Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Hægri grænir nú eini hægriflokkurinn á Íslandi !

Allt bendir nú til að eftir landsfund Sjálfstæðis-
flokksins,  verði Hægri grænir eini flokkurinn á 
Íslandi, (enda kennir sig ófeiminn við hægriflokk)
já eini hægrisinnaði flokkurinn í íslenskum stjórn-
málum.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, virðist  hafa 
gengið út á það eitt að halda flokknum saman. Hvað
sem það kostaði! Og útkoman? Ein allsherjar miðju-
moðssuða, með þekktu sósíaldemókrataísku ívafi. Já
nánast flest opið í alla enda til að þóknast sem
flestum! Einkum miðjumoðsinnum og hinni sósíaldemó-
krataísku deild sem löngum hefur haft kverkataki á 
flokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn gengur því enn sundraðri frá
landsfundinum en áður. Með skýr skilaboð til alls
borgaralegssinnaðs þjóðhyggjufólks á Íslandi, að 
hann hafi nú endanlega yfirgefið sín þjóðlegu borg-
aralegu gildi og viðhorf. Jafnvel hin kristnu gildi
líka. Já hægrikant íslenskra stjórnmála...

Skilaboð Helga Helgasonar leiðtoga Hægri grænna á
facebook hans í gær voru því skýr og athyglisverð,
í ljósi landsfundar Sjálfstæðisflokksins. En þar 
sagði Helgi:

,, Ég get sagt ykkur það fesbókarvinir að ég veit
alveg hvert Hægri grænir stefna. Að vera flokkurinn
sem tekur við sem eini Hægri flokkurinn á Íslandi í
dag, og flokkur fólksins á Íslandi".

ÁFRÁM HÆGRI GRÆNIR www.xg.is   !
ÁFRAM ÍSLAND !


mbl.is „Ég er bara orðlaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíaldemókrataisminn grasserar í Sjálfstæðisflokknum !

Er það tilviljun að fréttamaður Stöðvar 2
skyldi spyrja formann þingflokks Sjálfstæðis-
floksins ,,í beinni" í kvöld hvort flokkurinn
væri orðinn krataflokkur?

Nei vitaskuld var það ekki tilviljunn! Jafnvel
þótt þessi formaður þingflokksins hafi ætíð
verið með stórt sósíaldemókrataískt hjarta.Enda
neitaði Ragnheiður formaður  ekki spurningunni.

Innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð sterk
sósíaldemókrataísk öfl ráðið þar för. En aldrei
eins en nú!  Þau bókstaflega grassera í flokk-
num í dag sbr. ályktanir sem nú liggja fyrir
landsfundinum. Og ungliðanir láta sitt ekki
eftir liggja. Eins og heilaþvegnir úr deild
ungra jafnaðarmanna. Framtíðarliðið það !

Já hvað er að verða af þessum Sjálfstæðisflokki
í dag? Sem virðist hafa yfirgefið grunnhugsjónir
þjóðlegar borgarahyggju og kristin viðhorf  og
gildi. Enda hrynur nú fylgið af flokknum, sem
í árdaga átti að vera brjóstvörn borgaralegrar
þjóðhyggju.

No Borders viðhorf, galopin landsmæri, dálæti á
hriplekum  Schengen-landamærum  Íslands og ESB,
og viljinn til að ganga enn lengra á afsali full-
veldis til þjónkunar yfirþjóðlegum stofnunum
ESB, allt liggur þetta að sama brunni, sósíal-
demókrataískri grasseringu! Brúarbygging  að 
nýrri hrunstjórn sósíaldemókrata er hafin!

Á hægri kanti íslenskra stjórnmála er nú algjört
tómarúm. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins áréttar
það! Á hægri kanti evrpskra stjórnmála er hins 
vegar stórsókn íhaldssamra þjóðhyggjuafla. Sem 
senn mun ná Íslandsströndum!

Bara spurning  hvenær en ekki hvort !


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband