Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Rothögg á evrusinna


   Írar eru að gefast upp á evrunni. Írski hagfræðingurinn David
McWilliams hvetur landa sína að kasta evrunni og taka aftur upp
írska pundið. Undir  evruvæðingunni  sé samkeppnisstaða Íra á
alþjóðamörkuðum vonlaus.  Þá blasi við gjaldþrot bankanna verði
ekki skipt yfir í írskt pund aftur.

   Auðvitað er þetta enn eitt röthöggið á málstað ESB-sinna og þá
sem taka vilja upp evru.  Erlendan gjaldmiðil sem EKKERT tæki mið
af íslensku efnahagsástandi og sveiflum í íslenzku hagkerfi, hvorki
með tilliti til vaxta eða gengis. - Og nú er þetta svo berlega að koma
í ljós á öllu evrusvæðinu. Hin ólíku hagkerfi þar eru mörg hver  að
komast í þrot eins og írska dæmið sannar.  Hvenær í ósköpunum
ætlar þetta að verða ESB-sinnum ljóst? Og ekki síst ASÍ-forystunni?

   Í dag bjargar íslenzka krónan samkeppnisstöðu Íslands á alþjóða-
mörkuðum. Sem er gríðarlega mikilvægt í því bankahruni sem við urðum
fyrir. Bankahruni sem EKKI varð  vegna íslenzkrar krónu!  Heldur yfir-
gengilegrar óstjórnar í efnahagsmálum og geggjaðar útrásar mafíósa-
víkinga í skjóli stógallas EES-regluverks ESB sem engan veginn passaði
fyrir hið smáa slenzka hagkerfi.

   Íslenzk króna á eftir að dugja Íslendingum vel og lengi svo framan-
lega að við högum stakki eftir vexti og eyðum ekki um efni fram.  Það
er grundvallarmálið sem öll hagfræði og skynsemi byggist á! 

    Röthöggið á evrusinna er því algjört!

 


mbl.is Írar fleygi evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin ætti að skammast sín í icesavemálinu


    Össur Sakarphéðinsson utanríkisráðherra og Samfylkingin ættu
að skammast  sín í icesavemálinu  svokallaða. Hefði  Samfylkingin
í upphafi með utanríkisráðuneytið á sinni könnu beitt sér af hörku
í málinu gagnvart breskum stjórnvöldum hefði málið verið löngu
leyst. Sanfylkingin hefur frá upphafi dregið lappirnar í máli þessu
í von um gott veður varðandi aðild Íslands að ESB. Hefur meir  að
segja gengið svo langt í flatmagahætti að líða Bretum enn að beita
hryðjuverkalögum gagnvart íslenzkri þjóð. Viðbrögð Össurar nú við
ummælum Gordons Browns varðandi icesaveskuldirnar og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn er því ekkert annað en syndamennska að hætti
vindhana.

   Enn eitt dæmið um handónýtan flokk þegar íslenzkir hagsmunir
eru annars vegar. Enda situr Össur, Jóhanna og Samfylkingin öll
nú á svikráðum við íslenzka þjóð og vélar um það með Vinstri græn-
um hvernig best yrði staðið að því að innlima Ísland inn í Stórríki
Evrópu, með tilheyrandi fullveldisafsali og þjóðfrelsissviftingu.
mbl.is Mótmæli vegna Gordons Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ forystan á algjörum villigötum !


   ÁSÍ forystan er á algjörum villigötum. Hefur gjörsamlega
brugðist alþýðu þessa lands. Er algjörlega úr takt við land
og þjóð.  Það þarf því að hreinsa ærlega til á æðstu stöðum
innan ASÍ. Smúla út ! Hin lamandi sósíaldemókratiska ESB
elítía þar á bæ vinnur markvíst gegn íslenzkum þjóðarhags-
munum ásamt ESB-trúboðinu innan Samfylkingarinnar, og
verður því tafarlaust   að víkja. Er orðið einskonar útibú og
málpípa frá Brussel. Andstæð íslenzkri alþýðu og þar með
hagsmunum íslenzkrar þjóðar!

  Hvern fjandann hefur forseti ASÍ sér fyrir í því að upptaka
evru og innlimun Íslands í hið deyjandi ESB eigi eftir að bæta
kjör hins vinnandi manns á Íslandi? Ekki nokkurn skapaðan
hlut! Þvert á móti myndi upptaka evru hafa skelfilegar afleið-
ingar fyrir íslenzkt efnahagslíf til frambúðar og vera ávísun á
bullandi atvinnuleysi. Erlendur gjaldmiðill í jafn litlu og sveiflu-
kenndu hagkerfi eins og okkar, sem EKKERT tæki tillit þeirra
ytri og innri sveifla, með vaxtastígi og gengi, myndi leiða til
allsherjar stöðnunar hagkerfisins. Öll hagstjórnartæki á ÍS-
LENZKUM FORSENDUM yrðu ekki lengur fyrir hendi. Þá myndi
innganga í ESB hafa skelfilegar efnahagslegar afleðingar  í
för með sér. Okkar dýrmætasta auðlind, sjávarútvegurinn,
kæmist t.d í hendur útlendinga  með yfirtöku  kvóta  gegnum
frjálsar fjárfestingar í sjávarútvegi. Landbúnaður yrði lagður
í rúst og þúsunda starfa tengd honum. Og svona má lengi
telja.

   Krónan er ekki vandamálið Gylfi Arnbjörnsson. Heldur hrika-
leg óstjórn í efnahagsmálum á liðnum árum. Við þá óstjórn
bættist svo stórgallað regluverk ESB gegnum EES-samning-
inn, sem engann veginn passaði fyrir hið smáa hagkerfi á
Íslandi. Svo gallað, að örfáir ,,vikingamafíuósar" gátu sett
íslenzkt þjóðarbú á hausinn gegnum glufur þess. Lengra inn
í þetta svarthol vill nú Gylfi og félagar ganga. Slíkum mönnum
er alls ekki sjálfrátt ! Eru ekki treystandi, og eiga að hverfa
á braut!  -  Þegar í stað!  Alþýðu Íslands til heilla! Og ekki
sízt ÍSLENZKRI ÞJÓÐ!!!!!!!!!!!
mbl.is ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir ESB-flokkur !


    Ef Vinstri grænir halda að þeir komist upp með þann skollaleik, að
ESB-umsókn sé þeim óviðkomandi sitjandi við ríkisstjórnarborðið, þar
sem slík umsókn er sett í framkvæmdaferli, er það mikill misskilningur.
Því umsókn að ESB verður  alltaf  að vera á forræði ríkisstjórnarinnar.
Því  það yrði að vera ríkisstjórnin sem slík sem FORMLEGA verður að
sækja um ESB-aðild, og koma  umsókninni  til Brussel. eftir að meiri-
hluti Alþingis hefur samþykkt það. Öll samningsmarkið yrðu að vera
á hendi ríkisstjórnarinnar og viðkomandi fagráðuneyta hennar. - Þess
vegna VERÐA Vinstri grænir beinir aðilar að ESB-umsókn, og bera því
FULLA ábyrgð á henni, ef þeir sitja í  þeirri ríkisstjórn sem sækir um
aðildina. Það er ekkert flóknara en það.

   Fjallabaksleið Vinstri grænna gengur því alls ekki upp. Annað hvort
samþykkja menn ESB-aðild eða ekki.  Annað hvort berjast menn gegn
því sem þeir eru á móti, eða ekki. - Það liggur alveg ljóst fyrir!
mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-ríkisstjórn Vinstri grænna í burðarliðnum


    Allt bendir til að ný vinstristjórn með aðild Íslands að ESB
sé nú í burðarliðnum, og komist á koppinn um næstu helgi.
Utan venjubundna afturhaldssamra vinstriáherslna mun
stefan á Brussel og innganga Íslands í Evrópusambandið
verða helstu merkimiðar stjórnarinnar. Tímanna tákn að það
skuli þá vera hreinræktuð vinstristjórn sem alvarlega gerir
atlögu að fullveldi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar.

   Vinstri grænir muna ekki um að kokgleypa eitt stykki Evrópu-
samband til að halda í ráðherrastólanna. Því þjóðleg viðhorf
þar á bæ hafa ÆTIÐ verð bannorð. Enda VG sósíaliskur flokk-
ur í grunninn byggður á mjög alþjóðlegri hugmyndarfræði.
ESB-andstæðingar sem kusu VG í kosningunum vegna Evrópu-
mála eiga því eftir að verða fyrir miklum vonbrigðum. Hafa keypt
köttinn í sekknum. - Því nú mun sannast að enginn munur er á
and-þjóðlegum viðhorfum Vinstri grænna og krötum. Enda öll
vinstrimennska í eðli sínu á móti þjóðlegum viðhorfum og gildum.

    Jóhanna Sigurðardóttir  er einn metnaðarleysasti forystumaður
þjóðarinnar frá upphafi. Hefur ENGA trú á íslenzkri framtíð, enda
hefur hún í hinni miklu efnahagskreppu ALDREI talað KJARK í þjóð
sína  og hvatt hana til DÁÐA.  - Heldur hefur þvert á móti talað
fyrir algjörri uppgjöf og flatmagahætti gagnvart erlendri yfirdrottnun.
Vill nú að Ísland afsali sér fullveldinu og sjálfstæðinu til að ganga
Bryusselvaldinu á hönd.

    Jóhanna Sigurðardóttir er hættulegur stjórnmálamaður sem vinnur
gegn íslenzkum hagsmunum. EINMITT þegar mest ríður á ÞJÓÐARSAM-
STÖÐU á mestu  erfiðleikatímum lýðveldisins, ætlar þessi sama Jóhanna
að kljúfa þjóðina í herðar niður og skapa hér Sturlungaöld. Því alveg er
ljóst að komi til umsóknar Íslands að ESB mun öll þjóðarsátt og friður
rofna. Og það MJÖG alvarlega.  - Búsáhaldauppreisninin svokallaða
gæti þá orðið hjóm eitt miðað  við  þá KRÖTFUGU ÞJÓÐLEGU andspyrnu
sem Jóhanna og hennar landssölulið á eftir að upplifa.
 
  Já. Þú Þjóðlegi Frelsisflokkur. Hvenær kemur þu?

 
mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflug þjóðleg mótspyrna nauðsynleg !!!


    Hver hefði trúað því fyrir nokkru að við ættum eftir að sitja uppi
með afdankaða  og  kolruglaða  vinstristjórn í byrjun 21  aldar?
Ríkisstjórn  samansetta  af  vinstrisinnuðum  róttæklingum  og
kolrugluðum alþjóðasinnuðum krötum. En báðar þessar fylkingar
til vinstri sitja nú á svikráðum við þjóðina og kortleggja með hvaða
hætti fullveldi og sjálfstæði hennar verður stórskert, með inngöngu
Íslands í Evrópusambandið.

   Það er tímanna tákn að það skuli  einmitt vera vinstrisinnar sem
nú véla um framtíð íslenzkrar þjóðar. En hérlendir vinstrisinnar hafa
ætíð verið mjög iðnir við að brjóta niður allt sem til heilbrigðra þjóð-
legra gilda horfa. Allt frá varnarleysisviðhorfum til hreins framsals
á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, eins og nú er að gerast í dag.
Er ekki kominn tími til að hin þjóðlegu öfl fari nú að vakna, og að-
hafast eitthvað, og spyrna ærlega á móti?

    Það er alltaf að koma betur og betur í ljós vöntun á ákveðnu
þjóðlegu borgalegu afli á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála.
Því annars hefði ástandið ekki orðið jafn hrikalegt og raun ber vitni.
Sjálfstæðisflokkurinn  brást  sinni  pólitísku grunnskyldu að hafa
STJÓRN Á MÁLUM, bæði efnahagslegum og pólitískum á þjóðlegum
forsendum,   og halda vinstriöflunum í skefjum. En ekkert bendir
til að hann endurheimti það hlutverk sitt og traust á næstunni.
Nýtt þjóðlegt borgaralegt afl er því eina raunhæfa svarið  við
ríkjandi upplausn, og uppvöðslu vinstrisinnaðra and-þjóðlegra
viðhorfa og afla. - Það liggur alveg ljóst fyrir!

   Því er spurt.  Þú Þjóðlegi Frelsisflokkur. Hvenær kemur þú?
mbl.is Hlé á viðræðum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með ASÍ forystuna !


     Íslenzk alþýða á að rísa upp og krefjast afsagnar ASÍ-forystunnar.
Hún er ekki bara úr takt við vinnandi stéttir, heldur og ekki síst úr takt
við hina íslenzka þjóð. Hún á því að segja af sér strax í dag!

   ASÍ-forystan er handbendi erlendra afla. Vill að Ísland gangi  þeim á
hönd. Jafnvel þótt það kosti stórkostlegt atvinnuleysi til frambúðar  og
gríðarlegar efnahagslegar fórnir. Því í ESB-aðild felst m.a að okkar helsta
auðlind fer undir sameiginlega stjórn sambandsins. Og upptaka evru
sem EKKERT tillit tekur til efnahagslegra þátta á Íslandi mun stórskaða
íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Skapa stórkostlegt atvinnuleysi  og
efnahagskreppu sbr. Spánn, Írland og fl.og fl. ESB- og evrulönd í dag.

   Hugarfarskreppa ASÍ er algjör undir núverandi and-þjóðlegri forystu.
Hún VERÐUR því  að víkja !

   Það er krafa dagsins!

 
mbl.is „Kreppa nærð af græðgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J boðar eftirgjöf í Evrópumálum


    Það er alveg ljóst að þeir ESB-andstæðingar sem kusu Vinstri
Græna í kosningunum, hafa keypt  köttinn  í  sekknum. Nú boðar
formaður VG Steingrímur J að ríkisstjórnarflokkarnir verði að mæt-
ast á miðri leið í Evrópumálum. Sem þýðir á mannamáli að VG mun
gefa kost á aðildarviðræðum, og þar með umsókn að ESB. Spurning
bara hvaða fjallbaksleiðin verður farin. Um hana er einungist eftir
að útfæra. Lendingin verður að lokum aðildarviðræður með umsókn
að ESB.

   Það er annars umhugsunarvert hversu margir þjóðhollir og þjóð-
lega sinnaðir Íslendingar hafa látið glepjast af Vinstri grænum. Því
í raun er hugmyndafræði VG ekki síður öfga-alþjóðasinnuð og krata.
Enda báðar byggðar á alþjóðasinnaðri sósíaliskri hugmyndarfræði.
VG á þeirri róttækari, en Samfylkingin á þeirri sósíaldemókratiskri.
Furðulegt hversu margir átta sig ekki á þessu. Því andstaða VG við
ESB tengdist hinum alþjóðlega kapitalisma, en alls ekki á raunveru-
legum ÞJÓÐLEGUM forsendum. Enda hafa Vinstri grænir ÆTÍÐ hafnað
öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband