Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Vinstri-grænir afhjúpa sig nú endanlega sem sósíalista.


   Fyrrverandi kommúnistar í Austur-Þýzkalandi hafa
starfað í PDS sem voru leifar af austur-þýzka kommún-
istaflokknum(SED), og síðar í Die Linkspartie. Í gær
sameinaðist flokkurinn svo vinstri-samtökunum frá
V-Þýzkalandi WASG og heitir nú þessi sameinaði
vinstri-flokkur Die Linke. Athygli vakti að   Vinstri-
grænir sáu ástæðu til að senda fulltrúa sinn á 
fyrsta landsfund Die Linke, Hlyn Hallsson. En sem
kunnugt er starfar  sérstakur flokkur í Þýzkalandi
sem umhverfisverndarflokkur Die Grúnen, eða Græn-  
ingjar.


    Fyir liggur að innan hins nýstofnaða Die Linke eru
samankomnir gamla kommúnistaliðið frá Austur-
þýzka alþýðulýðveldinu, og rótækir vinstrimenn og
sósíalistar, enda sækir flokkurinn mest fylgi til austur
hluta Þýzkalands. Með því að Vinstri-grænir ákveða
að tengjast þýzkum sósíalistum í Die  Linke á þennan
afgerandi hátt vitandi af flokki Græningja eru þeir í raun
að undirstrika sína SÓSÍALISKU hugmyndafræði fyrst og
fremst.  Því þegar valið stóð milli hins sósíaliska flokks
og Græningja virðist valið hafa verið auðvelt, DIE LINKE.
Hlutleysi kom ekki til greina!

  Jú. Alltaf gott þegar menn afhjúpa sig öðru hvoru með
afgerandi hætti..........

17 júní. Gleðilega þjóðhátíð Íslendingar !



   Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga er alls ekki
sjálfgefið að vera fullvalda og sjálfstæð þjóð. Því
síður að eiga sérstaka þjóðmenningu og tungu.
Því er afar mikilvægt að íslenzk þjóð sé þess
ávalt meðvituð að allt þetta sem gerir hana að
SJÁLFSTÆÐRI ÍSLENZKRI ÞJÓÐ sé staðið vörð um 
og það styrkt  um ókomna framtíð.

   Íslendingar. Gleðilega þjóðhátíð !

Um borð í þýzku herskipi


  Uppliðfði það í fyrsta sinn að komast um borð í herskip. 
Og ekki sakaði að þetta var þýzk freigáta, en Þýzka
herskipið FGS SACHSEN liggur nú í Reykjavíkurhöfn  
ásamt tveim öðrum, bandarisku og spönsku, en öll
þrjú mynda  þau Fyrsta fastaflota Atlantshafsbanda-
lagsins. Skipin eru að koma úr æfingum utan ströndum
Norður-Noregs.

   Þýzka freigátan SACHSEN er meiriháttar full-
komið herskip búið nýtisku vopnum og tækjum
sem völ er á. Það er 143 m langt, 18 m breitt, og
er 5,600 tonn. 2 þyrlur eru meðal helstu tækja
skipsins. Skipið nær 30 sjómílna hraða á klst, og
í áhöfn eru 255 manns. Árið 2004 heiðraði þýzki
varnarmálaráðherrann Peter Struk áhöfnina
fyrir vel unnar æfingar utan vesturströnd Banda-
ríkjanna. Heimahöfn Sachens  er Wilhelmshaven.

   Óhætt er að fullyrða að svona heimsóknir herja
Atlantsjahsbandalagsins er okkur Íslendingum
mikilvægar í ljósi gjörbreyttrar stöðu í öryggis-
og varnarmálum eftir brotthvarf bandariska her-
sins af Íslandi. Sérstök samvinna við Dani  og
Norðmenn í varnar-og öryggismálum er nú að
byggjast upp, og viðræður við Þjóðverja hafa
farið fram um slík mál. Þýzkaland er  eitt af öflug-
ustu herveldum NATO og hefur ætíð sýnt Íslending-
um míkla vináttu og áhuga. Eftir að bandariski 
herinn fór hafa þýzkar herflugvelar í dag mesta
viðkomu herflugvéla  á Keflavíkurfligvelli. - Við eigum 
því að byggja upp sérstaka samvinnu við Þjóðverja
samhliða samvinnu okkar við Dani og Norðmenn
á sviði öryggis- og varnarmála. Þetta eru þær þjóðir
sem standa okkur næst hvað vináttu og skilning
varðar. - Heimsókn mín í þýzka herskipið SACHSEN
í dag sannfærði mig ennþá frekar um þá skoðun.

   Tekið skal fram að Sachsen er opið öllum til skoðunar
í dag og á morgun.



Kurt Josef Waldheim var merkur maður


   Fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
Kurt Josef Waldheim er látinn, 88 ára að aldri. Hann
var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna 1972-
1981 og var forseti Austurríkis 1986-1992.

  Kurt J Walheim starfaði þó lengst sem stjórnmála-
maður fyrir þjóð sína og diplómat, og kom mörgu
góðu til leiðar sem framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna. Þó átti hann sér óvildarmenn eins og
gengur með merka menn, ekki síst þar sem hann
barðist fyrir þjóð sína í síðari heimsstyrjöld. Vildu
óvildarmenn hans, einkum í austurriska jafnaðar-
mannaflokknum og Heimsráð Gyðinga í Bandarík-
junum bendla hann við miður óæskilega verknaði
í stríðinu, en náðu aldrei að sanna neitt. Hann
segir að andstæðingar sínir hafi sameinast í
herferð gegn sér eftir tilheyrandi leynimakk í
þá veru.  Waldheim taldi hins vegar framgöngu 
sína í stríðinu hafi á engan hátt verið gagnrýniverð.

    Með Kurt J Waldheim er genginn merkur maður.



Samstarf við Þjóðverja í öryggis- og varnarmálum


    Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sat í dag fund utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins
sem haldinn var í Malmö í Sviðþjóð. Í frétt á Mbl.is
kemur  fram að Ingibjörg hafi þar átt fund með
Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýska-
lands um mögulegt samstarf Íslands og Þýzkalands
á sviði varnar-og öryggisnmála.

  Um miðjan maí  s.l kom hingað þýzk sendinefnd til
að ræða  öryggis- og varnarmál milli þessara tveggja
vinarþjóða. Fram kom vilji Þjóðverja á að taka upp
slíkt samstarf, en þýzki flugherinn hefur mest allra
Nato-herja viðkomu á Keflavíkurflugvelli í dag.

   Vonandi að sú stefna sem fyrrverandi ríkisstjórn
markaði í öryggis-og varnarmálum verði fram haldið.
Þjóðverjar eru öflug og voldug þjóð bæði innan Nato
og Evrópusambandsins og því mikilvægt að stórauka
öll samskipti við Þýzkaland í framtíðinni. Þjóðverjar
hafa ætið reynst okkur Íslendingum afar vinveittir
og sýnt málefnum Íslands mikinn áhuga.

    Eftir að bandarískur her hvarf af landi brott hefur
Ísland færst nær Evrópu, sem er jákvætt. Sérstakt
samstarf við Dani og Norðmenn í öryggis- og varnar-
málum er að byggjast upp. Samstarf við Þjóðverja á
að koma þar fast  í kjölfarið.  - Samstarf við engilsaxa
hefur ekki reynst okkur vel.  Hljótum því að taka mið
af því í framtíðinni þegar við veljum okkur sérstakar
samstarfsþjóðir á sviði öryggis- og varnarmála.



Falun Gong krafa og önnur erlend fjöldamótmæli vísað frá !


   Í yfirlýsingu frá  Falun Gong hreyfingunni  hvetja
þau íslenzk stjórnvöld til að bæta fyrir framkomu
sína við Falun Gong iðkendur árið 2002 sbr. frétt
á Mbl.is í dag. En eins og kunnugt er meinuðu
íslenzk stjórnvöld réttilega þeim inngöngu í
landið meðan á heimsókn forseta Kína stóð
sumarið 2002.

   Þarna var um sjálfsagða varúðarráðstöfun hjá
íslenzkum stjórnvöldum að ræða árið 2002. Allt
að þúsund Falun Gong liðar af allskonar erlendu
sauðarhúsi hugðust koma hingað til lands til að
efna til upplausnar og óláta. Hópar sem voru af
þeirri stærðargráðu að okkar fámenna lögreglulið
var engan veginn í stakk búið til að hafa stjórn á
slíku liði.  Það er því fáránlegt hjá þessari hreyfingu
í dag að vera með bótakröfur á hendur íslenzkum
stjórnvöldum af þessu tilefni. Enda verður  þeim
vísað á bug.

    Fréttir herma í dag að fyrirhuguð séu fjöldamót-
mæli hér á landi í byrjun júli gegn stóriðju hér á
landi. Þarna er aðallega um erlenda róttæklinga
og stjórnleysingja að ræða sem kenna sig við
borgaralega óhlýðni.  Þeir komu við sögu á .s.l
sumri á virkjunarsvæðum Austanlands eins og
kunnugt er. Íslenzk stjórnvöld eiga því  að beita
þessu liði sömu tökum og þau beittu Falun Gong   
og meina þeim landvíst. Meirihluti þessa hóps eru
atvinnumótmælendur og skráðir sem slíkir í afbrota-
skrár erlendra lögregluyfirvalda sem íslenzk löggæsla
hefur aðgang að.

   Það er ólíðandi að allskonar erlendir uppvöðslu-
hópar og óróaseggir geti ruðst hér inn í landið ár eftir
ár og skapað hálfgert stríðsástand með því að virða 
hvorki lög né reglur.  - Slíkt ástand verður að stöðva!

Undarleg stjórnarskrárbreyting


     Í leiðara Fréttablaðisins í dag um varnir Íslands
kemur fram,  að þegar mannréttindakafli stjórnar-
skrár Íslands var endurskoðaður fyrir nokkrum árum
var ákvæðið, þar sem ,,sérhverjum vopnfærum manni"
var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauð-
syn krefði, fellt út.  Þau furðulegu rök sem færð voru
fyrir þessum breytingum fólust í því að hér væri um
tímaskekkju að ræða, því þau 120 ár sem ákvæðið
hefði verið í gildi hefði aldrei reynt á það.

    Verð að játa að það er með ólíkindum að ákvæði
sem þetta eins sjálfsagt sem það er fyrir sjálfstæða
og fullvalda þjóð, skuli hafa verið fellt út úr stjórnar-
skrá án neinnar umræðu meðal þjóðarinnar. Alla
vega man ég aldrei eftir að um þetta hafi verið
fjallað, og taldi það enn í gildi þar til leiðarahöfundur
Fréttablaðisins upplýsti mig um allt annað í dag.
Þetta er með hreinum ólíkindum, ekki síst í ljósi
gjörbreyttrar stöðu   í dag í öryggis- og varnar-
málum Íslands.

   Það er því full ástæða til að taka undir leiðara
Fréttablaðsins þar sem segir  að ,, það er því hægt
að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja
að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til
eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og
vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum
sjálfstæðum ríkjum".

   Dómsmálaráðherra hlýtur að leiðrétta þessi mistök,
og þá með einfaldri lagasetningu næst þegar þing
kemur saman strax í haust...............

Tómlæti um olíuhreinsunarstöð


   Þórólfur Halldórsson sýslumaður á Patreksfirði
skrifar grein í Mbl í dag  og kvartar undan tómlæti
stjórnmálamanna og fjölmiðla um hugmyndina um
byggingu olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum.
Þórólfur sér afar mörg sóknarfæri felast í hugmynd-
inni um olíuhreinsunarstöð fyrir Vestfirðinga.  Hann
segir. ,, Ég hef kynnt mér málið eftir föngum og
komist að þeirri niðurstöðu að jákvæðar hliðar þess
fyrir vestfirskt samfélag yfirgnæðir þær neikvæðu."

  Þórólfur telur upp fjölmarga jákvæða þætti máli
sínu til stuðnings. En spyr svo í lokin. ,,Hvers vegna
hafa fjölmiðlar á Íslandi að heita þagað þunnu hljóði
um þetta?

   Vert er að taka undir sjónarmiðs Þórólfar, ekki síst
varðandi stjórnmálamennina, þegar fyrir liggur mikill
niðurskurður á þorskkvóta sem harðast mun koma
niður á þeim sem síst skyldi, Vestfirðingum........

   Innstreymi fjáfestingana í vestfirskt samfélag upp
á 210 milljarða króna segir allt sem segja þarf um
meiriháttar þýðingu slíkrar starfsemi fyrir uppbyggingu
Vestfjarða.  -  Hvers vegna er þá ekki hafist handa ?
Eftir hverju eru menn að bíða?

Hvert stefnir Framsókn?


   Nú þegar ný forysta er tekin við í Framsóknar-
flokknum er eðlilegt að spyrja hvert stefnir Fram-
sókn ? Og hvernig flokk mun Framsóknarflokkurinn
skilgreina sig í framtíðinni ?

  Mikilvægt er að flokkur marki sér sérstöðu hverju
sinni. Hafi ákveðna ímynd og skýra hugmyndafræði
sem höfði til stórs hóps kjósenda. Ekki síst á þetta
við um flokk eins og Framsóknarflokkinn sem vill skil-
greina sig sem miðjuflokkinn í íslenzkum stjórnmálum.

  Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknar-
flokksins skilgreindi miðjupóliíkina þannig, að ,,Miðjan
í íslenzkum stjórnmálum er ekki misjafnlega heppileg
blanda, rugl eða hræringur annara hugmynda eða
stefnumiða. Miðjan er sjálfstæður hugmyndafræðilegur
póll sem á sér sínar stjórnmálasögulegu og hugmynda-
sögulegu rætur, og það er arfleifð evrópskrar þjóðhyggju
eða þjóðræknisstefnu undirokaðra smáþjóða álfunnar."

  Og  Jón Sigurðsson kom einnig inn á mjög merkan hug-
myndafræðilegan hlut sem hann kallaði þjóðhyggju, sem
væri í raun af sama toga og þjóðleg félagshyggja sem
Framsóknarmenn hafa jafnan notað um meginstefnu
sína og grunnviðhorf. -  Jón Sigurðsson sagði að ,,Þjóð-
hyggja er ekki þjóðrembingur stórþjóðanna í Evrópu sem
fyllti 20 öldina hryllingi, heldur hugsjónir um ÞJÓÐFRELSI,
SJÁLFSVITUND og þjóðarmetnað smáþjóðanna sem risu
úr öskustó í Evrópu og náðu sjálfstæði og endurreisn,
sumar með miklum fórnum."

   Og er það ekki einmitt þarna á HINNI ÞJÓÐLEGRI MIÐJU
sem Framsóknarflokkurinn á að fóta sig og afmarka sig í
íslenzkum stjórnmálum í framtíðinni? Mikil þörf verðu fyrir
slíkan  flokk á tímum mikillar opnunar, hraðra breytinga,
stóraukinna viðskiptaumsvifa og alþjóðavæðingar.  Því
Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið íslenzkur flokkur,
sem vaxið hefur upp úr íslenzku þjóðlífi í rúm 90 ár, og
á að standa þar traustum fótum. Hann hefur ætíð miðað
stefnu sína við íslenzka menningu, íslenzkar aðstæður og
sérstöðu.  Þessa sérstöðu og ímynd á flokkurinn að viðhalda
og marka sér sterk sóknarfæri í íslenzkum stjórnmálum á
grundvelli þeirra.

    Fróðlegt verður því að fylgjast með hvert Framsóknarflokkur-
inn stefni á næstunni. Eitt er þó víst. Flokkur með óskilgreint
miðjumoð í farteskinu kemst ekki langt. Farangurinn verður að
innihalda sterk og skýr skilaboð til þjóðarinnar og sjálfstæði
hennar....
    



Össur móðgar Vestfirðinga


      Iðnarðarráðherra Össur Skarphéðinson sem
jafnframt er ráherra byggðarmála skýrði frá því
á Alþingi í fyrradag að hann hefði þegar beitt
sér fyrir því að 20 opinber störf yrðu flutt  til
Vestfjarða.

      Vert er að taka undir Staksteina Morgun-
blaðsins í dag þegar þar er spurt hvort Össur
,,trúi því í alvöru að það sé einhver lausn  að
flytja störf á vegum hins opinbera til Vestfjarða
eða annara landshluta?."

     Og Staksteinar halda áfram og segja. ,,Það
getur ekki verið að jafn reyndur stjórnmálamaður
og Össur er láti sér það til hugar koma.

   Það er reyndar móðgun við Vestfirðinga að
iðnaðarráðherra noti tilflutning starfa sem rök-
semd í umræðum á Alþingi um vanda Vestfjarða."

   Svo mörg voru þau orð. Ef Össur hefði viljað
koma með eitthvað sem máli skiptir hefði hann
mátt tjá sig t.d um hugmynd Íslensks hátækni-
iðnaðar um að reisa olíuhreinsunarstöð á Vest-
fjörðum sem skapa myndu allt að 700 ný störf
þar.  -  Það hefði verið eitthvað  bitastætt um
vanda Vestfjarða. Hitt er móðgun eins og kom
fram hjá Staksteinum í dag.........


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband