Frelsisflokkurinn stofnaður


   Frelsisflokkur fyrir land og þjóð var stofnaður
þann 1 júní s.l.Stofnendur voru hópur áhugafólks um
ábyrgð og heiðarleg stjórnmál. Á stofnfundinum var
kosin bráðabirgðastjórn (flokksstjórn) sem sitja
mun fram að landsfundi sem áætlað er að halda nú í
haust.Formaður flokksstjórnar var kosinn Gunnlaugur
Ingvason.

   Grunnstefna flokksins hefur verið kynnt ásamt
flokksmerki á heimasíðu Frelsisflokksins sem
er www.frelsisflokkur.is

   Í fáum orðum er Frelsisflokkurinn flokkur  sem 
stendur vörð um frelsi íslensku þjóðarinnar, tján-
ingafrelsi hennar til orðs og athafna, og hafnar
því hinum pólitíska rétttrúnaði. Ítarlega er fjallað
um grunnstefnu flokksins á heimasíðu hans eins og
áður sagði. 

   Frelsisflokkurinn hyggst bjóða fram í komandi 
sveitarstjórnarkosningum og til Alþings. Flokkurinn
hvetur því sem flesta kjósendur að kynna sér stefnu
flokksins og koma til liðs við hann landi og þjóð 
til heilla.

www.frelsisflokkur.is


Bloggfærslur 15. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband