Kúvending Illuga og Bjarna óskiljanleg


   Yfirlýsing  Illuga Gunnarssonar  og  Bjarna  Benediktssonar
þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að Ísland skuli sækja um
aðild að ESB strax kom virkilega á óvart. Tímasetning yfirlýsinga
þeirra gat ekki heldur komið á óheppilegri tíma fyrir þá. Því nánast
á sömu stundu í gær hótaði Ingibjörg Sólrún formaður Samfylking-
arinnar stjórnarslítum ef Illugi og Bjarni og aðrir landsfulltrúar
Sjálfstæðisflokksisns samþykktu ekki umsókn að ESB í janúar n.k.
Hin pólitíska niðurlæging fyrir þá var því algjör í því ljósi!

  Hef ætið haft mætur á Illuga og Bjarna sem stjórnmálamönnum.
En eftir þessa allsherjar kúvendingu í Evrópumálum hefur það
álit gjörbreyst.  Menn sem vilja láta taka síg alvarlega og vilja
byggja upp trúnað og traust gera hreinlega ekki svona.  Og
allra síst í stærsta pólitíska hitamáli lýðveldisins. Út fyrir tekur,
að þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafni umsókn að ESB vilja
þeir samt aðildarviðræður og þjóðaratkvæðagreiðslu.  Gegn
stefnu flokksins! Svo langt leiddir virðast þeir orðnir af ESB-
trúboðinu. Ekki að furða að mikill titringur sé nú í Sjálfstæðis-
flokknum út af frumhlaupi tvímenninganna.  Enda Ingibjörgu
Sólrúnu vel skemmt. Þökk sé Illuga og Bjarna.

  Allt annar svipur og tónn er hjá Sigurði Kára Kristjánssyni
þingmnni. Hann túlkar ummæli Ingibjargar réttilega sem hótun 
um stjórnarslít og að hún hafi sett Sjálfstæðisflokkinn upp  við
vegg í Evrópumálum. Sem er hárrétt hjá Sigurði.

  Eftir sitja þeir Illugi og Bjarni í pólitískum veikleika eftir þeirra
óskiljanlega frumhlaup í gær........

 
mbl.is Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Aldrei skal endurskrifa gamlasáttmála.

Fannar frá Rifi, 14.12.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eru þeir ekki bara hræddir við stjórnarslit?

Sigurður Þórðarson, 14.12.2008 kl. 01:01

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þeir sjá lengra og betur en margir Sjálfstæðismenn

Jón Ingi Cæsarsson, 14.12.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eða heldur betur en  kratar sem vilja selja fullveldið og auðlindirnar Jón!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.12.2008 kl. 01:17

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það sem Ingibjörg er að segja núna. er það sem mér hefur fundist liggja fyrir lengi og ætti því ekki að koma neinum á óvart. Þetta er rökrétt framhald af þeirri ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að flýta landsfundi sínum. Svo eru fleiri og fleiri Sjálfstæðismenn að lýsa sig fylgjandi aðildarviðræðum. Það er auðvitað ekki það sama og  að þeir hinir sömu séu endilega fylgjandi aðild, eða öllu heldur hafi verið það.

 Staðan hér er einfaldlega það mikið breytt að það er mikill ábyrgðarhluti að vera á móti því að skoða alla kosti í stöðunni. Og það er athyglisvert að nú virðist valið ekki standa um að vera með krónu eða ekki krónu. Heldur að taka upp aðra mynt og þá með hvaða hætti. Á að taka hana upp með eða án baklands í erlendum Seðlabanka.

Þetta er líka svo mikil spurning um tíma því vandi fyrirtækja og heimila er svo svimandi mikill að fólk er hreinlega skelfingu lostið. Það má segja að nú verði bara að frysta allar innheimtuaðgerðir meðan beðið er eftir því að vitræn ákvörðun um framhaldið verður tekin. Ég tel  ráðherraskipti og kosningar séu einfaldlega eitthvað sem ekki er það brýnasta í bili.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.12.2008 kl. 01:18

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hólmfríður.

Þetta er alveg sama svar og þú settir inn á mína bloggsíðu, sýnist mér , afar fróðlegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.12.2008 kl. 02:33

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er líka svo mikil spurning um tíma því vandi fyrirtækja og heimila er svo svimandi mikill að fólk er hreinlega skelfingu lostið. Það má segja að nú verði bara að frysta allar innheimtuaðgerðir meðan beðið er eftir því að vitræn ákvörðun um framhaldið verður tekin. Ég tel ráðherraskipti og kosningar séu einfaldlega eitthvað sem ekki er það brýnasta í bili.


Hefur þú kíkt á vanda heimila og fyrirtækja í ESB núna? og ÖLL síðustu 30 árin? Af hverju viltu gera Ísland fátækara og miklu verr statt með því að ganga í ESB? Þetta er óskiljanlegt. Er búið að auglýsa ESB á Íslandi á sama hátt og Sovétríkin voru markaðsfærð á Íslandi á sínum tíma? Hvað vitið þið yfirhöfuð um raunveruleika almennings í ESB? Minna en ekki neitt er ég hræddur um.

Mér sýnist þið ætla að keyra þetta mál á sömu forsendum og íslenska útrásin var keyrð - keyrð í kaf - og á sama hátt og bankar Íslands voru keyrðir í rúst. Núna viðrist hin stóra útrás vera hafin. Núna á að keyra allt Ísland í rúst! Hvað er að fólki?

Þetta er að verða sannkölluð útrásar-ríkisstjórn verð ég að segja. Allt keyrt í rúst á 3 árum! Með sjálfstæðisflokkinn við stjórnvölinn og eiturnöðruna Samfylkinguna-Niður-með-Ísland í vélarrúminu á fullu stími í strand

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2008 kl. 03:30

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðrún María, þetta er líka nákvæmlega sama svar og hún setti inn á vefsíðu Eyþórs Arnalds (innlegg 29), og þar svaraði ég henni með þessari ábendingu:

Hólmfríður, athugaðu, að 20 nóvember sl. birti Morgunblaðið ýtarlega skoðanakönnun um EBé-aðild, sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins (sjá þessa grein mína), og þar kom fram, að einungis "24% sjálfstæðismanna eru hlynnt aðild, en 54% andvíg"! Andstæðingar aðildar eru þannig 2,25 sinnum fleiri en fylgjendur hennar í Sjálfstæðisflokknum.

Já, Guðmundur Jónas, rétt er það sem þú sagðir á eftir vefpistli mínum um sama efni, að sannarlega erum við sammála í þessu efni.

Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 03:45

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En nýjan gjaldmiðil verðum við að fá, það ættu allir að sjá.

Fyndist þér betra að skulda Versalasamninga Samfylkingarinnar í evrum? Þá myndir þú ekki einungis skulda innistæður bankana heldur einnig allar skuldbindingar bankana við aðra banka og skuldabréf á markaði þeirra því ríkið hefði þurft að gangast í allar ábyrgðir fyrir bankana ef það hefði verið í ESB, samkvæmt þrýstingi frá ESB. Annars hefði Ísland verið sett í pólitíska einangrun.

Það sem hefur gert Ísland að einni ríkustu þjóð Evrópu er sjálfstæðið. Ekkert ríki getur verið alveg sjálfstætt, sjálfsábyrgt og sjálfsviðbjargandi ef það notar gjaldmiðil annarra ríkja. Hlustið nú á það sem vinir okkar Færeyingar sögðu okkur. Styrkur Íslands er krónan - Íslands eigin gjaldmiðill. Þeir hafa reynsluna frá fyrri bankakreppu Færeyja. Lækningin þar tók 20 ár með gjaldmiðil annars ríkis.

Það er þessvegna sem öll ríki sem hafa gengið í ESB undanfarin ár hafa gengið í ESB, því þau voru gjaldþrota vegna missi sjálfstæðis síns undir kommúnism. Bráðum verður svo allt ESB gjaldþrota því engin ríki þrífast í svona spennitreyju og í áætlunarbúskap. Þau verða einfaldlega fátæktinni að bráð. Það er þessvegna sem ESB dregst alltaf meira og meira aftur úr Íslandi og Bandaríkjunum.

En við hefðum alveg geta verið án Samfylkingarbankanna og glæframanna þeirra. Samfylkingin er stærsti skaðvaldur Íslands því hún hefur aldrei haft neitt annað á dagskránni en: NIÐUR MEÐ ÍSLAND !

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2008 kl. 11:34

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar Samfylingin hefur ekki stofnað gert neina samninga um skuldir. Ríkisstjórnin gerða það. Það var Árni Matt væntanlega eða Geir sem skirfaði undir samningana. Og það voru gæðingar Sjálfstæðisflokksins sem stofnuðu til þessara skulda.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.12.2008 kl. 12:00

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Magnús. Samfylkingin stóð manna fremst í því að krefjast þess að fá IMF til Íslands.  Ofan á það er ekki til sá flokkur sem kyssir meir á hönd þeirra sem hafa komið þjóðinn í þessi vandræði en samfylkingin.

við þetta má bæta að samfylkingin er eins máls flokkur. ESB er eina málið sem flokkurinn er sameinaður um. nú fyrir utan að vera við völd. 

Fannar frá Rifi, 14.12.2008 kl. 13:31

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Er alltaf að sjá betur og betur hvað EES-samningurinn sem þið
kratar stóðu mest fyrir hefur gert þjóðinni gríðarlegt tjón nú í ljósi banka-
hrunsins. Ekkert slíkt hefði gerst hefðum við gert venjulegan viðskiptasamning við ESB eins og við gerum við öll önnur ríki og í gegnum
alþjóðlega viðskiptasamninga.  En nú ætlið þið að gera enn betur, ganga í
þetta sovétska miðstyrða ESB og afhenda það okkar helstu auðlindir.
Þvílik óþjóðhollusta Magnús og aumingjaskapur.  Enda var stóru hluti krata
á móti lýðveldisstofnunni 1944.  Hafið alltaf hrópað íslenzkt sjálfstæði og
fullveldi niður til að ganga erinda erlenda afla sem hingað vilja koma til
yfirráða yfir okkar dýrmætu auðlindum.

Þakka svo ykkur ESB-andstæðingum fyrir innlit ykkar hér og málsvörn
fyrir frjálsu Íslandi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.12.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband