkvæmdir í Arnarfirði verða kláraðar. Það segir í sjálft!

Þessi olía sem kemur í umrædda olíustöð á Vestfjörðum er
unnin í rússneskum norðurhöfum, þannig það yrði miklu minni
sigling frá okkar væntanlegu olíulindum á okkar landgrunni,
og því gæti hún fyllilega nýst okkar þar auk þess að byggja upp
þekkingu hér innanlands við olíuhreinsun. Það eru nefnilega
skip sem sigla með olíuna til hreinsunar en ekki leiðslur.

  


Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.8.2007 kl. 21:52

5 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Það er alltaf sárt að sjá að utanaðkomandi skuli sí og æ vilja meina fólki að bjarga sér. Ég veit að vísu ekki hvaðan Baldur kemur en mér finnst að fólkið fyrir vestan, sem á jarðirnar með réttu og hefur mestan hag af mengunarlausum sjó í kringum sig, hljóti að mega gera upp við sig sjálft hvort það vill olíuhreinsistöð eða ekki. Fyrir sveitarfélögin, skólana, byggðirnar yrði þetta sannkölluð gullnáma en viss áhætta fylgir þó vissulega. Það er auðvelt fyrir Reykvíkinga að fordæma þetta á einhverju kaffihúsinu á Laugarveginum en margir eru viljugastir til að benda á ruslið í annara manna görðum. Áfram Vestfirðir!

Ps. Ég væri alfarið á móti því að láta Byggðastofnun borga. Annað hvort borgar þetta sig eða ekki en á þeirra eigin forsendum.

Örvar Már Marteinsson, 26.8.2007 kl. 23:04

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki heyrist mikið frá Framsóknar þingmönnum um þetta mál. Það er nú spurning hvort eitthvað sé um þetta mál að segja. Þetta færi væntanlega í lögformlegt umhverfismat og þessi félög sem vilja byggja þetta mundur sýna fram á að þau gætu keypt losunarkvóta fyrir þessa iðju. Sem og hvernig skip með mengunarútbúnað þeir ætla að skaffa til að takast á við hugsanleg mengunarslys. Þá fyrst reynir á stjórnvöld bæði þarna fyrir Vestan sem og á landisvísu.

EN ég hef ekki heyrt Valgerði Siv,  Guðna eða Birki eða aðra framsóknarmenn stand upp og berjast fyrir þessari hugmynd.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.8.2007 kl. 23:12

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mgnús minn. Hef ekki hugmynd um afsöðu Framsóknar í þessu máli. Vona bara að hún sé jákvæð. Tala bara með VESTFIRSKT BLÓÐ Í ÆÐUM, og veit hversu vestfirskar byggðir hafa þurft að ganga í gegnum síðustu áratugi, og hvað HRIKALEGAR meldingar eru nú frá núverandi stjórnvöldum varðandi þorskkvótaskerðingu. Hvet því til VESTFIRSKRAR UPPREISNAR, -  og fókusa þá á þetta meiriháttar OLÍUHREINSUNARSTÖÐVARMÁL, sem yrði vestfirsku samfélagi og þjóðinni allri til heilla. ÖLL RÖK HNÍGA AÐ ÞVÍ, skv. fyrirliggjandi upplýsingum. Og að sjálfsögðu samkvæmt öllum
ákvæðum um umhverfismat, gróðurhúsaáhrifum Kyoto, og
öruggum siglingum. Röðin hlýtur einhvern tíman að koma að
Vestfjörðum með mínus - 3% í hagvexti frá 1998-2005 meðan
höfuðborgarsvæðið og Austurland er yfir +50% hagvöxt skv.
skýrslu Byggðarstofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
fyrir nokkrum dögum..........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.8.2007 kl. 00:52

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Væri ekki einfaldara að vera með ferju yfir Arnarfjörðinn, t.d. frá Hrafnseyri yfir á Bíldudal?

Losunarkvótar eru til sölu víða, t.d. hafa Danir nýverið keypt kvóta af Rússum.

Eru Iðnaðarráðherra og Umhverfisráðherra ekki bæði búin að gera sig vanhæf í málinu með sínum málflutningi og þar með eru þeirra orð marklaus?

Aðal málið finnst mér vera að fá að borðinu menn og fyrirtæki sem örugglega er hægt að treysta og vinna málið á þann hátt sem íslenskur réttur segir til um, með tilheyrandi umhverfismati, áætlanagerð, skipulagsvinnu og svo framvegis. Ég á eftir að sjá Sjálfstæðismenn sitja undir því að athafnafrelsi manna sé heft með þessum hætti.

Gestur Guðjónsson, 27.8.2007 kl. 11:20

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir Gestur. Verið er að tala um jarðgöng milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar en þá yrðu Vestfirðir loks að einu atvinnusvæði, og
þessi framkvæmd nýtist á öllu svæðinu.

Jú Gestur. Iðnaðar-og umhverfisráðherra eru bæðin orðin vanhæf í
málinu. Vísuðu málinu í raun strax út af borðinu löngu áður en
veigamiklar upplýsingar komu fram um málið.

Jú, nú er þetta aldrei slíku vænt EINKAFRAMKVÆD og alveg
með ólíkindum ef sjálfstæðismenn með allt athafnafrelsi sitt að
leiðarljósi munu lúffa  fyrir ákveðum öflum innan Samfylkingarinnar
í þessu máli. Tel að mikil ólga myndi skapast innan Sjálfstæðis-
flokksins ef það yrði niðurstaðaðn. Því við erum að tala um
framkvæmmd sem færi í einu og öllu eftir íslenzkum lögum og
reglum.

Er afar fróðlegt að sjá hvernig þetta mál muni þróast  á
stjórnarheimilinu..........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.8.2007 kl. 11:41

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Guðmundur. Var að tala um ferju til að leysa af hólmi veginn um Dynjandisheiði með ferju í stað ganga. Göngin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar eru sjálfsagður hlutur.

Þetta með ástir þessara samlyndu hjóna verður fróðlegt að fylgjast með...

Gestur Guðjónsson, 28.8.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband