Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Hryllingurinn í Írak.


     Hátt á annað hundrað manns mest konur og
börn voru drepin í Írak í dag fyrir utan þann mikla
fjölda sem særðust. Stefna  Bandaríkjanna hefur
GJÖRSAMLEGA mistekist í Írak. Það eina sem gæti
lagað ástandið væri  að Baldaríkjamenn færu með
allt sitt hafurtask frá Írak, því vera þeirra þar
virðist aðal orsakavaldurinn fyrir vargöldinni .

    Það voru meiriháttar mistök að bendla Íslandi
við þetta heimskulega stríð í upphafi. Því var
það virðingarvert þegar Jón Sigurðsson formaður
Framsóknarflokksins lýsti því yfir á flokksþingi
Framsóknarflokksins að aðkoma Íslands að
Íraksstríðinu hefðu verið mistök og byggð á
röngum upplýsingum. - Það sama gerði Geir H
Haarde EKKI  á flokksþingi sjálfstæðismanna.
Sjálfstæðismenn hafa aldrei viljað viðurkenna
mistökin og því hefur aldrei myndast samstaða
í ríkisstjórninni að lýsa yfir vanþóknun á þessu
hörmulega stríði.

    Hef ALDREI skilið þessa eilífu ÞJÓNKUN
sjálfstæðismanna við bandaríska utanríkisstefnu.
Jafnvel þótt hún oftar en ekki litist af skýrri
heimsvaldastefnu. Þó hefði það átt að auðvelda 
sjálfstæðismönnum við að taka upp sjálfstæða
afstöðu gagnvart bandariskri útanríkisstefnu
eftir að bandariski herinn hvarf frá Íslandi. En
svo virðist alls ekki vera. - Það er eins og sjálf-
stæðismenn gangi með þá meinloku í höfðinu að
það að hallmæla Bandaríkjunum tengist einhverri
vinstrimennsku. Þvílík FIRRA!



Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum er málið!



   Það er engin spurning að olíuhreinsunarstöð 
á Vestfjörðum  myndi hafa gríðaleg jákvæð  áhrif
á  allt vestfirskt  samfélag. Svo öflugt fyrirtæki
sem hér um ræðir myndi hafa áfrif um alla Vest-
firði, hvar sem það yrði staðsett. Því er mikilvægt
að Vestfirðingar grípi nú þetta einstaka tækifæri
og snúi áratuga byggðasamdrætti á Vestfjörðum
í stórsókn með því að  ganga til liðs við Íslenzkan
hátækniiðnað, sem sett hefur fram hugmyndir um
að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.

   Í Mbl í dag kemur fram hjá Ólafi Egilssyni, fyrr-
verandi sendiherra, og eins af forvígismönnum
Íslenzks hátækniiðnaðar, að heildarkostnaður við
slíka stöð yrði  hátt í 200 milljarðar króna. Gert
er ráð fyrir 500 störfum og allt að 200 að  auki
sem tengdust þessari starfsemi. Hugmyndin
gangi út á það að taka jarðolíu frá uppsprettum
á Norðurslóðum  og fullvinna hana hér í neytenda-
vörur. s.s. bifreiða, flugvélaeldsneyti og skipaolíu.

  Komið hefur fram að þær vörur sem þessi íslenzka
olíuhreinsunarstöð framleiddi yrðu hreinni og ekki
eins meingandi og þær olíuvörur sem við notum í dag.
Þá þarf slík stöð langtum minni raforku en t.d álver,
og því þarf ný virkun ekki að koma til. Um 15-20% af
starfsmönnum yrði háskólamenntað fólk. Að fyrir-
tækinu koma rússneskir og bandariskir aðilar  auk
íslenzkra fjárfesta.

    Hér er EINSTAKT tækifæri fyrir Vestfirðinga til að
snúa vörn í STÓRSÓKN hvað atvinnuuppbyggingu
varðar, og þar með  að stórbæta búsetuskilyrði á
Vestfjörðum. - Sem ,,gamall" Vestfirðingur sé ég því
allt mjög jákvætt  við þetta og þótt fyrr hefði verið.
Nú er röðin einfaldlega  komin að Vestfjörðum um
ALVÖRUÁTAK í byggðamálum.

   Hættan er hins vegar sú að allkyns úrtölulýður
komi fram og reyni að koma í veg fyrir að þetta mikla
framfaramál Vestfirðinga verði að veruleika. Því hér
munu pólitískar ákvaraðnir ráða úrslitum að lokum.
Ef að líkum lætur mun pólitísk afturhaldsöfl eins og
Vinstri-grænir hafa allt á hornum sér hvað þetta varðar.
Því er mikilvægt að núverandi ríkisstjórnarflokkar fái
nýtt umboð í vor til að taka jákvætt á móti grænaljósinu
að vestan þegar Vestfirðingar hafa formlega ákveðið
sig í þessu MIKLA  vestfirska hagsmunamáli.

  

Hver er afstaða VG til olíuhreinsunarstöðvar á Vestjörðum?


    Nýr möguleiki hefur opnast til verulegrar atvinnu-
uppbyggingar á Vestfjörðum ef hagkvæmnisúttekt á
byggingu olíuhreinsunarstöðvar reynist jákvæð.
Fram kom í fréttum sjónvarpsins í gærkvöldi að
málið er komið það langt að byggingarframkvæmdir
geta hafist innan 24 mánaða. Fram kom að svona
stöð gæti skapað 500 ný störf, hefði áhrif til lækk-
unnar á olíu-og bensínverði á Íslandi auk þess sem
slíkt eldsneyti yrði ekki eins meingandi og það sem
við kaupum í dag.  Ekki þarf að virkja sérstaklega
fyrir þessa starfsemi, því orkuþörfin er margfallt minni
en t.d varðandi álver. Hér er um að ræða rússneskt
fyrirtæki, að hluta til í eigu Bandaríkjamanna, og
myndu íslenzkir frjárfestar koma þar einnig að
varðandi fjármögnunina.

  Ekki er spurning að svona fyrirtæki yrði meiriháttar
lyftistöng fyrir Vestfirði, og er ekki vanþörf á.
Spurningin er ekki síður pólitísk, því svona starfsemi
þarf að fá pólitískan stuðning líka til að ná fram að
ganga.

   Þar sem Vinstri-grænir hafa nánast útilokað alla
stóriðju hvaða nafni hún nefnist, væri afar fróðlegt
að fá skýra afstöðu VG til þessa máls. Ekki síst
þar sem VG mælist með ótrúlegt míkið fylgi í NV-
kjördæmi um þessar mundir. 

    Hver er afstaða Vinstri-grænna til þessa máls?
Kjósendur eiga kröfu til að heyra hana. Ekki síst
vestfirskir kjósendur!

Þjóðin vill ríkisstjónarflokkanna áfram!



   Skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag vill
yfirgnæfandi meirihluti kjósenda að núverandi
stjórnarflokkar haldi áfram í ríkisstjórn. 35% af
þeim sem tóku afstöðu vilja núverandi ríkisstjórn-
arflokka en einungis 22% Vinstri- Græna og Sam-
fylkingu, og aðeins 3.8%  svo- kallaða kaffibanda-
lag.

   Þetta er mikill áfellisdómur fyrir stjórnarand-
stöðina. Kjósendur eru farnir að átta sig á
hvaða glundroði og stöðnun blasi við falli
núverandi ríkisstjórn.

   Hins vegar er alveg ljóst að til þess að nú-
verandi ríkisstjórn haldi velli verður Framsóknar-
flokkurinn að fá mun betri kosningu en hann
mælist nú í skoðanakönnunum. -  Stuðnings-
menn núverandi ríkisstjórnar verða því að
hafa það í huga, þegar þeir velja flokka með það
að markmiði, að núverandi ríkisstjórn haldi velli í vor.


Viðurkenndu íhlutun í íslenzk innanríkismál í Silfri Egils !



     Formenn danskra og sænskra krata viðurkenndu
það í Silfri Egils í dag að vera þeirra á flokksþingi
Samfylkingarinnar um helgina hefði verið til að STYÐJA
Ingibjörgu Sólrúnu og flokk hennar í alþingiskosningum
12 maí n.k. Þetta er eitt af þeim  grófustu dæmum  um
íhlutun erlendra stjórnmálamanna í íslenzk innanríkismál.

   Sú spurning hlýtur því að vakna hvort líta beri á
Samfylkinguna sem pólitískt útibú frá skandinavisku
krataflokkunum á Norðurlöndum eftir þessa játningu
krataleiðtoganna frá Danmörku og Svíþjóð?

  Þar sem aðeins tæpur mánuður er til kosninga gerir
þessa grófu íhlutun ennþá alvarlegri.  -

  Sem Íslendingur og íslenzkur kjósandi mótmæli ég
þessari erlendri  íhlutun HARÐLEGA!!!!!!!!!!!!!     

Samfylkingin vill opna fiskveiðalögsöguna útlendingum!


         
   Samfylkingin vill að Ísland gerist aðili að Evrópu-
sambandinu.  Við slíka aðild hverfa allar hömlur á
því að fiskveiðiaðilar innan sambandsins geti eign-
ast íslenzkar útgerðir og þar með kvóta þeirra.
Þar með er Samfylkingin að segja að hún sé tilbúin
til að galopna íslenzka fiskveiðilögsögu fyrir útlend-
ingum. - Best að orða hlutina réttum nöfnum!

   Í dag er íslenzkur sjávarútvegur algjörlega undan-
þegin sjávarútvegsstefnu ESB. Þess vegna geta
Íslendingar í dag bannað erl.aðilum að eignast
meirihluta í íslenzkum útgerðum. Við aðild að ESB
gjörbreytist þetta og þá fá ESB-borgarar sömu
réttindi og íslenzkir að fjárfesta í íslenzkum sjávar-
útvegsfyrirtækjum. Þannig gætu t.d Spanverjar
eignast meirihluta í Granda, og látið togara þess
landa aflanum af Íslandsmiðum á Spáni án við-
komu í íslenzkri höfn. Virðisaukinn af slíkum afla
hyrfi úr landi og launatekjur við að verka hann
erlendis.  Þetta hefur verið kallað kvótahopp og
er velþekkt innan ESB. Sérstaklega á Bretlands-
eyjum þar sem breskur sjávarútvgur hefur nánast
verið lagður í rúst af þessum sökum.

    Íslenzk fiskimið eru þau auðugustu í heima og
okkar dýrmætasta auðlind. Samfylkingin er til-
búin að fórna henni fyrir aðild að ESB auk fjöl-
margra annara hagsmuna.  Mikilvægt að kjós-
endur séu vel upplýstir um þessi áform Sam-
fylkingarinnar............

Þýðir ályktun Sjálfstæðisflokksins t.d stjórnmálaslit við Ísrael?


     Sú furðulega ályktun á landsþingi Sjálfstæðis-
flokksins að flokkurinn hafni hvers kyns stuðningi
við ríkisstjórnir, sem hryðjuverkahópar eiga aðild
að, eða frjármagna hryðjuverkasamtök vekur upp
margar spurningur.  T.d þá hvort þetta þýðir að t.d
Ísland eigi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael?
Því skv. mínum kokkabókum er Ísrael, sem stjórn-
að er af öfgafullum zíonistum, klárlega mest ríkis-
reikna hryðjuverkaríki heims!

Framsókn sækir á !


   Framsóknarflokkurinn er að sækja á skv. síðustu
Gallupspá með um 10% fylgi.

   Það er rétt mat hjá Staksteinum í Mbl. í dag ,,að
alla vega er ljóst að haldi þessi þróun áfram aukast
líkurnar á því að núverandi ríkisstjórn sitji áfram við
völd. -  Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins,
er augljóslega að finna hinn rétta takt í kosninga-
baráttunni".

   Og ennfremur segir í Staksteinum:

   ,, Ef þeir fylgja því eftir á næstu vikum með nýjum
hugmyndum þjóðinni til hagsbóta getur niðurstaðan
orðið viðunandi útkoma Framsóknarflokksins og
áframhaldandi samstarf núverandi stjórnarflokka".

   Það er gott að ritstjórn Mbl. sé farin að átta sig á
í hvað alvarlegt ástand stefnir ef núverandi stjórnar-
flokkar fá BÁÐIR ekki viðunandi kosningu og geti ekki
haldið þeirri mikilli grósku og framförum áfram í íslenzku
samfélagi eins og verið hefur s.l 12 ár.

   Falli núverandi ríkisstjórn er mikil óvissa framundan.
Engin trúir í raun að núverandi stjórnarandstaða geti
náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Til
þess er sundrungin  þar á bæ allt of mikil.  Samstjórn 
Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna getur  heldur aldrei
orðið nema mjög tímabundið, svo ólíkar eru áherslur
þessara flokka til grundvallamálefna. Þar að auki setti
Sjálfstæðisflokkurinn mjög niður við að leiða afdánkaða
sósíalista og vinstrisinnaða róttæklinga til áhrifa í ríkis-
stjórn Íslands. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylk-
ingu er sömuleiðis alls ekki fýsilegur kostur. Samfylkingin
mun koma mjög veik út úr næstu kosningum með tilheyr-
andi sundrungu og veikleika. Þannig, horfunar eru alls
ekki bjaratar í íslenzkum stjórnmálum komi núverandi
stjórnarflokkar ekki bærilega út úr kosningunum.

   Kastljósið mun því beinast mjög að Framsóknarflokknum
vikurnar farm að kosningum. Tekst honum að endurheimta
sitt fyrra fylgi eða ekki? Flokkurinn stendur mjög vel hvað
málefni snertir og stendur auk þess traustum fótum meðal
ákveðinna kjósendahópa. Jón Sigurðsson formaður Fram-
saóknarflokksins nýtur mikils trausts og virðingar og hefur
tekist að sameina flokkinn á ný. Framsóknarflokkurinn á því
alla möguleika til að fá viðunandi kosningu og þar með að
bjarga núverandi farsælu ríkisstjórnarsamstarfi.

   Kjósendur sem vilja traust og öruggt stjórnarfar áfram
hljóta því að líta til Framsóknarflokksins þegar kemur að 
því að velja flokk. Traust og öruggt stjórnarfar er undir-
staða allra  annara hluta í sérhverju þjóðfélagi. Það er því
afar mikilvægt  að tryggja öruggt stjórnarfar áfram, frum-
forsendu efnahagslegra framfara og stöðugleika.

Norrænir krataforingjar með gróflega íhlutun.



   Sá sögulegi atburður gerðist í fréttum Stöðvar 2
í kvöld að tveir norrænir krataforingjar komu fram
í íslenzkum fjölmiðli á flokksþingi Samfylkingarinnar,
með grófa íhlutun í íslenzk innanríkismál.

   Þetta voru þær stöllur  Mona Sahlin formaður
danskra krata og Hella Thorming Schmidt formaður
sænskra krata. Í viðtalinu lýstu þær yfir ánægju
sinni með Ingibjörgu Sólrúni Gísladóttir og vonuðust
eftir að hún og flokkur hennar skipuðu næstu ríkis-
stjórn Íslands. - Þetta kallast GRÓF ÍHLUTUN í
íslenzk innanríkismál og það ÖRFÁUM vikum fyrir
alþingiskosningar á Íslandi. Sem íslenzkur ríkis-
borgari og kjósandi mótmæli ég þessari erlendu
íhlutun kratanna HARÐLEGA.  Þetta er bæði í senn
hneyksli og vítaverð tilraun fulltrúa  erlendra
pólitískra afla til að hafa áhrif á úrslit þingkosninga
í íslenzka lýðveldinu 12 maí n.k.

    Alþjóðahyggja sósíaldemókratanna er með ein-
dæmum orðin. Samfylkingin virðist orðin fjarstýrð
frá skandinavisku krataflokkunum á Norðurlöndum.
Slíkum flokki er ALLS EKKI trystandi fyrir ríkisstjórn
Íslands.  Enda fylgistapið í samræmi við það.

Vinstri grænir vilja ráða framboðum annara.



     Einn af hugmyndafræðingum Vinstri-grænna,
Hjörleifur Guttormsson hvetur Íslandshreyfing-
una til að draga framboð sitt til baka í grein í
Fréttablaðinu í dag.  Þarna sýna Vinstri-grænir 
sitt rétta andlit. Hin sósíaliska forræðishyggja
Vinstri-grænna er ennþá svo sterk að þeir telja
sig umkomna að segja til um hverjir eiga að
bjóða fram og hverjir ekki. Grein Hjörleifs er
hámark ósvifninar og sýnir að enn logar glatt
í sósíaliskum forræðisglæðum innan VG.

     Kjósendur eru þegar farnir að átta sig á fyrir
hvað Vinstri-grænir standa. Í skoðanakönnun
Blaðsins í morgun eru Vinstri-grænir farnir að missa
verulegt fylgi. - Aðeins upphaf af niðursveiflu þeirra,
því sósíalismi þeirra og öfgastefna í umhverfismálum
er meiriháttar tímaskekkja og í andstöðu við Ísland
nútímans og íslenzkrar framtíðar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband