Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

GLEÐILEGT ÁR! YFIR 50.000 undirskriftir


   Gleðilegt farsælt komandi ár kæru ÍSLENDINGAR. Yfir 50.000
hafa nú skráð sig á InDefence!Smile Gott veganesti inn í nýtt ár
fyrir ÍSLAND!
   
 

Hef sagt mig úr Heimssýn


   Hef ákveðið að segja mig úr Heimssýn, samtökum sjálfstæðissinna
í Evrópumálum, meðan þar er í forystu dulbúinn ESB-sinni. En í gær
sveik Ásmundur Einar Daðason land og þjóð og hugsjónir Heimssýnar,
með því að samþykkja sjálfan INNGÖNGUMIÐANN að ESB, Icesave,
sem hann sjálfur kallaði svo réttilega á Alþingi fyrir skömmu. Þá er
ég AFAR óhress með að Atli Gíslason, þingmaður og stjórnarmaður
Heimssýnar, skuli hafa verið fjarstaddur Icesave-atkvæðagreiðsluna.
Ljóst er að báðir þessir menn í stjórn Heimssýnar hafa svikið mál-
staðinn. Í samtökum með slíkum kommúnistum í forystu get ég
ekki tekið þátt í.

   ÁFRAM ÍSLAND. EKKERT ESB NÉ ICESAVE! 

Vinstristjórnin sveik Ísland og íslenzka þjóð !


  LOKSINS þegar vinstrimenn komust til valda á Íslandi. Loksins
þegar vinstrimönnum tókst  að  mynda  HREINRÆKTAÐA vinstri-
stjórn á Íslandi. Já  loksins þegar VINSTRIMENNSKAN á Íslandi
var þar allsráðandi, varð gerð EIN MESTA AÐFÖR að ÍSLENZKRI
ÞJÓÐARTILVERU. Annars vegar með Icesave-þjósvikasamningi,
sem rústa mun velferð og kjörum almennings á Íslandi a.m.k
til næstu áratuga, ÞJÓÐINNI ALGJÖRLEGA AÐ ÓSEKJU. Og hins
vegar umsóknin að ESB, sem stórskerða mun fullveldi og sjálf-
stæði  þjóðarinnar endanlega, nái aðildin fram að  ganga. En
bæði þessi stórpólitísku mál tengjast með órjúfanlegum hætti. 

   Íslenzka þjóðin stendur frammi fyrir sömu þjóðsvikunum og
þýzka þjóðin gerði árið 1919 með hinum illræmdu Versalasam-
ingi. Nema hvað Icesave-samningurinn er MIKLU MIKLU VERRI
borðið saman við fjárskuldbindingar og íbúafjölda. Enda eins-
dæmi í VERALDARSÖGUNNI um samskipti FRJÁLSA ÞJÓÐA  í
milliríkjasamskiptum.

   Íslenzka þjóðin mun því senn í fyllingu tímans GERA UPPREISN
gegn þessum ÞJÓÐSVIKUM ÞJÓÐSVIKARA, brjótast undan helsi
þeirra og draga þá til ábyrgðar. Setja þá á sakabekk útrásar-
mafíuósanna, sem upphafinu ollu. Því þeir  gerðust  handbendi
þeirra með því að kúga þjóðina ásamt erlendum nýlenduveldum
og ríkjasambandi til að yfirtaka skuldahala þeirra án dóms og
laga.

   Ícesave er ekki horfið. Það mun hanga yfir þjóðinni eins og
meiriháttar HELSI, þar til þjóðleg stjórnmálaöfl taka við völdum,
og FRELSA þjóðina undan oki þess. Sá  tími mun SENN KOMA,
þegar hin and-þjóðlega og óþjóðholla vinstristjórn kommúnista
og krata verður ENDANLEGA  hrakin frá völdum, ÍSLENZKRI
ÞjÓÐ og ÍSLANDI til heilla og farsældar!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN. E K K E R T ICESAVE né AGS!

   www.fullvalda.is
   www.islandia.is
mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekst vinstrimönnum að rústa íslenzkri framtóð?


   Afhjúpast vinnstrimennskan á Íslandi í sinni ALVERSTU
mynd í kvöld? Með forherti lítilsvirðingu fyrir kjörum og
lífsafkomu Íslendinga til næstu áratuga? Með algjörum
flatmagahætti gagvart erlendu kúgunarvaldi sem ENGIN
fordæmi eru fyrir? MEÐ VIRKILEGUM Þ J Ó Ð S V I K U M?
mbl.is Icesave-umræðu lýkur í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarandstaðan lýsi sig óbundna af Icesave !


   Það helsi, fjötrar og fáttækt sem hin and-þjóðlega vinstristjórn
kommúnista og krata ætlar að leggja á þjóðina, vegna yfirgengi-
legs undirlægjuháttar gagnvart erlendri kúgun, á stjórnarand-
staðan að afneita, og lýsa yfir, að komist hún  til  valda  verði 
Icesave-kúgunarsamningnum sagt upp. Þetta hefur áður gerst
þegar Íslendingar færðu út  fiskveiðilögsöguna  í  50  mílur, og
hunsaði  lögsögu Alþjóðadómstólsins í Haag, sem fyrri ríkisstjórn
hafði undirgengst, m.a að kröfu Breta. Því ljóst er að þjóðin mun
aldrei getað greitt Icesave-skuldadrápsklyfjarnar sem vinstri-
menn ætla nú að leggja á þjóðina, henni að ósekju.

  Ícesave-þjóðsvikin munu  þýða endalegt  pólitískt  hara-kíri fyrir
vinstrimenn á Íslandi, takist þeim að koma Icesave-þjóðsvikunum
gegnum þingið í dag.  Slík stórkostlegu svik og GLÆPUR gagn-
vart íslenzkri þjóð á stjórnarandstaðan að lýsa sig ALGJÖRLEGA
frá með yfirlýsingu um, að ekki verði staðið við Icesave-kúgunar-
samninginn komist hún til valda. Þótt það kosti átök við hin er-
lendu kugunaröfl.!!!!!!!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

   www.fullvalda.is
   www.frjálstisland.is


mbl.is Langt fundarhlé á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður Heimssýnar getur EKKI stutt Icesave !


   Frétt Skjás eins í kvöld um að formaður Heimssýnar, Ásmundur
Einar Daðason, ætli að styðja Icesave, hlýtur að vera á miklum
misskilningi byggð. - Ásmundur hefur sjálfur RÉTTILEGA sagt  að 
Icesave klárlega tengjast aðildinni að ESB.  ALLIR sjá af þeim
sökum að Ásmundur sem formaður Heimssýnar GETUR ALLS
EKKI stutt Icesave. Það myndi kosta allsherjar uppgjör innan
Heimssýnar, og fjöldaúrsagnir. Því allir sjá að and-þjóðlegur
kommúnisti sem í raun er ESB-sinni að auki gæti ALDREI leitt
sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Frétt Skjás eins í kvöld hlýtur
því að vera byggð á miklum misskilningi.

   Þá hlýtur fjarvera Atla Gíslasonar á Alþingi einnig að vera
byggð á misskilningi. Atli situr í stjórn Heimssýnar. Þar sem
Icesave er sjálfur LYKILINN, inngöngumiðinn í ESB, hlýtur
Atli sem stjórnarmaður í Heimssýn, mæta til þings á morgun,
og greiða atkvæð gegn LYKLINUM, inngöngumiðanum að sjálfu
ESB.  Annað væri yfirlýsing um stuðning við aðild Íslands að
ESB. Sem allir sjá að samrýmist ENGAN VEGINN stjórnarþátt-
töku í Heimssýn. 

  Sem fyrr segir. Þeir Ásmundur og Atli hljóta því að mæta
til þings á morgun og greiða glaðir atkvæði GEGN sjálfum
aðgöngumiðanum að  ESB. Sem Ásmundur sjálfur hefur
lýst svo vel á Alþingi Íslendinga sem inngöngumiða að
ESB, með öllum sínum skuldadrápsklyfjum fyrir þjóðina.
 - Annað yrði gjörsamlega út í hött!

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN. EKKERT ICESAVE né AGS!

  www.fullvalda.is
  www.frjalstisland.is
 
mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarandstaðan á ekki að semja um afgreiðslu á Icvesave !


    Í ljósi þess hversu gífurlegir þjóðarhagsmunir eru í húfi vegna
Icesave-þjóðsvikasamninganna, á stjórnarandstaðan EKKI að ljá
máls á samkomulagi um afgreiðslu þess á Alþingi. Í ljósi þess að
hér er verið að kúga einum versta milliríkjasamningi í samskiptum
frjálsa þjóða upp á íslenzka þjóð, og er þá hinn illræmdi Versala-
samningur  meðtalinn, með  stuðningi hérlendra and-þjóðlegra
stjórnvalda, á stjórnarandstaðan að standa í lappirnar, og ber-
jast  fyrir TILVERURÉTTI íslenzku þjóðarinnar með ÖLLUM TILTÆK-
UM RÁÐUM!

   Hér með er skorað á þingmenn stjórnarandstöðunnar að láta nú
virkilega SVERFA TIL STÁLS! Látið  þjóðsvikarana  á  Alþingi beita
ykkur frekar kúgunarofríki til að troða þjóðsvikunum  um Icesave
gegnum þingið. Það yrði þá  í  algjöru samræmi við eðli þessa þjóð-
svikamáls frá upphafi.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT  ICESAVE né AGS!

   www.fullvalda.is
   www.frjalstisland.is
 

Tveir þingmenn VG í stjórn Heimssýnar gætu fellt Icesave !


   Þar sem ICESAVE-þjóðsvikasamningurinn er klárlega inngöngumiðinn
að sjálfu Evrópusambandinu, að  mati Ásmundar  Einars  Daðasonar,
þingmanns  og  formanns Heimssýnir, hlýtur sá hinn sami glaður greiða
atkvæði gegn þessum svikasamningi,  og  þar  með  leggja afdrífaríkan
stein í götu ESB-aðildar Íslands.  - Það sama má segja um flokksbróður
hans og þingmanns VG, Atla Gíslasonar. Hann situr í stjórn Heimssýnar.
Hann hlýtur nú láta þingstörfin hafa forgang fyrir persónulegum þörfum,
koma til þings úr þingfríi, og greiða atkvæði gegn Icesave, og leggja
þannig afdrífaríkan stein í götu ESB-aðildar Íslands. Í raun bera þessum
Heimssýnarmönnum BEIN SKYLDA til að ganga fram og fella frumvarpið
um Icesave. Sjálfan LYKILINN að aðild Íslands að ESB. Fyrir utan að
frelsa þjóðina undan skuldadrápsklyfjunum til áratuga SEM HÚN BER
ENGA ÁBYRGÐ Á! Geri þeir það ekki, hlýtur það að STÓRSKAÐA ímynd
Heimssýnar,  sem baráttusamtökum GEGN AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB!

   Því verður ALLS EKKI TRÚAÐ ANNAÐ EN að þeir Ásmundur og Atli séu
málstaðnum TRÚIR og felli inngöngumiða  Samfylkingarinnar um aðild
Íslands að ESB. Hjáseta eða fjarvera kemur ekki til greina. Að öðrum
kosti hlýtur stjórn  Heimssýnar  að óska eftir afsögn  þeirra úr stjórn
samtakanna,  svo komist  verði  hjá alvarlegum klofningi  innan  þeirra
og fjöldaúrsögnum  úr  þeim. - Því sá sem samþykkir  Icesave, vitandi
um náin tengsl þess við ESB-aðild Íslands, eða kemur sér hjá að taka
þátt í atkvæðagreiðslunni,  getur ekki talist trúverðugur ESB-andstæð-
ingur, SVO EKKI SÉ MEIRA SAGT!!! Alla vega mun sá sem þetta ritar
EKKI taka þátt í samtökum sem hafa Í RAUN ESB-sinna við stjórnvölinn!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE-HELSI né AGS!

   www.fullvalda.is
   www.frjalstisland.is
mbl.is Lokaumræða um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokaátökin um Icesave hafin ! ÍSLANDSFRAMTÍÐ Í HÚFI!


   Allt bendir til að í dag hefjist lokaátökin um Ivesave á Alþingi
Íslendinga. Sú spurning  mun  þá  brenna á yfirgnæfandi meiri-
hluta þjóðarinnar sem er alfarið á móti Icesave-þjóðsvikunum.
Hvaða  ÍSLENZKUR  þingmaður, sem  ann landi  sínu og þjóð,
getur  fengið sig  til að samþykkja  slíka  skuldadrápsklyfjar á
þjóðina til næstu áratuga, HENNI ALGJÖRLEGA AÐ ÓSEKJU?

   Allir vitibornir menn sjá, vita og skilja, að Íslendingar munu
ALDREI standa undir þeim skuldadrápsklyfjum, sem í Icesave-
samningunum felast. Bara vextirnir eru á við 10 ný varðskip
á ári, jafn stór og hið nýja varðskip sem nú er í smíðum. Varð-
skip sem komið hefur til tals að selja út af skuldastöðu ríkis-
sjóðs. Á meðan 2 önnur lítil varðskip sem ríkið reynir að reka 
eru bundin við bryggju marga mánuði á ári vegna skuldastöðu
ríkisins, svo dæmi sé tekið.  Og allt á þetta að greiðast með
ERLENDUM GJALDEYRIR, sem er svo langt í frá að ríkið geti
aflað. BARA Í VEXTINA. Þá er ALLUR höfuðstóllinn eftir, sem
gæti numið HUNDRAÐI MILLJARÐA! - ALLIR SJÁ  AР ÞETTA
GETUR ALDREI GENGIÐ UPP!  Gengið myndi aldrei ná sér á
strik eftir það!

      Því verður það ekki andmælt, að þeir þingmenn, SEM VOGA
SÉR að samþykkja slíkar drápsklyfjar á þjóðina, eru Í RAUN að 
RÚSTA  ÍSLENZKU  VELFERÐARKERFI  TIL  FRAMBÚÐAR. Skapa á
Íslandi VIÐVARANDI FÁTÆKT OG EYMD! ALLT ÚT AF VÍTAVERÐUM
AUMINGJASKAP stjórnvalda að hafa ekki staðið vörð um íslenzka
hagsmuni  og  málstað í  máli þessu. Það  yrði  því MEIRIHÁTTAR
tímanna tákn, ef fátæktarvæðing lands og þjóðar gerðist EINMITT
þegar HREINRÆKTUÐ vinstristjórn færi með völd. Og það fátæktar-
væðing TIL FRAMBÚÐAR!  Eru það þau eftirmæli sem vinstrimenn
vilja sjá eftir sitt fyrsta hreinræktaða vinstrisinnaða stjórnarfar
á Íslandi?

   Alvarlegast er þó ef Icesave-kúgunin er keyrð í gegn vegna
inngönguskilyrða um aðild Íslands að ESB! En bein tengsl eru
þar á milli eins og formaður Heimssýnar fullyrti á Alþingi fyrir
nokkru, og mun því væntanlega GREIÐA ATKVÆÐI GEGN ICE-
SAVE-helsinu.  EÐA HVAÐ?

   HÖRÐ OG HATRÖMM ÁTÖK eru því framundan um FRAMTÍÐ
ÍSLANDS og ÍSLENZKA TILVERU!

   ÖLL ÞJÓÐLEG ÖFL VERÐA NÚ AÐ STANDA SAMAN OG HRINDA
ÁRÁSUM ERLENDRA- OG ÓÞJÓÐHOLLRA INNLENDRA KÚGUNAR-
AFLA Á ÍSLENZKA ÞJÓÐ!!!!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

   www.fullvalda.is
   www.frjalstisland.is

Atli og Ásmundur gætu frelsað þjóðina frá Icesave-helsinu !


   Ljóst er að ef tveir þingmenn stjórnarliða ásamt  Ögmundi
Jónassyni og Lilju Mósesdóttir greiða atkvæði gegn Icesave-
helsinu mun nýja frumvarpið um Icesave falla. En hvorki Atli
Gíslason og Ásmundur Einar Daðason þingmenn VG hafa lýst
stuðningi við Icesave-samninginn hinn nýja.

   Atli tók sér frí frá þingstörfum í des vegna anna, m.a vegna
flutninga. Ef hugur hans stendur til að standa vörð um mestu
þjóðarhagsmuni íslenzkrar  þjóðar  til  næstu  áratuga, hlýtur
hann að mæta til þings, og greiða atkvæði gegn Icesave, milli
jóla og nýárs.  Mætir hann ekki, upplýsir hann sig sem algjöra 
pólitíska raggeit, sem þorir ekki að standa við sína sannfæringu,
og láta hana opberlega í ljósi, sem KJÖRINN ÞINGMAÐUR!

   Allt öðru máli gegnir með Ásmund. Stöðu sinnar vegna sem
formaður Heimssýnar hlýtur hann að greiða atkvæði gegn Ice-
save. Sem hann sjálfur hefur réttilega sagt vera inngöngumiða
að ESB. Hjáseta eða fjarvera dugar honum því alls  ekki. Nema
þá að segja af sér formennsku Heimssýnar ef  hann hyggst
ekki greiða atkvæði gegn Icesave. Annað yrði meiriháttar skan-
dall fyrir Heimssýn. Að sitja uppi með formann sem ESB-sinna!
Undirritaður myndi tafarlaust segja sig úr Heimssýn undir slíkum
kringumstæðum.

   Hér með er skorað á Atla og Ásmund að velja þjóðarhagsmuni
framyfir flokkshagsmuni, eins og Ögmundur og Lilja hafa gert,
þeim til mikils sóma, fyrir land vort og þjóð.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

   www.fullvalda.is
   www.frjalstisland.is


  

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband